Tvíþætt æfing Neyðarsamstarfs raforkukerfisins verður haldin 28. febrúar. Æfingin mun snúast um viðbrögð við eldgosi í Öræfajökli við lágmarksmönnun vegna farsóttar.
„Lögð áhersla á að sveitarfélög taki þátt að því leyti að kortleggja sína innviði og mögulegar aðgerðir,“ segir um æfinguna í fundargerð almannavarnanefndar Hornafjarðar.
