Innlent

Fjöldi stúta undir stýri í nótt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Lögreglumenn í umferðinni höfðu í nógu að snúast í nótt.
Lögreglumenn í umferðinni höfðu í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm
Lögreglan stöðvaði níu ökumenn í gærkvöldi og í nótt grunaða um akstur undir áhrifum. Í einu tilvikinu neitaði ökumaður að stöðva för sína þrátt fyrir lögreglan væri á eftir honum með ljós og hljóðmerki. 

Þegar bíllinn nam loks staðar tók maðurinn á það ráð að reyna að hlaupa á brott en lögreglumenn hlupu hann uppi. Hann reyndist undir áhrifum auk þess sem hann var réttindalaus og fékk hann að gista fangageymslu í nótt.

Auk hinna drukknu ökumanna hafði lögreglan hendur í hári þjófs. Hann er sagður hafa stolið farsíma í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn er að sama skapi sagður hafa verið í svo annarlegu ástandi að það eina í stöðunni hafi verið að láta hann sofa úr sér í fangaklefa í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×