Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. febrúar 2019 20:00 Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs greindi frá því í gær að öll miðlæg stjórnsýsla hjá borginni verði endurskoðuð sem feli í sér að farið verði yfir alla ferla og innkaupamál hjá borginni. Þetta komi í kjölfar skýrslu innri endurskoðunnar um braggamálið og sé gert til að slíkt mál endurtaki sig ekki. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins vill frekari rannsókn í málinu. „Meirihlutinn í borginni skýlir sér bak við það að skýrsla Innri endurskoðunnar sé fullkomin. Við erum ekki sammála því og ætlum að halda þessu braggamáli til streitu,“ segir Vigdís. „Við teljum tvö stór mál órannsökuð annars vegar reikningarnir og hins vegar að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni því það hefur komið fram að skjalavörslumál vöru í klessu,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að bannið gildi þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Þá gerir Eyþór athugasemd við að tölvupóstum starfsmanna í braggamálinu hafi verið eytt en komið hafi í ljós að afriti hafi líka verið eytt þrátt fyrir að borgin sé með afritunarþjónustu. Vigdís segir mikilvægt að reikningar verði útskýrðir nánar. „Ég hef lagt áherslur á að fjármálastjóri borgarinnar útskýri greiðslu á 73 milljón króna reikning án útskýringa. Það er lögbrot á sveitarstjórnarlögum,“ segir Vigdís. Þessi ósk hafi ekki verið virt þó hún hafi komið fram í tvígang. Hún er ánægð með hvaða áhrif braggamálið hefur á meirihlutann í borginni. „Þetta tefur fyrir meirihlutanum og hans pólitísku innistæðu sem aðili eins og ég fagna,“ segir Vigdís. Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir formaður borgarráðs greindi frá því í gær að öll miðlæg stjórnsýsla hjá borginni verði endurskoðuð sem feli í sér að farið verði yfir alla ferla og innkaupamál hjá borginni. Þetta komi í kjölfar skýrslu innri endurskoðunnar um braggamálið og sé gert til að slíkt mál endurtaki sig ekki. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins vill frekari rannsókn í málinu. „Meirihlutinn í borginni skýlir sér bak við það að skýrsla Innri endurskoðunnar sé fullkomin. Við erum ekki sammála því og ætlum að halda þessu braggamáli til streitu,“ segir Vigdís. „Við teljum tvö stór mál órannsökuð annars vegar reikningarnir og hins vegar að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni því það hefur komið fram að skjalavörslumál vöru í klessu,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að bannið gildi þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Þá gerir Eyþór athugasemd við að tölvupóstum starfsmanna í braggamálinu hafi verið eytt en komið hafi í ljós að afriti hafi líka verið eytt þrátt fyrir að borgin sé með afritunarþjónustu. Vigdís segir mikilvægt að reikningar verði útskýrðir nánar. „Ég hef lagt áherslur á að fjármálastjóri borgarinnar útskýri greiðslu á 73 milljón króna reikning án útskýringa. Það er lögbrot á sveitarstjórnarlögum,“ segir Vigdís. Þessi ósk hafi ekki verið virt þó hún hafi komið fram í tvígang. Hún er ánægð með hvaða áhrif braggamálið hefur á meirihlutann í borginni. „Þetta tefur fyrir meirihlutanum og hans pólitísku innistæðu sem aðili eins og ég fagna,“ segir Vigdís.
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira