Handbolti

Þórey skaut Stjörnunni í undanúrslit eftir framlengdan spennutrylli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var hetjan í kvöld.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir var hetjan í kvöld. vísir/bára
Stjarnan varð í kvöld annað liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslit Coca-Cola bikars kvenna eftir að hafa unnið Hauka með minnsta mun, 23-22.

Afar mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Haukarnir náðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu í hálfeik 11-9.

Þær náðu mest fjögurra marka forystu í síðari hálfleik en gestirnir voru aldrei langt undan. Ekkert mark var skorað síðustu þrjár mínúturnar og lokatölur 19-19. Því þurfti að framlengja.

Í fyrri hálfleik framlengarinnar skoruðu bæði lið tvö mörk og staðan var því áfram jöfn, 21-21, eftir fyrri hálfleikinn en sigurmark leiksins skoraði Þórey Anna Ásgeirsdóttir úr vítakasti er tæp mínúta var eftir.

Þórey Anna var einmitt markahæst hjá Stjörnunni ásamt Stefaníu Theodórsdóttur en þær skoruðu báðar sjö mörk. Maria Pereira gerði sex mörk fyrir Hauka.

Stjarnan er því komið í undanúrslitin ásamt Fram en það ræðst síðar í vikunni hvaða tvö síðustu lið muni taka þátt í úrslitahelginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×