Eigendur Toyota á Íslandi kaupa þrotabú Bílanausts Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 1. febrúar 2019 15:13 Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, á helmingshlut í Motormax ásamt eiginkonu sinni. Fréttablaðið/GVA Eigendur Toyota á Íslandi hafa í gegnum fyrirtækið Motormax fest kaup á þrotabúi Bílanausts ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Toyota en þar segir að Motormax muni fljótlega hefja rekstur Bílanausts á ný eftir að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins séð lokið og gengið hefur verið frá ráðningu starfsfólks. Nýir eigendur vilji tryggja að Bílanaust geti áfram boðið breitt úrval af varahlutum og rekstrarvörum fyrir bíla og veitt viðskiptavinum góða þjónustu. Motormax er að fullu í eigu UK fjárfestinga ehf, móðurfélags Toyota á Íslandi. UK fjárfestingar ehf er í eigu fjögurra aðila sem hvert um sig á 25 prósenta hlut. Úlfar Steindórsson og Jóna Ósk Pétursdóttir, í gegnum hlutafélagið JÚ ehf, og Þórunn Sigurðardóttir og Kristján Þorbergsson í gegnum ÞK fjárfestingar ehf. Úlfar er forstjóri Toyota á Íslandi en þeir Kristján keyptu meirihluta í bílafyrirtækinu árið 2011.Ein af verslunum Bílanaust. Vísir/VilhelmÁformað er að reka verslanir Bílanausts í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Selfossi áfram og stefnt er að opnun verslananna á Akureyri og Egilsstöðum síðar.Á heimasíðu Motormax segir að fyrirtækið sé innflutnings- og söluaðili fyrir kerrur, dráttarbeisli og varahluti. Það bjóði upp á breitt úrval varahluta í flesta bíla, sem og aukahluti s.s. húdd- og gluggavindhlífar. Auk þess sé fyrirtækið innflutnings- og söluaðili fyrir Westfalia dráttarbeisli og Brenderup kerrur. Bílanaust var stofnað árið 1962. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og nam uppsafnað tap áranna 2012 til 2017 300 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Fór svo að starfsmönnum var tilkynnt um yfirvofandi lokun og gjaldþrot Bílanausts þann 9. janúar. Félagið Efstastund hélt utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Eigendur Toyota á Íslandi hafa í gegnum fyrirtækið Motormax fest kaup á þrotabúi Bílanausts ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Toyota en þar segir að Motormax muni fljótlega hefja rekstur Bílanausts á ný eftir að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins séð lokið og gengið hefur verið frá ráðningu starfsfólks. Nýir eigendur vilji tryggja að Bílanaust geti áfram boðið breitt úrval af varahlutum og rekstrarvörum fyrir bíla og veitt viðskiptavinum góða þjónustu. Motormax er að fullu í eigu UK fjárfestinga ehf, móðurfélags Toyota á Íslandi. UK fjárfestingar ehf er í eigu fjögurra aðila sem hvert um sig á 25 prósenta hlut. Úlfar Steindórsson og Jóna Ósk Pétursdóttir, í gegnum hlutafélagið JÚ ehf, og Þórunn Sigurðardóttir og Kristján Þorbergsson í gegnum ÞK fjárfestingar ehf. Úlfar er forstjóri Toyota á Íslandi en þeir Kristján keyptu meirihluta í bílafyrirtækinu árið 2011.Ein af verslunum Bílanaust. Vísir/VilhelmÁformað er að reka verslanir Bílanausts í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Selfossi áfram og stefnt er að opnun verslananna á Akureyri og Egilsstöðum síðar.Á heimasíðu Motormax segir að fyrirtækið sé innflutnings- og söluaðili fyrir kerrur, dráttarbeisli og varahluti. Það bjóði upp á breitt úrval varahluta í flesta bíla, sem og aukahluti s.s. húdd- og gluggavindhlífar. Auk þess sé fyrirtækið innflutnings- og söluaðili fyrir Westfalia dráttarbeisli og Brenderup kerrur. Bílanaust var stofnað árið 1962. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og nam uppsafnað tap áranna 2012 til 2017 300 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Fór svo að starfsmönnum var tilkynnt um yfirvofandi lokun og gjaldþrot Bílanausts þann 9. janúar. Félagið Efstastund hélt utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013.
Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00
Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06