Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2019 14:07 Það er ekki jafn bjart yfir matvöruverði á Íslandi miðað við Norðurlöndin og var í Reykjavík þennan fallega vetrardag. Vísir/Vilhelm Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Vörukarfa samansett af algengum matvörum úr helstu vöruflokkum er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki þar sem hún er ódýrust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Verðkönnunin var framkvæmd dagana 5.- 9. desember síðastliðinn í leiðandi lágvöruverðsversunum í höfuðborgum Norðurlandanna. Í könnuninni er borið saman verð á algengum neysluvörum í sambærilegum verslunum, vörur á borð við mjólk, osta, kjötvörur, grænmeti, ávexti og brauð.Reykjavík er langdýrust en meira jafnvægi er á milli hinna Norðurlandanna.40% verðmunur á Reykjavík og Oslo Verðsamanburðurinn var gerður á vörukörfu sem inniheldur undirstöðumatvörur úr öllum helstu vöruflokkum í lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna. Samkvæmt úttektinni er vöruverð í lágvöruverðsverslunum hæst á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin en vörukarfan er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki sem var með lægsta vöruverðið. Það land sem er næst Íslandi í verðlagi er Noregur en vörukarfan í Oslo er samt sem áður 40% ódýrari en í Reykjavík. Vörukarfan sem verðlagseftirlitið bar saman kostaði mest í Reykjavík eða 7.878 kr. og næst mest í Noregi, 5.631. kr. Sambærileg vörukarfa í Kaupmannahöfn kostar 5.173 kr og 5.011 krónur í Stokkhólmi. Ódýrasta matvörukarfan var í Helsinki þar sem hún kostaði 4.729 kr. Verð á þeim vörum kannað var reyndist oftast hæst í Reykjavík eða í 12 tilvikum af 18 en í 8 tilvikum af 18 var vöruverðið lægst í Helsinki.Vörukarfan sem var til samanburðar.Mikill verðmunur á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti Mikill verðmunur var á kjöt- og mjólkurvörum og grænmeti í könnuninni. Þannig kostar kílóið af brauðosti (25-30%) 1.411 kr. á Íslandi en 1.235 kr. í Noregi sem er með næst hæsta verðið, 1.097 kr í Kaupmannahöfn, 678 kr. í Stokkhólmi, og 556 kr. í Helsinki. Þannig reyndist 152% verðmunur er á kílóverði af brauðosti milli Reykjavíkur og Helsinki. Mikill verðmunur er einnig á kjötvörum en kíló af ungnautahakki kostar 1.598 kr. í Reykjavík, 1.326 kr í Oslo, 1.043 kr. í Kaupmannahöfn, 1.085 kr. í Kaupmannahöfn og 946 kr. í Helsinki sem gerir 69% verðmun á hæsta og lægsta verði. Þá er 240% verðmunur á niðursneiddri skinku sem kostar 2.749 kr. kg á Íslandi, 1.058 kr. í Kaupmannahöfn, 1.035 kr. í Oslo, 813 kr. í Stokkhólmi og 808 kr. í Finnlandi þar sem verðið er lægst. Verðmunurinn á grænmeti var sömuleiðis mikill en sem dæmi má nefna að 560% munur var á hæsta og lægsta kílóverði á gulrótum og 213% munur á hæsta og lægsta verði á kartöflum. Í töflunni hér að neðan má sjá nokkur dæmi um verðmun á milli höfuðborganna á vörum úr vörukörfunni.Áþekkar niðurstöður og úr könnun Verðlagseftirlits 2006 Niðurstöðurnar könnunarinnar eru í takt við það sem kom út úr sambærilegri verðkönnun sem Verðlagseftirlitið framkvæmdi árið 2006. Helsti munurinn er sá að meiri munur er á Íslandi og Oslo í dag en þá en 40% verðmunur er á vörukörfunni nú en einungis 3% þá. Stokkhólmur var ódýrasta borgin árið 2006 en í dag er Helsinki ódýrasta borgin. Verðlag á Íslandi hæst í Evrópu Hagstofan vakti nýlega athygli á uppfærðri tölfræði evrópsku hagstofunnar, Eurostat um verðlag á Norðurlöndunum þar sem fram kemur að verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Ísland er þar í flokki með Sviss og Norðurlöndunum þar sem verðlag er á bilinu 20-66% hærra en að meðaltali í Evrópu.Um könnunina Verðkönnunin var framkvæmd í stórmörkuðum og lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna 5.- 9. desember síðastliðinn. Farið var í leiðandi matvörukeðjur á hverjum stað þar sem gera má heildarinnkaup til heimilisins. Í þeim tilvikum þar sem fleiri en ein tegund af tiltekinni vöru var fáanleg í versluninni, var ávallt valinn ódýrasti kosturinn sem uppfyllti sett skilyrði. Borið er saman verð til neytenda út úr verslun og það umreiknað í íslenskar krónur mv. meðalgengi viðkomandi gjaldmiðils 5.