Kaffihúsið Dalakaffi við upphaf gönguleiðar í Reykjadal inn af Hveragerði verður að víkja af staðnum. Bæjarstjórn synjaði Magneu Jónasdóttir um áframhaldandi leyfi til þess að vera með rekstur á staðnum.
Bæjarstjórnin bendir á að nú sé búið að úthluta lóðum á svæðinu.
„Framkvæmdir við þjónustuhús á svæðinu og bílastæði munu hefjast á vormánuðum og starfsemi stuttu síðar. Í ljósi þessa þarf að fjarlægja húsið og aðra lausamuni í samræmi við ákvæði stöðuleyfis,“ segir í bókuninni.
Magnea, sem býr þar í nágrenninu, hefur rekið Dalakaffi frá árinu 2012.
Dalakaffi víkur
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
