Tilkynntu um nýtt skattþrep fyrir lágtekjufólk Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 19. febrúar 2019 17:16 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti um nýtt skattþrep sem á að lækka skattbyrði lágtekjufólks. Vísir/Egill Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti í dag um nýtt neðsta skattþrep. Þetta nýja skattþrep á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Til að fjármagna þessar aðgerðir hyggst ríkisstjórnin fórna samsköttun í kerfinu. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Þetta lægsta skattþrep er upp í tekjur 325 þúsund krónur. Fram kom í máli Bjarna að þessi breyting ætti eftir að auka ráðstöfunartekjur þess sem er með 325 þúsund krónur í mánaðarlaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Bjarni tilkynnti um þessar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum á sérstökum blaðamannafundi í fjármála - og efnahagsráðuneytinu í dag en kynningu hans má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.Dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar hafa á tiltekna hópa samkvæmt útreikningum stjórnvalda.Ráðherra tók dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á barnafólk, til dæmis einstætt foreldri með tvö börn þar sem annað barnið er yngra en sjö ára. Inn í dæmið koma einnig breytingar á barnabótakerfinu. Sé foreldrið með 300 þúsund krónur á mánuði hækka barnabætur um 114.400 krónur á þessu ári. Skattar lækka um 81.100 krónur og nema áhrifin alls því 195.500 krónum. Fyrir foreldra í sambúð sem eiga tvö börn, og annað yngra en sjö ára, með samanlagðar mánaðartekjur upp á eina milljón króna þýða breytingarnar áhrif um alls 269.100 krónur. Þar nemur hækkun barnabóta 106.900 krónum og lækkun skatta 162.200 krónum. Í dag áttu fjármálaráðherra, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra fund með fulltrúum vinnumarkaðarins þar sem þessar breytingar voru ræddar. Forystumenn stéttarfélaganna VR, Eflingar, VLFA og VLFG lýstu að loknum fundi yfir reiði og vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar. Samtök atvinnulífsins telja aftur á móti að tillögur stjórnvalda séu raunsæjar og ábyrgar.Klippa: Endurskoðun skattkerfis - BlaðamannafundurFréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tilkynnti í dag um nýtt neðsta skattþrep. Þetta nýja skattþrep á að lækka skattbyrði lágtekjufólks um rúm tvö prósentustig. Til að fjármagna þessar aðgerðir hyggst ríkisstjórnin fórna samsköttun í kerfinu. Hið nýja skattþrep er 32,94 prósent eða fjórum prósentustigum lægra en lægra þrepið í tveggja þrepa skattkerfi. Þetta lægsta skattþrep er upp í tekjur 325 þúsund krónur. Fram kom í máli Bjarna að þessi breyting ætti eftir að auka ráðstöfunartekjur þess sem er með 325 þúsund krónur í mánaðarlaun um rúmar 80 þúsund krónur á ári. Bjarni tilkynnti um þessar fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum á sérstökum blaðamannafundi í fjármála - og efnahagsráðuneytinu í dag en kynningu hans má sjá í spilaranum hér neðar í fréttinni.Dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar hafa á tiltekna hópa samkvæmt útreikningum stjórnvalda.Ráðherra tók dæmi um það hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á barnafólk, til dæmis einstætt foreldri með tvö börn þar sem annað barnið er yngra en sjö ára. Inn í dæmið koma einnig breytingar á barnabótakerfinu. Sé foreldrið með 300 þúsund krónur á mánuði hækka barnabætur um 114.400 krónur á þessu ári. Skattar lækka um 81.100 krónur og nema áhrifin alls því 195.500 krónum. Fyrir foreldra í sambúð sem eiga tvö börn, og annað yngra en sjö ára, með samanlagðar mánaðartekjur upp á eina milljón króna þýða breytingarnar áhrif um alls 269.100 krónur. Þar nemur hækkun barnabóta 106.900 krónum og lækkun skatta 162.200 krónum. Í dag áttu fjármálaráðherra, forsætisráðherra og félagsmálaráðherra fund með fulltrúum vinnumarkaðarins þar sem þessar breytingar voru ræddar. Forystumenn stéttarfélaganna VR, Eflingar, VLFA og VLFG lýstu að loknum fundi yfir reiði og vonbrigðum með tillögur ríkisstjórnarinnar. Samtök atvinnulífsins telja aftur á móti að tillögur stjórnvalda séu raunsæjar og ábyrgar.Klippa: Endurskoðun skattkerfis - BlaðamannafundurFréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Skattar og tollar Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira