Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2019 12:15 Frá Vesturlandsvegi um Kjalarnes. Vísir/Arnar Halldórsson Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eftir tvö banaslys í fyrra á veginum um Kjalarnes blossuðu upp umræður um öryggi vegfarenda. Vegamálastjóri sagði þjóðveginn hættulegan og brýnt væri að skilja að akstursstefnur. Bæjarstjórn Akraness krafðist þess að samgönguyfirvöld brygðust tafarlaust við hættulegu ástandi vegarins og stóð fyrir íbúafundi um málið. Í samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust var gert ráð fyrir að samtals einum milljarði króna yrði varið til endurbóta á veginum á þessu og næsta ári. Þessi fjárhæð hefur nú verið lækkuð um 600 milljónir króna, samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í gær, en þar er gert ráð fyrir 200 milljónum í veginn um Kjalarnes í ár og öðrum 200 milljónum á næsta ári. Í greinargerð er gefin sú skýring að verkhönnun og samningum við landeigendur vegna þess verkefnis sé ólokið og því ljóst að ekki verði hægt að fara í það fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2019.Frá Grindavíkurvegi.Mynd/Otti SigmarssonFjárveitingin er að hluta flutt yfir í Grindavíkurveg en þar stendur til að skilja akstursstefnur á þessu ári. Þingnefndin segir að kostnaðaráætlun vegna þess verkefnis hafi hækkað og til að unnt sé að tryggja að framkvæmdir geti hafist þurfi að hækka fjárveitingu til Grindavíkurvegar úr 500 milljónum króna í 700 milljónir. Þeir fjármunir séu fluttir af fjárveitingu Kjalarness. Nefndin tekur þó fram að lækkun fjárveitingar um 200 milljónir króna til Kjalarness ætti ekki að hafa áhrif á framvindu verksins eða seinka því enda sé gert ráð fyrir gjaldtöku á þeirri leið, og er vísað til yfirlits um hvaða vegaframkvæmdir verði fjármagnaðar með vegtollum. Núna er gert ráð fyrir að fyrsta stóra fjárveiting samgönguáætlunar til Kjalarness, 1.640 milljónir króna, verði árið 2021. Borgarstjórn Grindavík Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Banaslys á Kjalarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. 3. janúar 2018 14:13 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eftir tvö banaslys í fyrra á veginum um Kjalarnes blossuðu upp umræður um öryggi vegfarenda. Vegamálastjóri sagði þjóðveginn hættulegan og brýnt væri að skilja að akstursstefnur. Bæjarstjórn Akraness krafðist þess að samgönguyfirvöld brygðust tafarlaust við hættulegu ástandi vegarins og stóð fyrir íbúafundi um málið. Í samgönguáætlun sem lögð var fyrir Alþingi í haust var gert ráð fyrir að samtals einum milljarði króna yrði varið til endurbóta á veginum á þessu og næsta ári. Þessi fjárhæð hefur nú verið lækkuð um 600 milljónir króna, samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í gær, en þar er gert ráð fyrir 200 milljónum í veginn um Kjalarnes í ár og öðrum 200 milljónum á næsta ári. Í greinargerð er gefin sú skýring að verkhönnun og samningum við landeigendur vegna þess verkefnis sé ólokið og því ljóst að ekki verði hægt að fara í það fyrr en í fyrsta lagi seint á árinu 2019.Frá Grindavíkurvegi.Mynd/Otti SigmarssonFjárveitingin er að hluta flutt yfir í Grindavíkurveg en þar stendur til að skilja akstursstefnur á þessu ári. Þingnefndin segir að kostnaðaráætlun vegna þess verkefnis hafi hækkað og til að unnt sé að tryggja að framkvæmdir geti hafist þurfi að hækka fjárveitingu til Grindavíkurvegar úr 500 milljónum króna í 700 milljónir. Þeir fjármunir séu fluttir af fjárveitingu Kjalarness. Nefndin tekur þó fram að lækkun fjárveitingar um 200 milljónir króna til Kjalarness ætti ekki að hafa áhrif á framvindu verksins eða seinka því enda sé gert ráð fyrir gjaldtöku á þeirri leið, og er vísað til yfirlits um hvaða vegaframkvæmdir verði fjármagnaðar með vegtollum. Núna er gert ráð fyrir að fyrsta stóra fjárveiting samgönguáætlunar til Kjalarness, 1.640 milljónir króna, verði árið 2021.
Borgarstjórn Grindavík Mosfellsbær Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00 Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30 Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30 Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30 Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34 Banaslys á Kjalarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. 3. janúar 2018 14:13 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Segir brýnt að bæta veginn um Kjalarnes Vegamálastjóri segir þjóðveginn um Kjalarnes hættulegan og brýnt sé að skilja að akstursstefnur. Úrbætur á veginum eru meðal þeirra sem lenda í niðurskurði samgönguáætlunar. 4. janúar 2018 20:00
Þolinmæði íbúa vegna Vesturlandsvegar á þrotum Íbúar á Vesturlandi kröfðust úrbóta á Vesturlandsvegi um Kjarlarnes á íbúafundi um samgöngumál á Akranesi í kvöld. Ráðherra segist hafa skilning á kröfum íbúanna. 24. janúar 2018 22:30
Annað banaslysið á svipuðum stað á fimm mánuðum Átta látnir í umferðarslysum það sem af er ári 5. júní 2018 18:30
Öryggi Vesturlandsvegar um Kjalarnes ekki gott Viðmið um dýpt hjólfara voru hækkuð úr 35mm í 50mm í kjölfar efnahagshrunsins 2009, svo ekki þyrfti að fara í viðhaldsframkvæmdir. Þess viðmið hafa ekki verið lækkuð aftur. 6. júní 2018 18:30
Banaslys á Kjalarnesi Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri tveggja bíla á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, skammt frá Enni, á áttunda tímanum í kvöld. 4. júní 2018 22:34
Banaslys á Kjalarnesi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka tildrög slyssins. 3. janúar 2018 14:13