Hafna uppbyggingu á Granda Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. febrúar 2019 06:15 Áform á Línbergsreitnum gera ráð fyrir yfir 40 þúsund fermetra húsnæði á Fiskislóð, aftan við gömlu verbúðirnar við Grandagarð. ASK ARKITEKTAR Ósk Faxaflóahafna um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey vegna lóðanna númer 16-32 við Fiskislóð og númer 39-93 við Grandagarð hefur verið hafnað hjá embætti skipulagsfulltrúa borgarinnar. Samkvæmt tillögu sem Ask arkitektar unnu fólst í deiliskipulagsbreytingunni að rífa ætti núverandi húsnæði á lóðunum, á svokölluðum Línbergsreit sem er aftan við verbúðirnar á Granda. Er þar um að ræða átta byggingar; iðnaðarhúsnæði frá á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Í staðinn átti að reisa tveggja til fimm hæða byggingar fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi sem mest væri skrifstofuhúsnæði. Fiskislóð 16-32 er í eigu Línbergs ehf., sem aftur er í eigu Landbergs ehf., félags hjónanna Hjörleifs Þór Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. „Breytingartillagan nær einnig til verbúða á Grandagarði 39-93 sem eru friðaðar byggingar í eigu Faxaflóahafna. Lagt er til að opna á aðgengi frá Grandagarði með því að fjarlægja eina verbúð og að heimild verði gefin til að opna verbúðir á norðurhlið til þess að skapa betri tengingu til lóða Línbergs frá Grandagarði,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.ASK arkitektarÞá kemur fram að húsnæðið sem ætlunin var að rífa sé 5.744 fermetra og að flatarmál nýrra bygginga yrði allt að 38.841 fermetri ofanjarðar auk 6.516 fermetra í bílastæðahúsi. „Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að koma til móts við aukna eftirspurn eftir húsnæði til ýmissa nota á svæðinu ásamt því að skapa opin svæði fyrir viðburði, en ferðamennska og menningarstarfsemi auk hafnsækinnar starfsemi hefur aukist á hafnarsvæðum sambærilegra borga,“ segir í umsögninni. Fram kemur að Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn geri ekki athugasemdir við að opnað verði á tengingu frá Grandagarði í gegnum eina verbúð, ef steypt þak verbúðarinnar fái að halda sér og að breytingarnar verði afturkræfar. „Bæði Minjastofnun og Borgarsögusafn gera hins vegar athugasemd við opnun verbúðanna baka til.“ Þá rekur skipulagsfulltrúi að núgildandi deiliskipulag Vesturhafnar hafi að markmiði að sameina margar deiliskipulagsáætlanir í eina, ásamt því að vera áfram hafnarsvæði og svæði fyrir hafnsækna starfsemi. „Ekki voru neinar nýjar byggingarheimildir skilgreindar á umræddum lóðum við vinnslu deiliskipulagsins. Mikill þrýstingur er þó á breytingar á deiliskipulagið frá ýmsum áttum.“ Umferðarmál setja áformunum á Línbergsreitnum miklar skorður. „Nýting lóða bara á reit Línbergs mun klára þann kvóta umferðarsköpunar sem eftir er án þess að til komi veruleg umferðarvandamál,“ vitnar skipulagsfulltrúi til umsagnar samgöngustjóra borgarinnar. Fyrirspurnir vegna sömu lóða verið afgreiddar með þeirri umsögn skipulagsfulltrúa að ekki sé hægt að taka afstöðu til einnar lóðar eða brot af svæði án þess að skoða alla Vesturhöfnina heildstætt. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Ósk Faxaflóahafna um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar í Örfirisey vegna lóðanna númer 16-32 við Fiskislóð og númer 39-93 við Grandagarð hefur verið hafnað hjá embætti skipulagsfulltrúa borgarinnar. Samkvæmt tillögu sem Ask arkitektar unnu fólst í deiliskipulagsbreytingunni að rífa ætti núverandi húsnæði á lóðunum, á svokölluðum Línbergsreit sem er aftan við verbúðirnar á Granda. Er þar um að ræða átta byggingar; iðnaðarhúsnæði frá á 9. og 10. áratug síðustu aldar. Í staðinn átti að reisa tveggja til fimm hæða byggingar fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi sem mest væri skrifstofuhúsnæði. Fiskislóð 16-32 er í eigu Línbergs ehf., sem aftur er í eigu Landbergs ehf., félags hjónanna Hjörleifs Þór Jakobssonar og Hjördísar Ásberg. „Breytingartillagan nær einnig til verbúða á Grandagarði 39-93 sem eru friðaðar byggingar í eigu Faxaflóahafna. Lagt er til að opna á aðgengi frá Grandagarði með því að fjarlægja eina verbúð og að heimild verði gefin til að opna verbúðir á norðurhlið til þess að skapa betri tengingu til lóða Línbergs frá Grandagarði,“ segir í umsögn skipulagsfulltrúa.ASK arkitektarÞá kemur fram að húsnæðið sem ætlunin var að rífa sé 5.744 fermetra og að flatarmál nýrra bygginga yrði allt að 38.841 fermetri ofanjarðar auk 6.516 fermetra í bílastæðahúsi. „Markmið deiliskipulagsbreytingarinnar er að koma til móts við aukna eftirspurn eftir húsnæði til ýmissa nota á svæðinu ásamt því að skapa opin svæði fyrir viðburði, en ferðamennska og menningarstarfsemi auk hafnsækinnar starfsemi hefur aukist á hafnarsvæðum sambærilegra borga,“ segir í umsögninni. Fram kemur að Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn geri ekki athugasemdir við að opnað verði á tengingu frá Grandagarði í gegnum eina verbúð, ef steypt þak verbúðarinnar fái að halda sér og að breytingarnar verði afturkræfar. „Bæði Minjastofnun og Borgarsögusafn gera hins vegar athugasemd við opnun verbúðanna baka til.“ Þá rekur skipulagsfulltrúi að núgildandi deiliskipulag Vesturhafnar hafi að markmiði að sameina margar deiliskipulagsáætlanir í eina, ásamt því að vera áfram hafnarsvæði og svæði fyrir hafnsækna starfsemi. „Ekki voru neinar nýjar byggingarheimildir skilgreindar á umræddum lóðum við vinnslu deiliskipulagsins. Mikill þrýstingur er þó á breytingar á deiliskipulagið frá ýmsum áttum.“ Umferðarmál setja áformunum á Línbergsreitnum miklar skorður. „Nýting lóða bara á reit Línbergs mun klára þann kvóta umferðarsköpunar sem eftir er án þess að til komi veruleg umferðarvandamál,“ vitnar skipulagsfulltrúi til umsagnar samgöngustjóra borgarinnar. Fyrirspurnir vegna sömu lóða verið afgreiddar með þeirri umsögn skipulagsfulltrúa að ekki sé hægt að taka afstöðu til einnar lóðar eða brot af svæði án þess að skoða alla Vesturhöfnina heildstætt.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Stjórnsýsla Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira