Handbolti

ÍR sló út ríkjandi bikarmeistara og er komið í Höllina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Björgvin og félagar eru komnir í undanúrslitin.
Björgvin og félagar eru komnir í undanúrslitin. vísir/ernir
ÍR er komið í undanúrslit Coca-Cola bikars karla eftir að hafa lagt ríkjandi bikarmeistara ÍBV í Eyjum í kvöld, 33-31. ÍR lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik.

ÍR var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum. Eyjamenn áttu engin svör við sóknarleik ÍR-inga og markvarslan hjá heimamönnum var engin en gestirnir leiddu með átta mörkum í hálfleik, 19-11.

Hægt og rólega í síðari hálfleik byrjuðu heimamenn að minnka muninn. Þeir voru sex mörkum undir er stundarfjórðungur var eftir af leiknum og náðu svo að jafna metin í 29-29 er sex mínútur voru eftir.

Á lokakaflanum voru það svo gestirnir í ÍR sem voru sterkari og unnu að lokum tveggja marka sigur, 33-31.

Það eru því Valur og ÍR sem eru komin í undanúrslitin en í kvöld ræðst hvaða tvö önnur lið fylgja þeim í Höllina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×