-9. desember, dagana sem könnunin var framkvæmd. Matur Neytendur Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. Vörukarfa samansett af algengum matvörum úr helstu vöruflokkum er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki þar sem hún er ódýrust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Verðkönnunin var framkvæmd dagana 5.- 9. desember síðastliðinn í leiðandi lágvöruverðsversunum í höfuðborgum Norðurlandanna. Í könnuninni er borið saman verð á algengum neysluvörum í sambærilegum verslunum, vörur á borð við mjólk, osta, kjötvörur, grænmeti, ávexti og brauð.Reykjavík er langdýrust en meira jafnvægi er á milli hinna Norðurlandanna.40% verðmunur á Reykjavík og Oslo Verðsamanburðurinn var gerður á vörukörfu sem inniheldur undirstöðumatvörur úr öllum helstu vöruflokkum í lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna. Samkvæmt úttektinni er vöruverð í lágvöruverðsverslunum hæst á Íslandi samanborið við hin Norðurlöndin en vörukarfan er 67% dýrari í Reykjavík en í Helsinki sem var með lægsta vöruverðið. Það land sem er næst Íslandi í verðlagi er Noregur en vörukarfan í Oslo er samt sem áður 40% ódýrari en í Reykjavík. Vörukarfan sem verðlagseftirlitið bar saman kostaði mest í Reykjavík eða 7.878 kr. og næst mest í Noregi, 5.631. kr. Sambærileg vörukarfa í Kaupmannahöfn kostar 5.173 kr og 5.011 krónur í Stokkhólmi. Ódýrasta matvörukarfan var í Helsinki þar sem hún kostaði 4.729 kr. Verð á þeim vörum kannað var reyndist oftast hæst í Reykjavík eða í 12 tilvikum af 18 en í 8 tilvikum af 18 var vöruverðið lægst í Helsinki.Vörukarfan sem var til samanburðar.Mikill verðmunur á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti Mikill verðmunur var á kjöt- og mjólkurvörum og grænmeti í könnuninni. Þannig kostar kílóið af brauðosti (25-30%) 1.411 kr. á Íslandi en 1.235 kr. í Noregi sem er með næst hæsta verðið, 1.097 kr í Kaupmannahöfn, 678 kr. í Stokkhólmi, og 556 kr. í Helsinki. Þannig reyndist 152% verðmunur er á kílóverði af brauðosti milli Reykjavíkur og Helsinki. Mikill verðmunur er einnig á kjötvörum en kíló af ungnautahakki kostar 1.598 kr. í Reykjavík, 1.326 kr í Oslo, 1.043 kr. í Kaupmannahöfn, 1.085 kr. í Kaupmannahöfn og 946 kr. í Helsinki sem gerir 69% verðmun á hæsta og lægsta verði. Þá er 240% verðmunur á niðursneiddri skinku sem kostar 2.749 kr. kg á Íslandi, 1.058 kr. í Kaupmannahöfn, 1.035 kr. í Oslo, 813 kr. í Stokkhólmi og 808 kr. í Finnlandi þar sem verðið er lægst. Verðmunurinn á grænmeti var sömuleiðis mikill en sem dæmi má nefna að 560% munur var á hæsta og lægsta kílóverði á gulrótum og 213% munur á hæsta og lægsta verði á kartöflum. Í töflunni hér að neðan má sjá nokkur dæmi um verðmun á milli höfuðborganna á vörum úr vörukörfunni.Áþekkar niðurstöður og úr könnun Verðlagseftirlits 2006 Niðurstöðurnar könnunarinnar eru í takt við það sem kom út úr sambærilegri verðkönnun sem Verðlagseftirlitið framkvæmdi árið 2006. Helsti munurinn er sá að meiri munur er á Íslandi og Oslo í dag en þá en 40% verðmunur er á vörukörfunni nú en einungis 3% þá. Stokkhólmur var ódýrasta borgin árið 2006 en í dag er Helsinki ódýrasta borgin. Verðlag á Íslandi hæst í Evrópu Hagstofan vakti nýlega athygli á uppfærðri tölfræði evrópsku hagstofunnar, Eurostat um verðlag á Norðurlöndunum þar sem fram kemur að verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Ísland er þar í flokki með Sviss og Norðurlöndunum þar sem verðlag er á bilinu 20-66% hærra en að meðaltali í Evrópu.Um könnunina Verðkönnunin var framkvæmd í stórmörkuðum og lágvöruverðsverslunum í höfuðborgum Norðurlandanna 5.- 9. desember síðastliðinn. Farið var í leiðandi matvörukeðjur á hverjum stað þar sem gera má heildarinnkaup til heimilisins. Í þeim tilvikum þar sem fleiri en ein tegund af tiltekinni vöru var fáanleg í versluninni, var ávallt valinn ódýrasti kosturinn sem uppfyllti sett skilyrði. Borið er saman verð til neytenda út úr verslun og það umreiknað í íslenskar krónur mv. meðalgengi viðkomandi gjaldmiðils 5.-9. desember, dagana sem könnunin var framkvæmd.
Matur Neytendur Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023. Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Sjá meira