Pólverjar frjósamari á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. febrúar 2019 21:45 Pólskar konur sem búsettar eru á Íslandi fæða nærri helmingi fleiri börn en þær sem búa í Póllandi. Nú fæðast um 500 pólsk börn hér árlega. Pólverjum á Íslandi fækkaði verulega í hruninu þegar margir snéu aftur til Póllands. Frá 2012 hefur þeim fjölgað gríðarlega á ný og hafa aldrei verið fleiri að sögn pólska sendiherrans á Íslandi sem er sálfræðingur að mennt og hefur að undanförnu unnið að því að greina hópinn. Tölfræðin sýni að Pólverjar hér séu um tuttugu þúsund. „En inni í þessum tölum er auðvitað ekki Pólverjar sem eru með íslenskt vegabréf. Svo eru líka margir Pólverjar sem koma hingað í aðeins nokkra mánuði að vinna,“ segir Gerard Pokrusznski, pólski sendiherrann á Íslandi en hann áætlar að Pólverjar hér séu á bilinu þrjátíu til fjörutíu þúsund. Hann segir þróunina jákvæða, sérstaklega fyrir minni samfélög en ólíkt öðrum innflytjendahópum setja Pólverjar að í öllum landshlutum. „Til dæmis í Bolungarvík voru í 1.bekk í skólanum í vetur fimm íslensk börn og níu pólsk,“ segir Gerard. Samkvæmt tölum sendiráðsins fæðast hér um fimm hundruð börn árlega. Pólskar konur á Íslandi fæða að meðaltali 2,62 börn en aðeins um 1,5 barn í Póllandi. Gerard segir að ástæðurnar séu menningar og fjárhagslegar en lang flestir Pólverjar sem setjast hér að koma frá íhaldssömum héröðum í Austur-Pólland. „Þau hafa mjög íhaldsamt viðhorf til fjölskyldunnar og kirkjunnar þar og svo búa Pólverjar við mjög góðan efnahag hér,“ segir Gerard. Hann segir að það setjist um þrjú hundruð Pólverjar að á Íslandi árlega og telur hann að þeim muni fjölga næstu ár. Börn og uppeldi Pólland Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Pólskar konur sem búsettar eru á Íslandi fæða nærri helmingi fleiri börn en þær sem búa í Póllandi. Nú fæðast um 500 pólsk börn hér árlega. Pólverjum á Íslandi fækkaði verulega í hruninu þegar margir snéu aftur til Póllands. Frá 2012 hefur þeim fjölgað gríðarlega á ný og hafa aldrei verið fleiri að sögn pólska sendiherrans á Íslandi sem er sálfræðingur að mennt og hefur að undanförnu unnið að því að greina hópinn. Tölfræðin sýni að Pólverjar hér séu um tuttugu þúsund. „En inni í þessum tölum er auðvitað ekki Pólverjar sem eru með íslenskt vegabréf. Svo eru líka margir Pólverjar sem koma hingað í aðeins nokkra mánuði að vinna,“ segir Gerard Pokrusznski, pólski sendiherrann á Íslandi en hann áætlar að Pólverjar hér séu á bilinu þrjátíu til fjörutíu þúsund. Hann segir þróunina jákvæða, sérstaklega fyrir minni samfélög en ólíkt öðrum innflytjendahópum setja Pólverjar að í öllum landshlutum. „Til dæmis í Bolungarvík voru í 1.bekk í skólanum í vetur fimm íslensk börn og níu pólsk,“ segir Gerard. Samkvæmt tölum sendiráðsins fæðast hér um fimm hundruð börn árlega. Pólskar konur á Íslandi fæða að meðaltali 2,62 börn en aðeins um 1,5 barn í Póllandi. Gerard segir að ástæðurnar séu menningar og fjárhagslegar en lang flestir Pólverjar sem setjast hér að koma frá íhaldssömum héröðum í Austur-Pólland. „Þau hafa mjög íhaldsamt viðhorf til fjölskyldunnar og kirkjunnar þar og svo búa Pólverjar við mjög góðan efnahag hér,“ segir Gerard. Hann segir að það setjist um þrjú hundruð Pólverjar að á Íslandi árlega og telur hann að þeim muni fjölga næstu ár.
Börn og uppeldi Pólland Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira