Argentína keyrð í 137 milljóna gjaldþrot Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. janúar 2019 10:59 Argentína steikhús opnaði í október 1989 og var lengi eitt ástsælasta steikhús borgarinnar. Engar eignir fundust í búi BOS ehf., sem rekið hafði steikhúsið Argentínu við Barónstíg. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í maí í fyrra en veitingastaðnum var skellt í lás í byrjun aprílmánaðar 2018. Skiptum lauk í búið þann 21. desember síðastliðinn, en í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að lýstar kröfur í bú BOS hafi alls numið rúmlega 137 milljónum króna. Sem fyrr segir fannst ekkert í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskiptana, 2. maí 2018. Eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma eignaðist athafnamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson rekstur Argentínu í október árið 2017. Hann fór með stöðu stjórnarformanns í BOS, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum. Steikhúsið var áður í eigu félagsins Potts en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017. Ekkert fékkst greitt upp í 86 milljóna kröfur í þrotabú Potts. Mismunurinn á kröfum í bú Potts og bú BOS nemur því um 50 milljónum króna. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðin þung. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að félagið tók við rekstrinum haustið 2017. Hluti starfsfólksins fékk ekki greidd laun. Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Félagið rak Argentínu steikhús í tæplega 30 ár. 27. mars 2018 15:12 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Engar eignir fundust í búi BOS ehf., sem rekið hafði steikhúsið Argentínu við Barónstíg. Búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í maí í fyrra en veitingastaðnum var skellt í lás í byrjun aprílmánaðar 2018. Skiptum lauk í búið þann 21. desember síðastliðinn, en í Lögbirtingablaðinu í dag kemur fram að lýstar kröfur í bú BOS hafi alls numið rúmlega 137 milljónum króna. Sem fyrr segir fannst ekkert í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskiptana, 2. maí 2018. Eins og Fréttablaðið greindi frá á sínum tíma eignaðist athafnamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson rekstur Argentínu í október árið 2017. Hann fór með stöðu stjórnarformanns í BOS, en hann var sakaður um að hafa reynt að greiða skuldir með steikum. Steikhúsið var áður í eigu félagsins Potts en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í mars árið 2017. Ekkert fékkst greitt upp í 86 milljóna kröfur í þrotabú Potts. Mismunurinn á kröfum í bú Potts og bú BOS nemur því um 50 milljónum króna. Kristján Þór Sigfússon átti Pott ehf. en hann hafði verið annar eigenda Argentínu nánast frá upphafi. Taprekstur hafði verið á Argentínu undanfarin ár og skuldabyrðin þung. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerði í febrúar árangurslaust fjárnám í félaginu BOS. Greiðsluáskoranir höfðu borist frá lífeyrissjóðum á innan við tveimur mánuðum eftir að félagið tók við rekstrinum haustið 2017. Hluti starfsfólksins fékk ekki greidd laun.
Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00 Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Félagið rak Argentínu steikhús í tæplega 30 ár. 27. mars 2018 15:12 Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Björn Ingi kaupir Argentínu steikhús Björn Ingi Hrafnsson er orðinn eigandi eins rótgrónasta veitingahúss miðborgarinnar, Argentínu steikhúss. 6. október 2017 06:00
Tæplega 90 milljóna króna gjaldþrot Potts Félagið rak Argentínu steikhús í tæplega 30 ár. 27. mars 2018 15:12
Eignir Björns Inga kyrrsettar vegna rannsóknar á skattaundanskotum Sýslumaður hefur að kröfu tollstjóra kyrrsett eignir Björns Inga Hrafnssonar fjölmiðlamanns vegna meintra skattaundanskota. Verðmæti eignanna er um 115 milljónir króna. 12. júlí 2018 21:53