Trump sagði frá nýjum fundi með Kim í stefnuræðu sinni Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 6. febrúar 2019 07:37 Stefnuræða Trump var 82 mínútna löng. Mike Pence varaforseti og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, fylgdust grannt með. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í stefnuræðu sinni í nótt að hann muni á næstunni hitta Kim Jong-un á nýjan leik til að ræða kjarnorkumál. Fundurinn á að fara fram dagana 27. og 28. febrúar næstkomandi og fer hann fram í Víetnam. Fundur Trumps og Kim Jong-un verður í annað sinn sem þeir hittast og sagði forsetinn í 82 mínútna langri ræðu sinni í nótt það vera sitt álit að ef þeir hefðu ekki hist á sínum tíma, væru Bandaríkjamenn nú í allsherjarstríði við Norður Kóreu. Trump ítrekaði loforð sitt um að byggja múr á landamærunum að Mexíkó án þess þó að leggja fram afarkosti í þeim efnum. Hann hefur ítrekað hótað að lýsa yfir neyðarástandi til að fara fram hjá þinginu og tryggja fjármuni fyrir framkvæmdunum en lét það vera í stefnuræðunni. Lýsti hann stöðunni á landamærunum engu að síður sem „áríðandi þjóðarneyðarástandi“. Þá gagnrýndi forsetinn harðlega þær rannsóknir sem eru í gangi og beinast að forsetanum og starfsliði hans í stefnuræðunni. Trump kallaði rannsóknirnar fáránlegar og runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.Um leið biðlaði hann um pólitíska samstöðu í Bandaríkjunum og sagði að sundrung í landinu ógni hagsæld landsins. „Við verðum að hafna stjórnmálum hefndar, andstöðu og refsingar og að taka opnum örmum endalausum möguleikum samvinnu, málamiðlunar og almannaheilla,“ sagði forsetinn sem hefur klofið þjóð sína eins og fáir aðrir. Fyrr um daginn hafði hann kallað Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeild þingsins, „tíkarson“ og lýst Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sem „heimskum“ í hádegisverði með fréttaþulum. Ákvörðun Trump um að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og mögulega Afganistan hafa verið umdeildar. Í stefnuræðunni sinni endurtók Trump að hafi viljað hætta endalausum stríðum frá því í kosningabaráttunni. „Nú þegar við vinnum með bandamönnum okkar að því að eyða því sem eftir eimir af Ríki íslams er kominn tími til að við bjóðum hugrökku stríðsmennina okkar í Sýrlandi velkomna heim," sagði Trump. Þingmenn repúblikana veittu Trump standandi lófatök og mátti heyra hávær fagnaðaróp í þingsalnum.Þingkonur demókrata skáru sig sérstaklega úr í þingsalnum en þær mættu hvítklæddar til að heiðra súffragetturnar sem börðust fyrir kosningarétti kvenna. Aldrei hafa fleiri konuð setið á þingi en nú, langlflestar þeirra fyrir demókrata.Vísir/EPAVísun til árangurs kvenna eina sem sameinaði fylkingarnar Ræðan fór síður vel í demókrata í salnum með einni undantekningu. Þingmenn þeirra fögnuðu vel þegar Trump minntist á að aldrei hefðu fleiri konur átt sæti á Bandaríkjaþingi en nú. Konur í þingliði demókrata, sem sameinuðust um að mæta hvítkæddar á ræðuna til að heiðra súffragettur sem börðust fyrir kosningarétti kvenna, stóðu þá upp og klöppuðu fyrir sér og forsetanum. „Allir Bandaríkjamenn geta verið stoltir af því að við höfum fleiri konur á vinnumarkaðinum en nokkru sinni áður og einmitt einni öld eftir að þingið samþykktu stjórnarskrárviðauka um að gefa konum kosningarétt erum við einnig við fleiri konur á þingi en nokkru sinni áður,“ sagði Trump við dynjandi lófatak. Utan þess augnabliks er loftið í þingsalnum sagt hafa verið spennuþrungið. Þegar Trump sagði stöðu ríkisins sterka sátu hvítklæddar konur í liði demókrata fastar í sætum sínum á meðan þingmenn repúblikana, sem langflestir eru hvítir karlmenn í dökkum jakkafötum, stóðu upp og klöppuðu, að sögn Washington Post. Eftir að ræðu Trump var lokið sendu demókratar frá sér andsvar. Stacey Abrams, sem tapaði naumlega kosningum til ríkisstjóra í Georgíu, gagnrýndi forsetann harðlega fyrir að hafa valdið rúmlega mánaðarlangri lokun alríkisstofnana. „Lokunin var glæfrabragð sem forseti Bandaríkjanna hannaði og storkaði öllum meginreglum um sanngirni og varpaði ekki aðeins þjóð okkar, heldur gildum okkar, fyrir róða,“ sagði Abrams. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í stefnuræðu sinni í nótt að hann muni á næstunni hitta Kim Jong-un á nýjan leik til að ræða kjarnorkumál. Fundurinn á að fara fram dagana 27. og 28. febrúar næstkomandi og fer hann fram í Víetnam. Fundur Trumps og Kim Jong-un verður í annað sinn sem þeir hittast og sagði forsetinn í 82 mínútna langri ræðu sinni í nótt það vera sitt álit að ef þeir hefðu ekki hist á sínum tíma, væru Bandaríkjamenn nú í allsherjarstríði við Norður Kóreu. Trump ítrekaði loforð sitt um að byggja múr á landamærunum að Mexíkó án þess þó að leggja fram afarkosti í þeim efnum. Hann hefur ítrekað hótað að lýsa yfir neyðarástandi til að fara fram hjá þinginu og tryggja fjármuni fyrir framkvæmdunum en lét það vera í stefnuræðunni. Lýsti hann stöðunni á landamærunum engu að síður sem „áríðandi þjóðarneyðarástandi“. Þá gagnrýndi forsetinn harðlega þær rannsóknir sem eru í gangi og beinast að forsetanum og starfsliði hans í stefnuræðunni. Trump kallaði rannsóknirnar fáránlegar og runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna.Um leið biðlaði hann um pólitíska samstöðu í Bandaríkjunum og sagði að sundrung í landinu ógni hagsæld landsins. „Við verðum að hafna stjórnmálum hefndar, andstöðu og refsingar og að taka opnum örmum endalausum möguleikum samvinnu, málamiðlunar og almannaheilla,“ sagði forsetinn sem hefur klofið þjóð sína eins og fáir aðrir. Fyrr um daginn hafði hann kallað Chuck Schumer, leiðtoga demókrata í öldungadeild þingsins, „tíkarson“ og lýst Joe Biden, fyrrverandi varaforseta sem „heimskum“ í hádegisverði með fréttaþulum. Ákvörðun Trump um að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi og mögulega Afganistan hafa verið umdeildar. Í stefnuræðunni sinni endurtók Trump að hafi viljað hætta endalausum stríðum frá því í kosningabaráttunni. „Nú þegar við vinnum með bandamönnum okkar að því að eyða því sem eftir eimir af Ríki íslams er kominn tími til að við bjóðum hugrökku stríðsmennina okkar í Sýrlandi velkomna heim," sagði Trump. Þingmenn repúblikana veittu Trump standandi lófatök og mátti heyra hávær fagnaðaróp í þingsalnum.Þingkonur demókrata skáru sig sérstaklega úr í þingsalnum en þær mættu hvítklæddar til að heiðra súffragetturnar sem börðust fyrir kosningarétti kvenna. Aldrei hafa fleiri konuð setið á þingi en nú, langlflestar þeirra fyrir demókrata.Vísir/EPAVísun til árangurs kvenna eina sem sameinaði fylkingarnar Ræðan fór síður vel í demókrata í salnum með einni undantekningu. Þingmenn þeirra fögnuðu vel þegar Trump minntist á að aldrei hefðu fleiri konur átt sæti á Bandaríkjaþingi en nú. Konur í þingliði demókrata, sem sameinuðust um að mæta hvítkæddar á ræðuna til að heiðra súffragettur sem börðust fyrir kosningarétti kvenna, stóðu þá upp og klöppuðu fyrir sér og forsetanum. „Allir Bandaríkjamenn geta verið stoltir af því að við höfum fleiri konur á vinnumarkaðinum en nokkru sinni áður og einmitt einni öld eftir að þingið samþykktu stjórnarskrárviðauka um að gefa konum kosningarétt erum við einnig við fleiri konur á þingi en nokkru sinni áður,“ sagði Trump við dynjandi lófatak. Utan þess augnabliks er loftið í þingsalnum sagt hafa verið spennuþrungið. Þegar Trump sagði stöðu ríkisins sterka sátu hvítklæddar konur í liði demókrata fastar í sætum sínum á meðan þingmenn repúblikana, sem langflestir eru hvítir karlmenn í dökkum jakkafötum, stóðu upp og klöppuðu, að sögn Washington Post. Eftir að ræðu Trump var lokið sendu demókratar frá sér andsvar. Stacey Abrams, sem tapaði naumlega kosningum til ríkisstjóra í Georgíu, gagnrýndi forsetann harðlega fyrir að hafa valdið rúmlega mánaðarlangri lokun alríkisstofnana. „Lokunin var glæfrabragð sem forseti Bandaríkjanna hannaði og storkaði öllum meginreglum um sanngirni og varpaði ekki aðeins þjóð okkar, heldur gildum okkar, fyrir róða,“ sagði Abrams.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira