Eigendur Toyota á Íslandi kaupa þrotabú Bílanausts Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 1. febrúar 2019 15:13 Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, á helmingshlut í Motormax ásamt eiginkonu sinni. Fréttablaðið/GVA Eigendur Toyota á Íslandi hafa í gegnum fyrirtækið Motormax fest kaup á þrotabúi Bílanausts ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Toyota en þar segir að Motormax muni fljótlega hefja rekstur Bílanausts á ný eftir að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins séð lokið og gengið hefur verið frá ráðningu starfsfólks. Nýir eigendur vilji tryggja að Bílanaust geti áfram boðið breitt úrval af varahlutum og rekstrarvörum fyrir bíla og veitt viðskiptavinum góða þjónustu. Motormax er að fullu í eigu UK fjárfestinga ehf, móðurfélags Toyota á Íslandi. UK fjárfestingar ehf er í eigu fjögurra aðila sem hvert um sig á 25 prósenta hlut. Úlfar Steindórsson og Jóna Ósk Pétursdóttir, í gegnum hlutafélagið JÚ ehf, og Þórunn Sigurðardóttir og Kristján Þorbergsson í gegnum ÞK fjárfestingar ehf. Úlfar er forstjóri Toyota á Íslandi en þeir Kristján keyptu meirihluta í bílafyrirtækinu árið 2011.Ein af verslunum Bílanaust. Vísir/VilhelmÁformað er að reka verslanir Bílanausts í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Selfossi áfram og stefnt er að opnun verslananna á Akureyri og Egilsstöðum síðar.Á heimasíðu Motormax segir að fyrirtækið sé innflutnings- og söluaðili fyrir kerrur, dráttarbeisli og varahluti. Það bjóði upp á breitt úrval varahluta í flesta bíla, sem og aukahluti s.s. húdd- og gluggavindhlífar. Auk þess sé fyrirtækið innflutnings- og söluaðili fyrir Westfalia dráttarbeisli og Brenderup kerrur. Bílanaust var stofnað árið 1962. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og nam uppsafnað tap áranna 2012 til 2017 300 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Fór svo að starfsmönnum var tilkynnt um yfirvofandi lokun og gjaldþrot Bílanausts þann 9. janúar. Félagið Efstastund hélt utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Eigendur Toyota á Íslandi hafa í gegnum fyrirtækið Motormax fest kaup á þrotabúi Bílanausts ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Toyota en þar segir að Motormax muni fljótlega hefja rekstur Bílanausts á ný eftir að endurskipulagningu rekstrar fyrirtækisins séð lokið og gengið hefur verið frá ráðningu starfsfólks. Nýir eigendur vilji tryggja að Bílanaust geti áfram boðið breitt úrval af varahlutum og rekstrarvörum fyrir bíla og veitt viðskiptavinum góða þjónustu. Motormax er að fullu í eigu UK fjárfestinga ehf, móðurfélags Toyota á Íslandi. UK fjárfestingar ehf er í eigu fjögurra aðila sem hvert um sig á 25 prósenta hlut. Úlfar Steindórsson og Jóna Ósk Pétursdóttir, í gegnum hlutafélagið JÚ ehf, og Þórunn Sigurðardóttir og Kristján Þorbergsson í gegnum ÞK fjárfestingar ehf. Úlfar er forstjóri Toyota á Íslandi en þeir Kristján keyptu meirihluta í bílafyrirtækinu árið 2011.Ein af verslunum Bílanaust. Vísir/VilhelmÁformað er að reka verslanir Bílanausts í Reykjavík, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og á Selfossi áfram og stefnt er að opnun verslananna á Akureyri og Egilsstöðum síðar.Á heimasíðu Motormax segir að fyrirtækið sé innflutnings- og söluaðili fyrir kerrur, dráttarbeisli og varahluti. Það bjóði upp á breitt úrval varahluta í flesta bíla, sem og aukahluti s.s. húdd- og gluggavindhlífar. Auk þess sé fyrirtækið innflutnings- og söluaðili fyrir Westfalia dráttarbeisli og Brenderup kerrur. Bílanaust var stofnað árið 1962. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið erfiðlega undanfarin ár og nam uppsafnað tap áranna 2012 til 2017 300 milljónum króna. Fréttablaðið greindi frá því í haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Fór svo að starfsmönnum var tilkynnt um yfirvofandi lokun og gjaldþrot Bílanausts þann 9. janúar. Félagið Efstastund hélt utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013.
Bílar Neytendur Tengdar fréttir Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00 Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06 Mest lesið Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Uppselt á stórtónleika Bubba – aukatónleikar fara í sölu á morgun Samstarf Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Fleiri fréttir Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Sjá meira
Lokað en ekki vegna breytinga Óvissa er um framtíð Bílanausts og stefnir félagið að óbreyttu í gjaldþrot. Rekstur félagsins, sem á sér rúmlega hálfrar aldar sögu, hefur gengið illa um nokkurt skeið. Viðskiptabanki Bílanausts ákvað í gær að ganga að veðum sínum í félaginu fremur en að samþykkja tillögu núverandi hluthafa Bílanausts um skuldauppgjör. 9. janúar 2019 18:00
Öll nótt úti fyrir Bílanaust Stjórnarformaður Bílanausts segir að það sé fullt djúpt í árinni tekið að tala um gjaldþrot fyrirtækisins. 9. janúar 2019 12:06