Landeigendur undrast að rekja megi seinkun á breikkun Vesturlandsvegar til þeirra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. febrúar 2019 19:45 Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi. Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í vikunni. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi er undrandi yfir að samningviðræður við eigendur á svæðinu séu nefndar sem ástæður frestunar. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. „Ég held að það hafi bara allir sem ég þekki til verið óskaplega spenntir og hamingjusamir með framkvæmdina. Árið 2017 fórum ég og eiginmaður minn á fund Jónasar Snæbjörnssonar Vegamálastjóra sem kynnti okkur aðgerðirnar og við biðum bara mjög spennt. Svo fórum við á opinn fund í Fólvangi og mér heyrðist íbúar fagna framkvæmdunum. Við eigum þó nokkuð land hér á Kjalarnesinu og við sitjum þá undir þessu en það er ekki satt, við viljum endilega fá veginn og Sundabrautina sem allra fyrst,“ segir Hjördís. Hjördís segir mikilvægt að fá meiri upplýsingar í málinu. „Ef það eru einhverjir landeigendur hér sem stöðva þessar framkvæmdir tel ég mikilvægt að fá upplýsingar um hverjir það eru því þessar framkvæmdir eru lífsnauðsynlegar fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ég hélt þeir hefði ekki rétt á að stoppa svona,“ segir hún. Hjördís hefur búið á Kjalarnesi í 50 ár og segir umferðina hafa margfaldast á síðustu árum. „Hann er mjög hættulegur enda hafa verið mörg og dapurleg slys á veginum,“ segir Hjördís að lokum. Á síðasta ári urðu tvö banaslys á veginum um Kjalarnes og í morgun fagnaði Sigríður Thorlacius söngkona því á Bylgjunni að hafa komist lífs af úr alvarlegu bílsslysi á veginum fyrir þremur árum. Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15 Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Það kemur flatt uppá landeiganda á Kjalarnesi að viðræður við landeigendur séu nefndar sem ástæður fyrir því að fresta eigi breikkun Vesturlandsvegar. Einkennilegt sé að slíkt þjóðþrifamál sé stöðvað vegna þess. Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og verður eins milljarðs króna fjárveiting sem ætluð var til verksins næstu tvö ár skorin niður í 400 milljónir króna samkvæmt breytingartillögu, sem umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram í vikunni. Ástæðan er sögð tafir við verkhönnun og að samningar hafi ekki náðst við landeigendur. Hjördís Gissurardóttir landeigandi á Kjalarnesi er undrandi yfir að samningviðræður við eigendur á svæðinu séu nefndar sem ástæður frestunar. Þeir hafi þvert á móti lýst yfir ánægju með áformin. „Ég held að það hafi bara allir sem ég þekki til verið óskaplega spenntir og hamingjusamir með framkvæmdina. Árið 2017 fórum ég og eiginmaður minn á fund Jónasar Snæbjörnssonar Vegamálastjóra sem kynnti okkur aðgerðirnar og við biðum bara mjög spennt. Svo fórum við á opinn fund í Fólvangi og mér heyrðist íbúar fagna framkvæmdunum. Við eigum þó nokkuð land hér á Kjalarnesinu og við sitjum þá undir þessu en það er ekki satt, við viljum endilega fá veginn og Sundabrautina sem allra fyrst,“ segir Hjördís. Hjördís segir mikilvægt að fá meiri upplýsingar í málinu. „Ef það eru einhverjir landeigendur hér sem stöðva þessar framkvæmdir tel ég mikilvægt að fá upplýsingar um hverjir það eru því þessar framkvæmdir eru lífsnauðsynlegar fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Ég hélt þeir hefði ekki rétt á að stoppa svona,“ segir hún. Hjördís hefur búið á Kjalarnesi í 50 ár og segir umferðina hafa margfaldast á síðustu árum. „Hann er mjög hættulegur enda hafa verið mörg og dapurleg slys á veginum,“ segir Hjördís að lokum. Á síðasta ári urðu tvö banaslys á veginum um Kjalarnes og í morgun fagnaði Sigríður Thorlacius söngkona því á Bylgjunni að hafa komist lífs af úr alvarlegu bílsslysi á veginum fyrir þremur árum.
Borgarstjórn Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15 Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00 Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Breikkun þjóðvegarins um Kjalarnes frestast Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað og fjárveiting flutt til Grindavíkurvegar. Ástæðan er sögð sú að verkhönnun og samningum við landeigendur sé ólokið. 1. febrúar 2019 12:15
Vegagerðin ekki tilbúin að hefja breikkun á Kjalarnesi Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes hefur verið frestað þar sem Vegagerðin telur sig þurfa lengri tíma til hönnunar og viðræðna við landeigendur. 1. febrúar 2019 20:00
Grafalvarlegt að fresta breikkun Vesturlandsvegar Bæjarráð Akraness lýsir yfir miklum vonbrigðum með að breikkun Vesturlandsvegar hafi verið frestað og hefur leitað eftir frekari skýringum frá umhverfis-og samgöngunefnd Alþingis. Formaður ráðsins segir brýnt að fara í framkvæmdir á veginum sem fyrst, hann sé hættulegur vegfarendum. 2. febrúar 2019 13:46
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent