Hætta rannsókn á meintum skattaundanskotum Björns Inga Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 11:30 Björn Ingi Hrafnsson. Fréttablaðið/Valli Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn sinni á máli Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Ekki þykir tilefni til frekari aðgerða af hálfu embættisins. Björn Ingi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag og segist fullur þakklætis yfir því að málinu sé lokið. Eignir Björns Inga voru kyrrsettar í fyrra að kröfu sýslumanns vegna meintra skattundanskota. Skattrannsóknarstjóri hafði haft mál Björns Inga til rannsóknar um nokkurn tíma en málið sneri fyrst og fremst að viðskiptum sem hann átti í árin 2014-2017 sem eigandi fjölmiðilsins DV. Björn Ingi birti í dag mynd af bréfi með tilkynningu skattrannsóknarstjóra sem honum var sent í gær. Hann segir það hafa verið erfitt að sæta kæru og hafa réttarstöðu sakbornings en nú sé þakklæti sér efst í huga. Næstu skref verði svo tekin í samráði við lögmann. „Ég mun auðvitað skoða næstu skref með lögmanni mínum, enda hafa undanfarin misseri ekki verið auðveld fyrir mig og tjónið er mikið.“ Björn Ingi á skrautlegan feril í viðskiptum að baki. Hann var stjórnarformaður Pressunnar ehf. og Vefpressunnar ehf. þegar Pressan keypti útgáfu DV og dv.is haustið 2014. Vefpressan var úrskurðuð gjaldþrota í fyrra en Björn Ingi hætti stjórnarformennsku í félaginu árið 2017. Þá var veitingastaðnum Argentínu steikhúsi, sem var í eigu Björns Inga, lokað í apríl í fyrra eftir árangurslaust fjárnmám.Ekki náðist í Björn Inga við vinnslu fréttarinnar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Skattrannsóknarstjóri hefur lokið rannsókn sinni á máli Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns. Ekki þykir tilefni til frekari aðgerða af hálfu embættisins. Björn Ingi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag og segist fullur þakklætis yfir því að málinu sé lokið. Eignir Björns Inga voru kyrrsettar í fyrra að kröfu sýslumanns vegna meintra skattundanskota. Skattrannsóknarstjóri hafði haft mál Björns Inga til rannsóknar um nokkurn tíma en málið sneri fyrst og fremst að viðskiptum sem hann átti í árin 2014-2017 sem eigandi fjölmiðilsins DV. Björn Ingi birti í dag mynd af bréfi með tilkynningu skattrannsóknarstjóra sem honum var sent í gær. Hann segir það hafa verið erfitt að sæta kæru og hafa réttarstöðu sakbornings en nú sé þakklæti sér efst í huga. Næstu skref verði svo tekin í samráði við lögmann. „Ég mun auðvitað skoða næstu skref með lögmanni mínum, enda hafa undanfarin misseri ekki verið auðveld fyrir mig og tjónið er mikið.“ Björn Ingi á skrautlegan feril í viðskiptum að baki. Hann var stjórnarformaður Pressunnar ehf. og Vefpressunnar ehf. þegar Pressan keypti útgáfu DV og dv.is haustið 2014. Vefpressan var úrskurðuð gjaldþrota í fyrra en Björn Ingi hætti stjórnarformennsku í félaginu árið 2017. Þá var veitingastaðnum Argentínu steikhúsi, sem var í eigu Björns Inga, lokað í apríl í fyrra eftir árangurslaust fjárnmám.Ekki náðist í Björn Inga við vinnslu fréttarinnar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Vefpressan úrskurðuð gjaldþrota Var úrskurður þess efnis kveðinn upp þann 30. maí síðastliðinn. 12. júní 2018 17:02
Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53
Björn Ingi stofnar nýjan fjölmiðil Björn Ingi Hrafnson hefur stofnað nýjan vefmiðil sem nefnist Viljinn. Vefmiðlinum er ætlað að vera nútímalegur og borgaralega sinnaður sem hafi góða blaðamennsku að höfuðmarkmiði. 10. nóvember 2018 11:08