Auðvelt hjá Bucks í New York Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 5. febrúar 2019 07:30 Lífið er ljúft hjá Antetokounmpo og liðsfélögum hans vísir/getty Milwaukee Bucks er besta lið NBA deildarinnar í vetur þegar horft er í töfluna og Giannis Antetokounmpo og félagar áttu ekki í miklum vandræðum gegn Brooklyn Nets í nótt. Antetokounmpo far einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu með 30 stig, 15 fráköst og níu stoðsendingar í 113-94 sigri Milwaukee. Heimamenn í Nets gerðu gestunum ekki mjög erfitt fyrir, þeir hittu ekki úr 19 af fyrstu 20 þriggja stiga tilraunum og kláruðu leikinn með 5 þrista úr 42 tilraunum eða 11,9 prósenta skotnýtingu. Malcolm Brogdon bætti 16 stigum við fyrir Bucks og Eric Bledsoe 15 þegar þeir grænu enduðu níu leikja heimavallarsigurgöngu Brooklyn.#Giannis tallies 30 PTS, 15 REB and 9 AST and the @Bucks improve their league-best record to 39-13 on the season! #FearTheDeerpic.twitter.com/tKD6agioph — NBA (@NBA) February 5, 2019 Denver Nuggets missti Golden State Warriors upp fyrir sig á toppi vesturdeildarinnar með því að tapa fyrir Detroit Pistons í Detroit. Andre Drummond skoraði 14 stig í þriðja leikhluta þegar Denver byggði upp góða forystu sína og tryggði sér 129-103 sigur og endaði þar með sex leikja sigurgöngu Denver. Drummond setti 27 stig í heildina sem jafnar hans besta leik í vetur. Blake Griffin bætti 17 stigum við fyrir Detroit og Reggie Jackson 14. Um helgina missti Detroit niður 25 stiga forystu gegn Los Angeles Clippers en í nótt hleyptu þeir Denver aldrei í áhlaup og náðu að halda sigrinum.27 PTS (12/14 FG) and 12 REB for @AndreDrummond in the @DetroitPistons 129-103 home victory! #DetroitBasketballpic.twitter.com/R8pNHoMgDf — NBA (@NBA) February 5, 2019 James Harden skoraði yfir 40 stig í tuttugasta skipti í vetur þegar Houston Rockets sótti sigur til Phoenix. Harden skoraði 45 stig í leiknum sem Rockets vann 118-110 og nú hefur hann farið 27 leiki í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. „Ég held bara áfram. Það er ekkert sem getur hægt á mér eða stoppað mig,“ sagði Harden eftir leikinn. Houston var með forystuna allan leikinn, heimamenn náðu þó að hanga í þeim í fyrri hálfleik en þegar forskot Houston var orðið 20 stig í þriðja leikhluta var vonin orðin lítil.Point No. 43, 44 and 45 for The Beard. #Rockets WATCH on NBALP: https://t.co/M0EAJ7DX09pic.twitter.com/erTnVYxxD4 — NBA (@NBA) February 5, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Denver Nuggets 129-103 Washington Wizards - Atlanta Hawks 129-137 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-113 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 107-109 Phoenix Suns - Houston Rockets 110-118 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 127-112 NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Sjá meira
Milwaukee Bucks er besta lið NBA deildarinnar í vetur þegar horft er í töfluna og Giannis Antetokounmpo og félagar áttu ekki í miklum vandræðum gegn Brooklyn Nets í nótt. Antetokounmpo far einni stoðsendingu frá tvöfaldri þrennu með 30 stig, 15 fráköst og níu stoðsendingar í 113-94 sigri Milwaukee. Heimamenn í Nets gerðu gestunum ekki mjög erfitt fyrir, þeir hittu ekki úr 19 af fyrstu 20 þriggja stiga tilraunum og kláruðu leikinn með 5 þrista úr 42 tilraunum eða 11,9 prósenta skotnýtingu. Malcolm Brogdon bætti 16 stigum við fyrir Bucks og Eric Bledsoe 15 þegar þeir grænu enduðu níu leikja heimavallarsigurgöngu Brooklyn.#Giannis tallies 30 PTS, 15 REB and 9 AST and the @Bucks improve their league-best record to 39-13 on the season! #FearTheDeerpic.twitter.com/tKD6agioph — NBA (@NBA) February 5, 2019 Denver Nuggets missti Golden State Warriors upp fyrir sig á toppi vesturdeildarinnar með því að tapa fyrir Detroit Pistons í Detroit. Andre Drummond skoraði 14 stig í þriðja leikhluta þegar Denver byggði upp góða forystu sína og tryggði sér 129-103 sigur og endaði þar með sex leikja sigurgöngu Denver. Drummond setti 27 stig í heildina sem jafnar hans besta leik í vetur. Blake Griffin bætti 17 stigum við fyrir Detroit og Reggie Jackson 14. Um helgina missti Detroit niður 25 stiga forystu gegn Los Angeles Clippers en í nótt hleyptu þeir Denver aldrei í áhlaup og náðu að halda sigrinum.27 PTS (12/14 FG) and 12 REB for @AndreDrummond in the @DetroitPistons 129-103 home victory! #DetroitBasketballpic.twitter.com/R8pNHoMgDf — NBA (@NBA) February 5, 2019 James Harden skoraði yfir 40 stig í tuttugasta skipti í vetur þegar Houston Rockets sótti sigur til Phoenix. Harden skoraði 45 stig í leiknum sem Rockets vann 118-110 og nú hefur hann farið 27 leiki í röð þar sem hann skorar 30 stig eða meira. „Ég held bara áfram. Það er ekkert sem getur hægt á mér eða stoppað mig,“ sagði Harden eftir leikinn. Houston var með forystuna allan leikinn, heimamenn náðu þó að hanga í þeim í fyrri hálfleik en þegar forskot Houston var orðið 20 stig í þriðja leikhluta var vonin orðin lítil.Point No. 43, 44 and 45 for The Beard. #Rockets WATCH on NBALP: https://t.co/M0EAJ7DX09pic.twitter.com/erTnVYxxD4 — NBA (@NBA) February 5, 2019Úrslit næturinnar: Detroit Pistons - Denver Nuggets 129-103 Washington Wizards - Atlanta Hawks 129-137 Brooklyn Nets - Milwaukee Bucks 94-113 New Orleans Pelicans - Indiana Pacers 107-109 Phoenix Suns - Houston Rockets 110-118 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 127-112
NBA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Í beinni: Álftanes - Grindavík | Ná heimamenn fjórum í röð? Í beinni: Stjarnan - Höttur | Nær Stjarnan toppsætinu á ný? Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Sjá meira