Skúli Gunnar kærir Svein Andra fyrir að kæra sig Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. febrúar 2019 06:00 Sveinn Andri Sveinsson. Vísir/Vilhelm Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir með því að hafa með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að Skúli og aðrir nafngreindir einstaklingar yrðu ranglega sakaðir um brot gegn almennum hegningarlögum,“ eins og segir í kærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í henni segir að Sveinn hafi lýst því ranglega í fimm kæruliðum í kæru til Sérstaks saksóknara síðastliðið haust að kærandi hefði meðal annars framið auðgunarbrot, skjalafals, rangfærslu sönnunargagna o.fl. Er í kærunni leitast við að gera grein fyrir og leiðrétta meintar rangfærslur í fyrrgreindri tilkynningu Sveins til Sérstaks saksóknara og tekið fram að Skúli eigi engan annan kost en að kæra Svein Andra fyrir rangar sakargiftir með alvarlegum hætti, enda hafi ásakanir hans jafnframt valdið honum (Skúla) álitshnekki og mikilli slæmri fjölmiðlaumfjöllun. „Vegna þessarar kæru Skúla þá er rétt að taka fram að ég lagði ekki fram kæru eins og hann vísar til heldur tilkynnti ég héraðssaksóknara grunsemdir mínar um hugsanlega refsiverða háttsemi," segir Sveinn Andri Sveinsson þegar viðbragða hans er leitað. Hann segir kæruna skjóta skökku við enda hafi lögmenn Skúla meðal annars byggt á því í kvörtunum til héraðsdóms að skiptastjóra beri skylda til að senda saksóknara slíkar tilkynningar telji hann tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi. Deilur þeirra Sveins Andra og Skúla eiga sér orðið langa sögu og varða heildsölufélag sem Skúli átti en var úrskurðað gjaldþrota og Sveinn Andri Sveinsson skipaður skiptastjóri fyrir. Kærur hafa gengið á víxl lengi og mörg dómsmál sprottið af skiptaferlinu sem ekki hafa öll verið til lykta leidd. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00 Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00 Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Skúli Gunnar Sigfússon hefur kært Svein Andra Sveinsson til héraðssaksóknara fyrir rangar sakargiftir með því að hafa með rangri kæru leitast við að koma því til leiðar að Skúli og aðrir nafngreindir einstaklingar yrðu ranglega sakaðir um brot gegn almennum hegningarlögum,“ eins og segir í kærunni sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Í henni segir að Sveinn hafi lýst því ranglega í fimm kæruliðum í kæru til Sérstaks saksóknara síðastliðið haust að kærandi hefði meðal annars framið auðgunarbrot, skjalafals, rangfærslu sönnunargagna o.fl. Er í kærunni leitast við að gera grein fyrir og leiðrétta meintar rangfærslur í fyrrgreindri tilkynningu Sveins til Sérstaks saksóknara og tekið fram að Skúli eigi engan annan kost en að kæra Svein Andra fyrir rangar sakargiftir með alvarlegum hætti, enda hafi ásakanir hans jafnframt valdið honum (Skúla) álitshnekki og mikilli slæmri fjölmiðlaumfjöllun. „Vegna þessarar kæru Skúla þá er rétt að taka fram að ég lagði ekki fram kæru eins og hann vísar til heldur tilkynnti ég héraðssaksóknara grunsemdir mínar um hugsanlega refsiverða háttsemi," segir Sveinn Andri Sveinsson þegar viðbragða hans er leitað. Hann segir kæruna skjóta skökku við enda hafi lögmenn Skúla meðal annars byggt á því í kvörtunum til héraðsdóms að skiptastjóra beri skylda til að senda saksóknara slíkar tilkynningar telji hann tilefni til rökstudds gruns um að þrotamaður eða aðrir kunni að hafa gerst sekir um refsiverða háttsemi. Deilur þeirra Sveins Andra og Skúla eiga sér orðið langa sögu og varða heildsölufélag sem Skúli átti en var úrskurðað gjaldþrota og Sveinn Andri Sveinsson skipaður skiptastjóri fyrir. Kærur hafa gengið á víxl lengi og mörg dómsmál sprottið af skiptaferlinu sem ekki hafa öll verið til lykta leidd.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00 Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00 Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00 Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45 Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Skúli í Subway til rannsóknar hjá saksóknara Viðskiptagjörningar Skúla Gunnars Sigfússonar, sem oft er kenndur við Subway, eru til rannsóknar hjá Héraðssaksóknara. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari en vill ekki segja til um hvert inntak rannsóknarinnar er eða hvar hún er á vegi stödd. 15. september 2017 06:00
Sveinn Andri kærður til héraðssaksóknara Skúli í Subway hefur kært Svein Andra Sveinsson hæstaréttarlögmann til héraðssaksóknara fyrir meintar ólögmætar þvinganir og rangar sakargiftir í starfi hans sem skiptastjóri félagsins EK1923. Háttsemi Sveins fer í bága við siðareglur lögmanna að mati úrskurðarnefndar Lögmannafélags Íslands. 16. nóvember 2017 06:00
Skiptastjóri hefur fengið 66,5 milljónir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður fékk að meðaltali fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra vegna starfa sinna fyrir þrotabú heildverslunar Eggerts Kristjánssonar. Hann segir að mikil vinna hafi farið í að rannsaka málið. 20. júní 2018 06:00
Tilkynnir Skúla aftur til saksóknara Skiptastjóri EK1923 ehf. telur að eigandi og fyrirsvarsmenn Sjöstjörnunnar ehf. hafi gerst brotlegir í störfum sínum fyrir félagið. Hann hefur sent tilkynningu til héraðssaksóknara um þann grun sinn. 11. september 2018 05:45