Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Heimir Már Pétursson skrifar 6. febrúar 2019 12:00 Útlit er fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins en þingflokkar stjórnarflokkanna ræða í dag að skipta Bergþóri Ólasyni út úr formennsku í samgöngunefnd og Jón Gunnarsson taki við af honum. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tveir síðustu reglulegu fundir umhverfis- og samgöngunefndar hafi fallið niður vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag milli þingflokksformanna um að skipta um formann í nefndinni eftir að sitjandi formaður, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, sneri aftur til þings eftir ótímabundið sjálfskipað leyfi vegna Klaustur málsins. Á þriðjudag í síðustu viku sauð upp úr á fundi nefndarinnar þegar tillögu fulltrúa stjórnarandstöðunnar með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna um að Bergþór viki úr formannssætinu og kosinn yrði nýr formaður. Tillagan fékk ekki afgreiðslu í nefndinni en var vísað til þingflokksformanna. Nefndin fundar á þriðjudögum og fimmtudögum og að óbreyttu ætti að vera fundur í nefndinni í fyrramálið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna staðfestir að rætt verði á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem hefjast klukkan 13, að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson fyrsti varaformaður og Bergþór annar varaformaður. Óformlegir fundir þingflokksformanna undanfarna viku hafi ekki borið árangur. „Það eru auðvitað allar tillögur uppi á borðinu. Þessi sem og önnur sem við þurfum að ræða. Því eins og ég segi við getum ekki haft nefndina óstarfhæfa. En við tökum bara eitt skref í einu og ræðum hverja og eina tillögu eins og hún kemur fyrir,” segir Bjarkey. Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar vilja að Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar taki við formennskunni, en Píratar eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni og Flokkur fólksins enga fulltrúa eftir að Karl Gauti Hjaltason var rekinn úr flokknum en hann situr í nefndinni. Ef Jón yrði formaður myndi stjórnarandstaðan missa einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins. „Það er bara allt einhvern veginn flókið í þessu máli. Það er auðvitað kannski minnihlutans að einhverju leyti að reyna að finna út úr því hvort þau geti skipt með sér verkum sameiginlega. Sem þau gerðu í upphafi þessa kjörtímabils þegar þau skiptu þessum þremur nefndum á milli sín,” segir Bjarkey. Meðal annars hefur verið rætt að Miðflokkurinn hrókeri fulltrúum í nefndum og þingmaður sem ekki var á Klaustur fundinum tæki við formennsku í nefndinni. En flokkurinn hefur ekki samþykkt það þótt hann hafi heldur ekki útilokað þann möguleika. Bjarkey telur mikilvægt að leysa úr formannsmálunum fyrir fund nefndarinnar í fyrramálið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt. Vegna þess að það er ekki friður í vinnu nefndarinnar eins og við þekkjum og hefur komið fram. Þannig að ég tel það mjög mikilvægt að við reynum að ná utan um þetta fyrir þann tíma,” segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Útlit er fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins en þingflokkar stjórnarflokkanna ræða í dag að skipta Bergþóri Ólasyni út úr formennsku í samgöngunefnd og Jón Gunnarsson taki við af honum. Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að tveir síðustu reglulegu fundir umhverfis- og samgöngunefndar hafi fallið niður vegna þess að ekki hafi náðst samkomulag milli þingflokksformanna um að skipta um formann í nefndinni eftir að sitjandi formaður, Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins, sneri aftur til þings eftir ótímabundið sjálfskipað leyfi vegna Klaustur málsins. Á þriðjudag í síðustu viku sauð upp úr á fundi nefndarinnar þegar tillögu fulltrúa stjórnarandstöðunnar með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur þingmanns Vinstri grænna um að Bergþór viki úr formannssætinu og kosinn yrði nýr formaður. Tillagan fékk ekki afgreiðslu í nefndinni en var vísað til þingflokksformanna. Nefndin fundar á þriðjudögum og fimmtudögum og að óbreyttu ætti að vera fundur í nefndinni í fyrramálið. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna staðfestir að rætt verði á þingflokksfundum stjórnarflokkanna sem hefjast klukkan 13, að Jón Gunnarsson verði formaður nefndarinnar, Ari Trausti Guðmundsson fyrsti varaformaður og Bergþór annar varaformaður. Óformlegir fundir þingflokksformanna undanfarna viku hafi ekki borið árangur. „Það eru auðvitað allar tillögur uppi á borðinu. Þessi sem og önnur sem við þurfum að ræða. Því eins og ég segi við getum ekki haft nefndina óstarfhæfa. En við tökum bara eitt skref í einu og ræðum hverja og eina tillögu eins og hún kemur fyrir,” segir Bjarkey. Samfylkingin, Viðreisn, Flokkur fólksins og Píratar vilja að Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar taki við formennskunni, en Píratar eiga áheyrnarfulltrúa í nefndinni og Flokkur fólksins enga fulltrúa eftir að Karl Gauti Hjaltason var rekinn úr flokknum en hann situr í nefndinni. Ef Jón yrði formaður myndi stjórnarandstaðan missa einn af þremur formönnum sínum í nefndum þingsins. „Það er bara allt einhvern veginn flókið í þessu máli. Það er auðvitað kannski minnihlutans að einhverju leyti að reyna að finna út úr því hvort þau geti skipt með sér verkum sameiginlega. Sem þau gerðu í upphafi þessa kjörtímabils þegar þau skiptu þessum þremur nefndum á milli sín,” segir Bjarkey. Meðal annars hefur verið rætt að Miðflokkurinn hrókeri fulltrúum í nefndum og þingmaður sem ekki var á Klaustur fundinum tæki við formennsku í nefndinni. En flokkurinn hefur ekki samþykkt það þótt hann hafi heldur ekki útilokað þann möguleika. Bjarkey telur mikilvægt að leysa úr formannsmálunum fyrir fund nefndarinnar í fyrramálið. „Ég held að það sé mjög mikilvægt. Vegna þess að það er ekki friður í vinnu nefndarinnar eins og við þekkjum og hefur komið fram. Þannig að ég tel það mjög mikilvægt að við reynum að ná utan um þetta fyrir þann tíma,” segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira