Sækja tjón sitt vegna friðunar Jóhann Óli Eiðsson og Sigurður Mikael Jónsson skrifa 19. febrúar 2019 06:00 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun féll í gær frá tillögu sinni um að stækka friðlýst svæði í Víkurgarði. Var það gert eftir tillögu framkvæmdaaðila Landsímareitsins, Lindarvatns, um að breyta inngöngum í kringum svæðið. Framkvæmdastjóri Lindarvatns segir að félagið sé með þessu ekki að afsala sér neinum rétti til bóta vegna tjóns af skyndifriðun. Minjastofnun skyndifriðaði Víkurgarð í byrjun janúar og hafði ráðherra sex vikur til að fallast á eða fella niður friðunina. Í máli stjórnenda Lindarvatns kom fram að þeir teldu skilyrði fyrir friðun óuppfyllt. Í yfirlýsingu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum ber sem „einn merkasti minjastaður þjóðarinnar“. Þar verði opið almenningsrými þar sem saga garðsins fær notið sín. Skilið verði milli garðsins og hótelsins sem er að rísa. Garðurinn sé aldursfriðaður og þar megi engu raska eða breyta nema með samþykki Minjastofnunar. „Þetta var okkar tillaga og með henni erum við að koma til móts við sjónarmið Minjastofnunar um að vernda Víkurgarð eins og hann birtist á uppdráttum. En þetta er ásættanlegt að byggingaráform halda áfram með þeim breytingum sem við höfum gert á inngöngum,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki í þessu til að standa í deilum heldur til að klára uppbyggingu á svæðinu. Þetta er því lausn sem kemur til móts við alla sem eiga hagsmuna að gæta í málinu,“ segir Jóhannes. Aðspurður hvort Lindarvatn muni sækja það tjón sem það varð fyrir vegna friðunarinnar segir hann svo vera. „Með þessu samkomulagi er Lindarvatn ekki að afsala sér neinum rétti til bóta. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir og það er næsta mál á dagskrá að skoða í hverju tjónið liggur. Það mun verða sótt af fullum þunga,“ segir Jóhannes. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir jákvætt að óvissunni um mikilvæga andlitslyftingu svæðisins í heild sé eytt. „Mér finnst jákvætt ef komin er sátt um verkefnið og það að Víkurgarður verði lifandi almenningssvæði þar sem sögunni verður gert hátt undir höfði.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Reykjavík Stjórnsýsla Víkurgarður Tengdar fréttir Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Minjastofnun féll í gær frá tillögu sinni um að stækka friðlýst svæði í Víkurgarði. Var það gert eftir tillögu framkvæmdaaðila Landsímareitsins, Lindarvatns, um að breyta inngöngum í kringum svæðið. Framkvæmdastjóri Lindarvatns segir að félagið sé með þessu ekki að afsala sér neinum rétti til bóta vegna tjóns af skyndifriðun. Minjastofnun skyndifriðaði Víkurgarð í byrjun janúar og hafði ráðherra sex vikur til að fallast á eða fella niður friðunina. Í máli stjórnenda Lindarvatns kom fram að þeir teldu skilyrði fyrir friðun óuppfyllt. Í yfirlýsingu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að Víkurgarður fái þann virðingarsess sem honum ber sem „einn merkasti minjastaður þjóðarinnar“. Þar verði opið almenningsrými þar sem saga garðsins fær notið sín. Skilið verði milli garðsins og hótelsins sem er að rísa. Garðurinn sé aldursfriðaður og þar megi engu raska eða breyta nema með samþykki Minjastofnunar. „Þetta var okkar tillaga og með henni erum við að koma til móts við sjónarmið Minjastofnunar um að vernda Víkurgarð eins og hann birtist á uppdráttum. En þetta er ásættanlegt að byggingaráform halda áfram með þeim breytingum sem við höfum gert á inngöngum,“ segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/Vilhelm„Við erum ekki í þessu til að standa í deilum heldur til að klára uppbyggingu á svæðinu. Þetta er því lausn sem kemur til móts við alla sem eiga hagsmuna að gæta í málinu,“ segir Jóhannes. Aðspurður hvort Lindarvatn muni sækja það tjón sem það varð fyrir vegna friðunarinnar segir hann svo vera. „Með þessu samkomulagi er Lindarvatn ekki að afsala sér neinum rétti til bóta. Skyndifriðunin tafði framkvæmdir og það er næsta mál á dagskrá að skoða í hverju tjónið liggur. Það mun verða sótt af fullum þunga,“ segir Jóhannes. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir jákvætt að óvissunni um mikilvæga andlitslyftingu svæðisins í heild sé eytt. „Mér finnst jákvætt ef komin er sátt um verkefnið og það að Víkurgarður verði lifandi almenningssvæði þar sem sögunni verður gert hátt undir höfði.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Reykjavík Stjórnsýsla Víkurgarður Tengdar fréttir Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Minjastofnun dregur tillögu að friðlýsingu til baka Minjastofnun Íslands hefur dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis í Víkurgarði þar sem fyrirhugað er að byggja hótel, veitinga-og kaffihús 18. febrúar 2019 21:16