Boston stoppaði sigurgöngu Oklahoma Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:30 Kyrie Irving í leiknum í nótt vísir/getty Kyrie Irving fór fyrir liði Boston Celtics sem marði sigur á Oklahoma City Thunder í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Irving skoraði 30 stig og bætti 11 stoðsendingum við í 134-129 sigri Celtics sem lauk þar með sjö leikja sigurgöngu Thunder. Boston er í staðinn komið á smá sigurgöngu, þetta var fjórði sigurinn í röð og sá níundi í síðustu tíu leikjum. Eina tapið kom gegn meisturunum í Golden State. Paul George setti 37 stig fyrir Oklahoma er gestirnir reyndu hvað þeir gátu eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Russell Westbrook minnkaði muninn niður í tvö stig af vítalínunni þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum en nær komust gestirnir ekki. Celtics situr nú í þriðja sæti austurdeildarinnar með 34 sigra, fjórum sigrum á eftir Milwaukee Bucks og Toronto Raptors.@KyrieIrving scores 30 PTS (14-19 FGM) and drops 11 dimes, lifting the @celtics over OKC for their 4th straight win! #CUsRisepic.twitter.com/6rnB4JXcSW — NBA (@NBA) February 3, 2019 Toronto tók á móti LA Clippers og vann nokkuð þægilegan sigur. Fyrir leikinn kvartaði þjálfari Clippers Doc Rivers yfir því hvað hans lið fékk lítinn hvíldartíma inn á milli leikja, en þeir spiluðu í Detroit aðeins sólarhring áður. Toronto leiddi með yfir tíu stigum allan seinni hálfleikinn svo Rivers henti handklæðinu inn snemma og fór að hvíla menn. „Ég hélt þetta gæti orðið seinni hálfleiks leikur fyrir okkur, ef við næðum að halda í við þá og mögulega stela leiknum í seinni hálfleik, en við áttum bara enga orku eftir. Þess vegna fór ég að hvíla menn,“ sagði Rivers. Kawhi Leonard skoraði 18 stig og Serge Ibaka 16 í 121-103 sigrinum sem var 10 sigurinn í síðustu 11 heimaleikjum Toronto.@kawhileonard (18 PTS), @sergeibaka (16 PTS, 12 REB), & @pskills43 (15 PTS) guide the @Raptors to victory at home! #WeTheNorthpic.twitter.com/05VvhmHJU7 — NBA (@NBA) February 3, 2019 Í New York töpuðu heimamenn í Knicks fyrir Memphis Grizzlies 84-96. Mike Conley setti 25 stig fyrir Grizzlies og Gasol 24 í fyrsta útisigri Grizzlies eftir níu töp í röð að heiman. Vörn Grizzlies spilaði virkilega vel og hélt New York í 22 stigum eða minna í hverjum leikhluta sem skilaði þeim sigrinum..@mconley11 (25 PTS, 8 REB, 7 AST) and @MarcGasol (24 PTS, 9 REB, 5 AST) combine for 49 points in the @memgrizz road win! #GrindCitypic.twitter.com/LGC8kHYN7b — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Memphis Grizzlies 84-96 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 134-129 Toronto Raptors - LA Clippers 121-103 NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira
Kyrie Irving fór fyrir liði Boston Celtics sem marði sigur á Oklahoma City Thunder í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt. Irving skoraði 30 stig og bætti 11 stoðsendingum við í 134-129 sigri Celtics sem lauk þar með sjö leikja sigurgöngu Thunder. Boston er í staðinn komið á smá sigurgöngu, þetta var fjórði sigurinn í röð og sá níundi í síðustu tíu leikjum. Eina tapið kom gegn meisturunum í Golden State. Paul George setti 37 stig fyrir Oklahoma er gestirnir reyndu hvað þeir gátu eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Russell Westbrook minnkaði muninn niður í tvö stig af vítalínunni þegar 45 sekúndur voru eftir af leiknum en nær komust gestirnir ekki. Celtics situr nú í þriðja sæti austurdeildarinnar með 34 sigra, fjórum sigrum á eftir Milwaukee Bucks og Toronto Raptors.@KyrieIrving scores 30 PTS (14-19 FGM) and drops 11 dimes, lifting the @celtics over OKC for their 4th straight win! #CUsRisepic.twitter.com/6rnB4JXcSW — NBA (@NBA) February 3, 2019 Toronto tók á móti LA Clippers og vann nokkuð þægilegan sigur. Fyrir leikinn kvartaði þjálfari Clippers Doc Rivers yfir því hvað hans lið fékk lítinn hvíldartíma inn á milli leikja, en þeir spiluðu í Detroit aðeins sólarhring áður. Toronto leiddi með yfir tíu stigum allan seinni hálfleikinn svo Rivers henti handklæðinu inn snemma og fór að hvíla menn. „Ég hélt þetta gæti orðið seinni hálfleiks leikur fyrir okkur, ef við næðum að halda í við þá og mögulega stela leiknum í seinni hálfleik, en við áttum bara enga orku eftir. Þess vegna fór ég að hvíla menn,“ sagði Rivers. Kawhi Leonard skoraði 18 stig og Serge Ibaka 16 í 121-103 sigrinum sem var 10 sigurinn í síðustu 11 heimaleikjum Toronto.@kawhileonard (18 PTS), @sergeibaka (16 PTS, 12 REB), & @pskills43 (15 PTS) guide the @Raptors to victory at home! #WeTheNorthpic.twitter.com/05VvhmHJU7 — NBA (@NBA) February 3, 2019 Í New York töpuðu heimamenn í Knicks fyrir Memphis Grizzlies 84-96. Mike Conley setti 25 stig fyrir Grizzlies og Gasol 24 í fyrsta útisigri Grizzlies eftir níu töp í röð að heiman. Vörn Grizzlies spilaði virkilega vel og hélt New York í 22 stigum eða minna í hverjum leikhluta sem skilaði þeim sigrinum..@mconley11 (25 PTS, 8 REB, 7 AST) and @MarcGasol (24 PTS, 9 REB, 5 AST) combine for 49 points in the @memgrizz road win! #GrindCitypic.twitter.com/LGC8kHYN7b — NBA (@NBA) February 3, 2019Úrslit næturinnar: New York Knicks - Memphis Grizzlies 84-96 Boston Celtics - Oklahoma City Thunder 134-129 Toronto Raptors - LA Clippers 121-103
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Sjá meira