Spyr sá sem ekki veit Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 4. febrúar 2019 15:49 Lög kveða á um að í landinu skuli starfa svonefnd dómstólasýsla. Þetta er samkvæmt lögum sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem sagt er að skuli annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Ráðherra skipar fimm menn í stjórn þessarar stofnunar. Þar á meðal er formaðurinn sem kosinn er af dómurum Hæstaréttar úr þeirra röðum. Eitt helsta verkefni þessarar stjórnar er að gera tillögur um fjárveitingar til dómstóla. Meðal þeirra er Landsréttur sem hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2018. Gert er ráð fyrir að tillaga um fjárveitingu til þessa dómstóls sé aðgreind frá öðrum tillögum sýslunnar. Að auki hefur þessi stjórnsýslustofnun margvísleg áhrif á almenna starfsemi dómstólanna, þ.m.t. Landsréttar. Afstaða hennar til slíkra málefna snertir beint starfshagsmuni þeirra sem þar starfa. Núverandi formaður dómstólasýslunnar heitir Benedikt Bogason og er hann hæstaréttardómari. Hann stendur persónulega í málaskaki fyrir dómstólum. Á síðasta ári áfrýjaði hann til Landsréttar dómi héraðsdóms Reykjaness í máli sem hann hafði höfðað gegn mér til ómerkingar á notkun minni á orðinu „dómsmorð“ um hæstaréttardóm sem hann hafði átt þátt í að kveða upp. Ég hafði með dóminum verið sýknaður af kröfu hans. Málið bíður nú málflutnings í Landsrétti. Mér er spurn. Hvernig ætlar Landsréttur að tryggja mér hlutlausa málsmeðferð í máli sem þessi valdamikli stjórnsýsluhafi í málefnum dómstólsins hefur höfðað gegn mér? Getur dómstóllinn tryggt mér slíka meðferð, þó að í hlut eigi valdsmaður sem getur haft afgerandi áhrif á fjárveitingar ríkisins til starfsemi dómstólsins? Spyr sá sem ekki veit.Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Lög kveða á um að í landinu skuli starfa svonefnd dómstólasýsla. Þetta er samkvæmt lögum sjálfstæð stjórnsýslustofnun sem sagt er að skuli annast sameiginlega stjórnsýslu dómstólanna. Ráðherra skipar fimm menn í stjórn þessarar stofnunar. Þar á meðal er formaðurinn sem kosinn er af dómurum Hæstaréttar úr þeirra röðum. Eitt helsta verkefni þessarar stjórnar er að gera tillögur um fjárveitingar til dómstóla. Meðal þeirra er Landsréttur sem hóf starfsemi sína í ársbyrjun 2018. Gert er ráð fyrir að tillaga um fjárveitingu til þessa dómstóls sé aðgreind frá öðrum tillögum sýslunnar. Að auki hefur þessi stjórnsýslustofnun margvísleg áhrif á almenna starfsemi dómstólanna, þ.m.t. Landsréttar. Afstaða hennar til slíkra málefna snertir beint starfshagsmuni þeirra sem þar starfa. Núverandi formaður dómstólasýslunnar heitir Benedikt Bogason og er hann hæstaréttardómari. Hann stendur persónulega í málaskaki fyrir dómstólum. Á síðasta ári áfrýjaði hann til Landsréttar dómi héraðsdóms Reykjaness í máli sem hann hafði höfðað gegn mér til ómerkingar á notkun minni á orðinu „dómsmorð“ um hæstaréttardóm sem hann hafði átt þátt í að kveða upp. Ég hafði með dóminum verið sýknaður af kröfu hans. Málið bíður nú málflutnings í Landsrétti. Mér er spurn. Hvernig ætlar Landsréttur að tryggja mér hlutlausa málsmeðferð í máli sem þessi valdamikli stjórnsýsluhafi í málefnum dómstólsins hefur höfðað gegn mér? Getur dómstóllinn tryggt mér slíka meðferð, þó að í hlut eigi valdsmaður sem getur haft afgerandi áhrif á fjárveitingar ríkisins til starfsemi dómstólsins? Spyr sá sem ekki veit.Höfundur er lögmaður
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar