Formaður KKÍ: Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2019 11:01 Hannes og Kristófer á góðri stundu. vísir/vilhelm Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. „Ingi, taktu Kristó út af og settu hann í apabúrið,“ segist Kristófer hafa heyrt úr stúkunni í Síkinu í gær. „Stólarnir voru snöggir að bregðast við í málinu í gær með sinni yfirlýsingu og líta þetta alvarlegum augum rétt eins og við hjá KKÍ,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við fordæmum alla svona hegðun. Það er ótrúlegt að svona skuli gerast árið 2019. Ég varð svekktur og sjokkeraður að sjá þetta í gærkvöldi. Fyrir mér er þetta ofbeldi og við fordæmum allt ofbeldi.“ Formaðurinn segir það hafa verið sér vonbrigði að sjá að enn væri til fólk sem hagaði sér svona í dag. „Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta og vita að einhver einstaklingur geti látið svona út úr sér.“aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur! — Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019 Hannes hefur verið í sambandi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar Tindastóls og hrósar þeim fyrir sín viðbrögð. „Þeir ætla sér að finna þennan einstakling og vilja ræða við hann. Svo verður unnið út frá því. Ég hvet viðkomandi einstakling til þess að hafa samband við formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Það er það besta sem hann getur gert. Við búum á Íslandi og hann mun finnast. Ég vona innilega að hann sjái eftir þessu,“ segir Hannes og bætir við. „Ég veit að formaður Tindastóls bað Kristófer afsökunar eftir leikinn er hann komst að þessu. Hann náði því áður en Kristófer fór úr húsi. Hann bað KR líka afsökunar fyrir hönd síns félags.“ Eins og fram kom á Vísi í morgun þá var enginn skortur af fólki úr hreyfingunni sem fordæmdi þessa hegðun. Leikmenn, fyrrum þjálfarar og leikmenn sem og stuðningsmenn Tindastóls létu í sér heyra. „Ef eitthvað er jákvætt í þessu máli þá eru það viðbrögðin sem maður sá strax í gærkvöldi. Hvað fólk almennt var hneykslað að það væri verið að segja þetta árið 2019. Það stóðu allir bak við Kristófer. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Formaður KKÍ, Hannes S. Jónsson, fordæmir hegðun áhorfandans á Sauðárkróki í gær sem var með kynþáttaníð í garð KR-ingsins Kristófer Acox. „Ingi, taktu Kristó út af og settu hann í apabúrið,“ segist Kristófer hafa heyrt úr stúkunni í Síkinu í gær. „Stólarnir voru snöggir að bregðast við í málinu í gær með sinni yfirlýsingu og líta þetta alvarlegum augum rétt eins og við hjá KKÍ,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við fordæmum alla svona hegðun. Það er ótrúlegt að svona skuli gerast árið 2019. Ég varð svekktur og sjokkeraður að sjá þetta í gærkvöldi. Fyrir mér er þetta ofbeldi og við fordæmum allt ofbeldi.“ Formaðurinn segir það hafa verið sér vonbrigði að sjá að enn væri til fólk sem hagaði sér svona í dag. „Mér varð illt í hjartanu að lesa þetta og vita að einhver einstaklingur geti látið svona út úr sér.“aldrei upplifað rasisma allan minn feril, þannig kom mér verulega á óvart þegar ég heyrði “Ingi, taktu Kristó útaf og settu hann í apabúrið” frá stuðningsmönnum UMFT í kvöld. leyfi þessu hinsvegar ekki að eyðileggja frábæran sigur, en svona á ekki heima í íþróttum - gerum betur! — Kristófer Acox (@krisacox) January 31, 2019 Hannes hefur verið í sambandi við forráðamenn körfuknattleiksdeildar Tindastóls og hrósar þeim fyrir sín viðbrögð. „Þeir ætla sér að finna þennan einstakling og vilja ræða við hann. Svo verður unnið út frá því. Ég hvet viðkomandi einstakling til þess að hafa samband við formann körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Það er það besta sem hann getur gert. Við búum á Íslandi og hann mun finnast. Ég vona innilega að hann sjái eftir þessu,“ segir Hannes og bætir við. „Ég veit að formaður Tindastóls bað Kristófer afsökunar eftir leikinn er hann komst að þessu. Hann náði því áður en Kristófer fór úr húsi. Hann bað KR líka afsökunar fyrir hönd síns félags.“ Eins og fram kom á Vísi í morgun þá var enginn skortur af fólki úr hreyfingunni sem fordæmdi þessa hegðun. Leikmenn, fyrrum þjálfarar og leikmenn sem og stuðningsmenn Tindastóls létu í sér heyra. „Ef eitthvað er jákvætt í þessu máli þá eru það viðbrögðin sem maður sá strax í gærkvöldi. Hvað fólk almennt var hneykslað að það væri verið að segja þetta árið 2019. Það stóðu allir bak við Kristófer.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55 Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30 Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Kristófer segist hafa upplifað rasisma í fyrsta sinn í Síkinu Kristófer Acox segist hafa orðið fyrir rasmisma er KR mætti TIndastól í Dominos-deild karla í kvöld. 31. janúar 2019 22:55
Körfuboltahreyfingin stendur með Kristófer | Tindastóll biðst afsökunar Landsliðsmaðurinn Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttahatri á Sauðárkróki í gær er hann var að spila þar með KR gegn Tindastóli. 1. febrúar 2019 08:30
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 88-91 | Rosaleg endurkoma KR Tindastóll leiddi mest með 21 stigi en KR nagaði það til baka og vann í framlengingu. 31. janúar 2019 22:00
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum