Trump sóttist eftir háu láni frá Deutsche Bank í miðri kosningabaráttu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2019 21:00 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Getty/Jeff J. Mitchell Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. Lánið var á vegum Trump Organization og var ætlað til þess að greiða fyrir endurbætur á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi sem Trump keypti árið 2014.Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times þar sem segir að falast hafi verið eftir láninu á sama tíma og Trump eyddi háum fjárhæðum af eigin fjármunum í kosningabaráttuna í forkosningum Repúblikana, á sama tíma og Trump Organization, eins konar móðurfélag fjárfestinga á vegum Trump, hafði fjárfest í dýrum eignum víða um heim.Í umfjöllun Times segir að lánsumsóknin sýni fram á að Trump hafi virkur í því að stýra viðskiptum Trump Organization á sama tíma og hann var í kosningabaráttunni, sem sé líklegt til þess að vekja athygli Demókrata í fulltrúadeildinni sem hafa þegar sagst vilja rannsaka tengsl Trump og Deutsche Bank.Í fréttinni segir að til þess að viðhalda vexti félagsins var leitað til Deutsche Bank en bankinn var einn af fáum stórum bönkum heimsins sem enn var reiðubúinn til þess að lána Trump fé eftir fjögur stór gjaldþrot spilavítis- og hótelveldis Trump snemma á tíunda áratug síðustu aldar.Trump á Turnberry-vellinum.Getty/Jeff J. MitchellÁkvörðun tekin á æðstu stöðum Upphæð upphæð lánsins er sögð hafa verið hærri en tíu milljónir dollara en talskona Trump Organization segir frétt Times vera ranga. Deutsche Bank vildi ekki tjá sig. Segir í fréttinni að lánsumsóknin hafi valdið nokkrum titringi á meðal stjórnenda Deutsche Bank og meðal þess sem rætt hafi verið á milli þeirra var hvort fýsilegt væri að, ef ske kynni að Trump yrði forseti og gjaldfella þyrfti lánið, að velja á milli þess að innheimta lánið eða frysta eignir forseta Bandaríkjanna. Sótt var um lánið í útibúi Deutsche Bank í New York og vildu starfsmenn þar veita lánið. Æðstu stjórnendur í New York voru þó mjög efins enda töldu þeir lánveitinguna fela í sér mikla orðsporsáhættu fyrir bankann, ekki síst í ljósi umdeildra yfirlýsinga Trump í kosningabaráttunni. Ákvörðun var að lokum tekin í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt þar sem nefnd á vegum innri endurskoðunar bankans tók málið fyrir. Nefndin kannar sérstaklega viðskipti sem geta skaðað orðspor bankans og var svar hennar neikvætt. Var því ákveðið að hafna lánsumsókninni. Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sóttist eftir háu láni frá þýska bankanum Deutsche Bank snemma árs 2016, er hann tók þátt í forkosningum Repúblikana fyrir forsetakosningarnar sama ár. Lánið var á vegum Trump Organization og var ætlað til þess að greiða fyrir endurbætur á Turnberry-golfvellinum í Skotlandi sem Trump keypti árið 2014.Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times þar sem segir að falast hafi verið eftir láninu á sama tíma og Trump eyddi háum fjárhæðum af eigin fjármunum í kosningabaráttuna í forkosningum Repúblikana, á sama tíma og Trump Organization, eins konar móðurfélag fjárfestinga á vegum Trump, hafði fjárfest í dýrum eignum víða um heim.Í umfjöllun Times segir að lánsumsóknin sýni fram á að Trump hafi virkur í því að stýra viðskiptum Trump Organization á sama tíma og hann var í kosningabaráttunni, sem sé líklegt til þess að vekja athygli Demókrata í fulltrúadeildinni sem hafa þegar sagst vilja rannsaka tengsl Trump og Deutsche Bank.Í fréttinni segir að til þess að viðhalda vexti félagsins var leitað til Deutsche Bank en bankinn var einn af fáum stórum bönkum heimsins sem enn var reiðubúinn til þess að lána Trump fé eftir fjögur stór gjaldþrot spilavítis- og hótelveldis Trump snemma á tíunda áratug síðustu aldar.Trump á Turnberry-vellinum.Getty/Jeff J. MitchellÁkvörðun tekin á æðstu stöðum Upphæð upphæð lánsins er sögð hafa verið hærri en tíu milljónir dollara en talskona Trump Organization segir frétt Times vera ranga. Deutsche Bank vildi ekki tjá sig. Segir í fréttinni að lánsumsóknin hafi valdið nokkrum titringi á meðal stjórnenda Deutsche Bank og meðal þess sem rætt hafi verið á milli þeirra var hvort fýsilegt væri að, ef ske kynni að Trump yrði forseti og gjaldfella þyrfti lánið, að velja á milli þess að innheimta lánið eða frysta eignir forseta Bandaríkjanna. Sótt var um lánið í útibúi Deutsche Bank í New York og vildu starfsmenn þar veita lánið. Æðstu stjórnendur í New York voru þó mjög efins enda töldu þeir lánveitinguna fela í sér mikla orðsporsáhættu fyrir bankann, ekki síst í ljósi umdeildra yfirlýsinga Trump í kosningabaráttunni. Ákvörðun var að lokum tekin í höfuðstöðvum bankans í Frankfurt þar sem nefnd á vegum innri endurskoðunar bankans tók málið fyrir. Nefndin kannar sérstaklega viðskipti sem geta skaðað orðspor bankans og var svar hennar neikvætt. Var því ákveðið að hafna lánsumsókninni.
Bandaríkin Donald Trump Þýskaland Tengdar fréttir Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent