Hafna uppbyggingu á Granda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2019 06:15 Áform á Línbergsreitnum gera ráð fyrir yfir 40 þúsund fermetra húsnæði á Fiskislóð, aftan við gömlu verbúðirnar við Grandagarð. ASK ARKITEKTAR Ósk Faxaflóahafna um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey vegna lóðanna númer 16-32 við Fiskislóð og númer 39-93 við Grandagarð hefur verið hafnað hjá embætti skipulagsfulltrúa borgarinnar. Samkvæmt tillögu sem Ask arkitektar unnu fólst í deiliskipulagsbreytingunni að rífa ætti núverandi húsnæði á lóðunum, á svokölluðum Línbergsreit sem er aftan við verbúðirnar á Granda. Er þar um að ræða átta byggingar; iðnaðarhúsnæði frá á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Í staðinn átti að reisa tveggja til fimm hæða byggingar fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi sem mest væri skrifstofuhúsnæði. Fiskislóð 16-32 er í eigu Línbergs ehf., sem aftur er í eigu Landbergs ehf., félags hjónanna Hjörleifs Þór Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. „Breytingartillagan nær einnig til verbúða á Grandagarði 39-93 sem eru friðaðar byggingar í eigu Faxaflóahafna. Lagt er til að opna á aðgengi frá Grandagarði með því að fjarlægja eina verbúð og að heimild verði gefin til að opna verbúðir á norðurhlið til þess að skapa betri tengingu til lóða Línbergs frá Grandagarði,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.ASK arkitektarÞá kemur fram að húsnæðið sem ætlunin var að rífa sé 5.744 fermetra og að flatarmál nýrra bygginga yrði allt að 38.841 fermetri ofanjarðar auk 6.516 fermetra í bílastæðahúsi. „Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að koma til móts við aukna eftirspurn eftir húsnæði til ýmissa nota á svæðinu ásamt því að skapa opin svæði fyrir viðburði, en ferðamennska og menningarstarfsemi auk hafnsækinnar starfsemi hefur aukist á hafnarsvæðum sambærilegra borga,“ segir í umsögninni. Fram kemur að Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn geri ekki athugasemdir við að opnað verði á tengingu frá Grandagarði í gegnum eina verbúð, ef steypt þak verbúðarinnar fái að halda sér og að breytingarnar verði afturkræfar. „Bæði Minjastofnun og Borgarsögusafn gera hins vegar athugasemd við opnun verbúðanna baka til.“ Þá rekur skipulagsfulltrúi að núgildandi deiliskipulag Vesturhafnar hafi að markmiði að sameina margar deiliskipulagsáætlanir í eina, ásamt því að vera áfram hafnarsvæði og svæði fyrir hafnsækna starfsemi. „Ekki voru neinar nýjar byggingarheimildir skilgreindar á umræddum lóðum við vinnslu deiliskipulagsins. Mikill þrýstingur er þó á breytingar á deiliskipulagið frá ýmsum áttum.“ Umferðarmál setja áformunum á Línbergsreitnum miklar skorður. „Nýting lóða bara á reit Línbergs mun klára þann kvóta umferðarsköpunar sem eftir er án þess að til komi veruleg umferðarvandamál,“ vitnar skipulagsfulltrúi til umsagnar samgöngustjóra borgarinnar. Fyrirspurnir vegna sömu lóða verið afgreiddar með þeirri umsögn skipulagsfulltrúa að ekki sé hægt að taka afstöðu til einnar lóðar eða brot af svæði án þess að skoða alla Vesturhöfnina heildstætt. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira
Ósk Faxaflóahafna um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey vegna lóðanna númer 16-32 við Fiskislóð og númer 39-93 við Grandagarð hefur verið hafnað hjá embætti skipulagsfulltrúa borgarinnar. Samkvæmt tillögu sem Ask arkitektar unnu fólst í deiliskipulagsbreytingunni að rífa ætti núverandi húsnæði á lóðunum, á svokölluðum Línbergsreit sem er aftan við verbúðirnar á Granda. Er þar um að ræða átta byggingar; iðnaðarhúsnæði frá á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Í staðinn átti að reisa tveggja til fimm hæða byggingar fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi sem mest væri skrifstofuhúsnæði. Fiskislóð 16-32 er í eigu Línbergs ehf., sem aftur er í eigu Landbergs ehf., félags hjónanna Hjörleifs Þór Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. „Breytingartillagan nær einnig til verbúða á Grandagarði 39-93 sem eru friðaðar byggingar í eigu Faxaflóahafna. Lagt er til að opna á aðgengi frá Grandagarði með því að fjarlægja eina verbúð og að heimild verði gefin til að opna verbúðir á norðurhlið til þess að skapa betri tengingu til lóða Línbergs frá Grandagarði,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.ASK arkitektarÞá kemur fram að húsnæðið sem ætlunin var að rífa sé 5.744 fermetra og að flatarmál nýrra bygginga yrði allt að 38.841 fermetri ofanjarðar auk 6.516 fermetra í bílastæðahúsi. „Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að koma til móts við aukna eftirspurn eftir húsnæði til ýmissa nota á svæðinu ásamt því að skapa opin svæði fyrir viðburði, en ferðamennska og menningarstarfsemi auk hafnsækinnar starfsemi hefur aukist á hafnarsvæðum sambærilegra borga,“ segir í umsögninni. Fram kemur að Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn geri ekki athugasemdir við að opnað verði á tengingu frá Grandagarði í gegnum eina verbúð, ef steypt þak verbúðarinnar fái að halda sér og að breytingarnar verði afturkræfar. „Bæði Minjastofnun og Borgarsögusafn gera hins vegar athugasemd við opnun verbúðanna baka til.“ Þá rekur skipulagsfulltrúi að núgildandi deiliskipulag Vesturhafnar hafi að markmiði að sameina margar deiliskipulagsáætlanir í eina, ásamt því að vera áfram hafnarsvæði og svæði fyrir hafnsækna starfsemi. „Ekki voru neinar nýjar byggingarheimildir skilgreindar á umræddum lóðum við vinnslu deiliskipulagsins. Mikill þrýstingur er þó á breytingar á deiliskipulagið frá ýmsum áttum.“ Umferðarmál setja áformunum á Línbergsreitnum miklar skorður. „Nýting lóða bara á reit Línbergs mun klára þann kvóta umferðarsköpunar sem eftir er án þess að til komi veruleg umferðarvandamál,“ vitnar skipulagsfulltrúi til umsagnar samgöngustjóra borgarinnar. Fyrirspurnir vegna sömu lóða verið afgreiddar með þeirri umsögn skipulagsfulltrúa að ekki sé hægt að taka afstöðu til einnar lóðar eða brot af svæði án þess að skoða alla Vesturhöfnina heildstætt.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fleiri fréttir Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Sjá meira