Erfitt fyrir brotaþola að leita til lögreglu og ákæruvalds Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 13:02 Kolbrún segir fá mál rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Vísir/Baldur Aðeins lítill hluti brota sem eiga sér stað með stafrænu kynferðisofbeldi rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir þolendur veigra sér við að leita til lögreglu svo myndefnið fái ekki frekari dreifingu og skoðun. Bæta þurfi lögin.Á málþingi sem haldið var um starfrænt kynferðisofbeldi kom fram að lagaumhverfið hér á landi nái ekki nægilega vel utan um brot af þessu tagi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi, sagði í erindi sínu ákall innan úr kerfinu að bæta verkferla og endurskoða lögin. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðasaksóknari tekur undir þessi orð og segir aðeins lítinn hluta rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölgun brota. Málin séu af allskyns toga, frá myndbirtingum yfir í ofbeldishótanir. „Svo höfum við líka séð að alvarlegri brot, þar sem að sakborningur nýtir sér það að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til þess að fá fram til dæmis kynmök. Við erum með tvo dóma í Hæstarétti annars vegar þar sem var sakfellt fyrir tilraun til nauðgunar og hins vegar þar sem var sakfellt fyrir nauðgun. Þar sem meðal annars þetta var notað, hótað var að birta svona myndefni ef að brotaþoli hefði ekki einhverskonar kynmök við geranda,“ segir hún.Brotunum fer fjölgandi Kolbrún segir vandann stærri en tölurnar sem lögreglan og ákæruvald hafi í höndunum um brotin. Það geri sér heldur ekki allir grein fyrir að myndbirtingar sem þessar séu refsiverðar. „Ég held líka að þetta séu mál sem eru kannski erfið fyrir brotaþola að leita með til lögreglu og ákæruvalds. Þetta er viðkvæmt. Það þýðir þá væntanlega það að ef að myndirnar eru til að það eru þá fleiri sem þurfa að skoða þær. Bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi og jafnvel dómstólar ef málið fer þangað,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji að þurfi að endurskoða lögin svarar hún játandi. „Það er mín skoðun að það sé ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í kynferðisafbrotakaflann sem tekur á svona dreifingu,“ segir hún. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir „Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Aðeins lítill hluti brota sem eiga sér stað með stafrænu kynferðisofbeldi rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir þolendur veigra sér við að leita til lögreglu svo myndefnið fái ekki frekari dreifingu og skoðun. Bæta þurfi lögin.Á málþingi sem haldið var um starfrænt kynferðisofbeldi kom fram að lagaumhverfið hér á landi nái ekki nægilega vel utan um brot af þessu tagi. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og doktorsnemi, sagði í erindi sínu ákall innan úr kerfinu að bæta verkferla og endurskoða lögin. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðasaksóknari tekur undir þessi orð og segir aðeins lítinn hluta rata inn á borð lögreglu og ákæruvalds þrátt fyrir fjölgun brota. Málin séu af allskyns toga, frá myndbirtingum yfir í ofbeldishótanir. „Svo höfum við líka séð að alvarlegri brot, þar sem að sakborningur nýtir sér það að hafa undir höndum kynferðislegt myndefni til þess að fá fram til dæmis kynmök. Við erum með tvo dóma í Hæstarétti annars vegar þar sem var sakfellt fyrir tilraun til nauðgunar og hins vegar þar sem var sakfellt fyrir nauðgun. Þar sem meðal annars þetta var notað, hótað var að birta svona myndefni ef að brotaþoli hefði ekki einhverskonar kynmök við geranda,“ segir hún.Brotunum fer fjölgandi Kolbrún segir vandann stærri en tölurnar sem lögreglan og ákæruvald hafi í höndunum um brotin. Það geri sér heldur ekki allir grein fyrir að myndbirtingar sem þessar séu refsiverðar. „Ég held líka að þetta séu mál sem eru kannski erfið fyrir brotaþola að leita með til lögreglu og ákæruvalds. Þetta er viðkvæmt. Það þýðir þá væntanlega það að ef að myndirnar eru til að það eru þá fleiri sem þurfa að skoða þær. Bæði hjá lögreglu og ákæruvaldi og jafnvel dómstólar ef málið fer þangað,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji að þurfi að endurskoða lögin svarar hún játandi. „Það er mín skoðun að það sé ástæða til þess að setja sérstakt ákvæði í kynferðisafbrotakaflann sem tekur á svona dreifingu,“ segir hún.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir „Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
„Brotaþolar í svona málum eru líka fullorðið fólk“ Ísland er ekki samanburðarhæft þegar kemur að löggjöf og vernd gegn starfrænu kynferðisofbeldi segir lögfræðingur og doktorsnemi. Rannsókn hennar sýnir að ákall sé innan úr kerfinu að taka málaflokkinn föstum tökum, bæta verkferla og endurskoða meðal annars ákvæði hegningarlaga um friðhelgi einkalífsins. 18. febrúar 2019 20:00