Körfubolti

Ekki bara skipt útaf heldur skipt í annað lið í miðjum leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harrison Barnes.
Harrison Barnes. Getty/Jason Miller
Harrison Barnes fékk ekki að spila með Dallas Mavericks í fjórða leikhluta í sigrinum á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í nótt en ástæðan var mjög sérstök.

Dallas Mavericks hafði nefnilega samþykkt að skipta Harrison Barnes til Sacramento Kings í miðjum leik og fer hann til Kings fyrir Justin Jackson og reynsluboltann Zach Randolph.

Staðfestingin á skiptunum var reyndar ekki gefin út fyrr en eftir leikinn og fjölmiðlar voru farnir að segja frá þeim snemma í fjórða leikhluta.

Harrison Barnes sat á bekknum út leikinn en hann hafði skorað tíu stig í fyrstu þremur leikhlutunum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af honum á bekknum á meðan menn voru að ræða skiptin í sjónvarpsútsendingunni.



Dirk Nowitzki hrósaði Harrison Barnes fyrir hvernig hann tók á þessum erfiðu fréttum. Barnes hélt kyrri fyrir á bekknum og studdu sitt lið.

„Hann er betri maður en ég það er ljóst. Allir aðrir höfðu strunsað í burtu. Hann er mjög góður náungi og hann hefur myndað sambönd við leikmenn okkar liðs sem munu endast alla ævi. Hann er þannig náungi,“ sagði Dirk Nowitzki um Harrison Barnes.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×