„Kærastan fór að gráta og bróðir minn öskraði og æpti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 12:30 Nikola Jokic. Getty/Justin Tafoya NBA tilkynnti í gær hvaða fjórtán leikmenn bætast við byrjunarliðsmennina tíu í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fer fram í Charlotte seinna í þessum mánuði. Nikola Jokic er einn af fjórum nýliðum í Stjörnuleiknum í ár en miðherji Denver Nuggets hefur verið frábær á þessu tímabili. Hinir nýliðarnir eru Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers, Nikola Vucevic hjá Orlando Magic og Khris Middleton hjá Milwaukee Bucks. Það munaði mjög litlu að Luka Doncic yrði kosinn inn í byrjunarliðið en þjálfararnir, sem kusu varamennina, völdu hann ekki. Rudy Gobert hjá Utah Jazz var líka nálægt byrjunarliðinu en fékk ekki náð fyrir augum þjálfaranna. Rudy Gobert hefði fengið eina milljón í bónusgreiðslu, 120 milljónir, hefði hann verið valinn og þetta skipti hann því miklu máli peningalega.Making his FIRST #NBAAllStar appearance... Nikola Jokic of the @nuggets!#MileHighBasketball#NikolaJokicpic.twitter.com/a34tx7yK01 — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) February 1, 2019„Kærastan fór á gráta og bróðir minn öskraði og æpti,“ sagði Nikola Jokic um ástandið heima hjá honum þegar hann fékk fréttirnar um að hann fengi að spila í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Nikola Jokic á þetta svo sannarlega skilið en hann er með 20,1 stig, 10,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í deildini í vetur auk þess að hitta úr 51 prósent skota sinna utan af velli og 85 prósent vítanna. Hann er að hækka sig bæði í stigum og stoðsendingum frá því í fyrra þegar hann var með 18,5 stig og 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Denver Nuggets liðið er líka með annan besta árangurinn í Vesturdeildinni sem er mikil bæting frá því í fyrra þegar liðið endaði í 9. sæti og missti af úrslitakeppninni.The Western Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@aldridge_12@AntDavis23 Nikola Jokic@Dame_Lillard@KlayThompson@KarlTowns@russwest44#NBAAllStarpic.twitter.com/BHu2JnxiHg — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Vesturdeildinni eru: Russell Westbrook (áttunda skiptið), Klay Thompson (fimmta), Damian Lillard (fjórða), Anthony Davis (sjötta), LaMarcus Aldridge (sjöunda), Karl-Anthony Towns (annað skipti) og Nikola Jokic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: LeBron James, Kevin Durant, Stephen Curry, James Harden og Paul George.The Eastern Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@RealDealBeal23@blakegriffin23@Klow7@Khris22m@VicOladipo@BenSimmons25@NikolaVucevic#NBAAllStarpic.twitter.com/LfwuSBvA1P — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Austurdeildinni eru: Bradley Beal (annað skiptið), Victor Oladipo (annað), Kyle Lowry (fimmta), Blake Griffin (sjötta), Ben Simmons (nýliði), Khris Middleton (nýliði) og Nikola Vucevic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: Giannis Antetokounmpo, Joel Embiid, Kemba Walker, Kyrie Irving og Kawhi Leonard. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði og munu kjósa í lið sem síðan mætast í Stjörnuleiknum. Kosning þeirra fer að þessu sinni fram í beinni sjónvarpsútsendingu en hún var í felum í fyrra. NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira
NBA tilkynnti í gær hvaða fjórtán leikmenn bætast við byrjunarliðsmennina tíu í Stjörnuleik NBA-deildarinnar sem fer fram í Charlotte seinna í þessum mánuði. Nikola Jokic er einn af fjórum nýliðum í Stjörnuleiknum í ár en miðherji Denver Nuggets hefur verið frábær á þessu tímabili. Hinir nýliðarnir eru Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers, Nikola Vucevic hjá Orlando Magic og Khris Middleton hjá Milwaukee Bucks. Það munaði mjög litlu að Luka Doncic yrði kosinn inn í byrjunarliðið en þjálfararnir, sem kusu varamennina, völdu hann ekki. Rudy Gobert hjá Utah Jazz var líka nálægt byrjunarliðinu en fékk ekki náð fyrir augum þjálfaranna. Rudy Gobert hefði fengið eina milljón í bónusgreiðslu, 120 milljónir, hefði hann verið valinn og þetta skipti hann því miklu máli peningalega.Making his FIRST #NBAAllStar appearance... Nikola Jokic of the @nuggets!#MileHighBasketball#NikolaJokicpic.twitter.com/a34tx7yK01 — 2019 NBA All-Star (@NBAAllStar) February 1, 2019„Kærastan fór á gráta og bróðir minn öskraði og æpti,“ sagði Nikola Jokic um ástandið heima hjá honum þegar hann fékk fréttirnar um að hann fengi að spila í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Nikola Jokic á þetta svo sannarlega skilið en hann er með 20,1 stig, 10,4 fráköst og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í deildini í vetur auk þess að hitta úr 51 prósent skota sinna utan af velli og 85 prósent vítanna. Hann er að hækka sig bæði í stigum og stoðsendingum frá því í fyrra þegar hann var með 18,5 stig og 6,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Denver Nuggets liðið er líka með annan besta árangurinn í Vesturdeildinni sem er mikil bæting frá því í fyrra þegar liðið endaði í 9. sæti og missti af úrslitakeppninni.The Western Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@aldridge_12@AntDavis23 Nikola Jokic@Dame_Lillard@KlayThompson@KarlTowns@russwest44#NBAAllStarpic.twitter.com/BHu2JnxiHg — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Vesturdeildinni eru: Russell Westbrook (áttunda skiptið), Klay Thompson (fimmta), Damian Lillard (fjórða), Anthony Davis (sjötta), LaMarcus Aldridge (sjöunda), Karl-Anthony Towns (annað skipti) og Nikola Jokic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: LeBron James, Kevin Durant, Stephen Curry, James Harden og Paul George.The Eastern Conference @NBAAllStar Reserve Pool!@RealDealBeal23@blakegriffin23@Klow7@Khris22m@VicOladipo@BenSimmons25@NikolaVucevic#NBAAllStarpic.twitter.com/LfwuSBvA1P — NBA (@NBA) February 1, 2019Varamennirnir sjö úr Austurdeildinni eru: Bradley Beal (annað skiptið), Victor Oladipo (annað), Kyle Lowry (fimmta), Blake Griffin (sjötta), Ben Simmons (nýliði), Khris Middleton (nýliði) og Nikola Vucevic (nýliði). Byrjunarliðsmennirnir eru: Giannis Antetokounmpo, Joel Embiid, Kemba Walker, Kyrie Irving og Kawhi Leonard. LeBron James og Giannis Antetokounmpo fengu flest atkvæði og munu kjósa í lið sem síðan mætast í Stjörnuleiknum. Kosning þeirra fer að þessu sinni fram í beinni sjónvarpsútsendingu en hún var í felum í fyrra.
NBA Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Sjá meira