Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2019 11:54 Frá fundi umhverfis- og samgöngunefndar í morgun. Vísir/vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. Það dró til tíðinda á fundi nefndarinnar í morgun sem hefur verið óstarfhæf undanfarna rúma viku vegna óeiningar um formennsku Bergþórs í nefndinni. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar báru upp tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson úr Viðreisn tæki við formennskunni, Arni Trausti Guðmundsson Vinstri grænum yrði fyrsti varaformaður og Jón Gunnarsson annar varaformaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur flokkanna fjögurra um að Hanna Katrín yrði þá annað hvort fyrsti eða annar varaformaður.Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun.Vísir/vilhelmTillaga Bergþórs Ólasonar um að Jón yrði formaður, Ari Trausti fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki annar varaformaður var síðan samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarflokkanna nema Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur Vinstri grænum og með atkvæðum Karls Gauta Hjaltasonar utan flokka og Bergþórs. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir höfðu áður boðið að Miðflokkurinn skipaði annan fulltrúa sinn til formennsku í nefndinni en Bergþór. „Við erum bara komin á mjög skrýtinn stað í störfum þingsins ef aðrir þingflokkar ætla að fara að hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipar sínum þingmönnum í nefndir. Það er staða sem prinsippsins vegna er ekki hægt að bjóða upp á að verði raunin,“ sagði Bergþór að loknum fundi í morgun.Helga Vala sést hér önnur frá vinstri á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmHelga Vala segir liði fylkt um Klausturmenn Eftir breytingar á embættiskipan í nefndinni hefur stjórnarandstaðan misst einn af þremur nefndarformanna sinna og sjálfstæðismenn eru nú með formennsku í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta þýða að stjórnarmeirihlutinn hafi ákveðið að fylkja liði um Klausturmenn eins og hún kallar það. „Þá gerðu þeir samning við Miðflokkinn og greinilega þingmann utan flokka, Karl Gauta sem einnig var á Klaustri, um að þetta væri tímabundin ráðstöfun. Það er auðvitað ekki í þingsköpum heimild til kosninga tímabundið. En þetta er greinilega samkomulag sem gert er þarna,“ segir Helga Vala. En Bergþór lagði fram bókun með tillögu sinni um formannsskiptin um að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð áður en þingnefndir ljúka störfum í vor. Jón Gunnarsson segir meirihlutan hafa litið svo á að það væri stjórnarandstöðuflokkanna að leysa formannsmálin í nefndinni samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannsembætta. Samkomulag hafi ekki náðst milli stjórnarandstöðuflokkanna um málið. „Þannig að það kannski blasir við hvar ágreiningurinn liggur hér. Hann liggur innan minnihlutaflokkanna og það verður auðvitað ekki unað við það að hálfu meirihlutans að það sé ekki starfsfriður. Að nefndir þingsins og þingmenn geti ekki sinnt hér skyldum sínum,“ segir Jón Gunnarsson.Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. Það dró til tíðinda á fundi nefndarinnar í morgun sem hefur verið óstarfhæf undanfarna rúma viku vegna óeiningar um formennsku Bergþórs í nefndinni. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar báru upp tillögu um að Hanna Katrín Friðriksson úr Viðreisn tæki við formennskunni, Arni Trausti Guðmundsson Vinstri grænum yrði fyrsti varaformaður og Jón Gunnarsson annar varaformaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur flokkanna fjögurra um að Hanna Katrín yrði þá annað hvort fyrsti eða annar varaformaður.Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Jón Gunnarsson, og fráfarandi formaður, Bergþór Ólason, við upphaf fundarins í morgun.Vísir/vilhelmTillaga Bergþórs Ólasonar um að Jón yrði formaður, Ari Trausti fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir Framsóknarflokki annar varaformaður var síðan samþykkt með öllum atkvæðum stjórnarflokkanna nema Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur Vinstri grænum og með atkvæðum Karls Gauta Hjaltasonar utan flokka og Bergþórs. Stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir höfðu áður boðið að Miðflokkurinn skipaði annan fulltrúa sinn til formennsku í nefndinni en Bergþór. „Við erum bara komin á mjög skrýtinn stað í störfum þingsins ef aðrir þingflokkar ætla að fara að hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipar sínum þingmönnum í nefndir. Það er staða sem prinsippsins vegna er ekki hægt að bjóða upp á að verði raunin,“ sagði Bergþór að loknum fundi í morgun.Helga Vala sést hér önnur frá vinstri á fundi nefndarinnar í morgun.Vísir/VilhelmHelga Vala segir liði fylkt um Klausturmenn Eftir breytingar á embættiskipan í nefndinni hefur stjórnarandstaðan misst einn af þremur nefndarformanna sinna og sjálfstæðismenn eru nú með formennsku í fjórum af átta fastanefndum þingsins. Helga Vala Helgadóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni segir þetta þýða að stjórnarmeirihlutinn hafi ákveðið að fylkja liði um Klausturmenn eins og hún kallar það. „Þá gerðu þeir samning við Miðflokkinn og greinilega þingmann utan flokka, Karl Gauta sem einnig var á Klaustri, um að þetta væri tímabundin ráðstöfun. Það er auðvitað ekki í þingsköpum heimild til kosninga tímabundið. En þetta er greinilega samkomulag sem gert er þarna,“ segir Helga Vala. En Bergþór lagði fram bókun með tillögu sinni um formannsskiptin um að þessi ákvörðun yrði endurskoðuð áður en þingnefndir ljúka störfum í vor. Jón Gunnarsson segir meirihlutan hafa litið svo á að það væri stjórnarandstöðuflokkanna að leysa formannsmálin í nefndinni samkvæmt samkomulagi stjórnar og stjórnarandstöðu um skiptingu formannsembætta. Samkomulag hafi ekki náðst milli stjórnarandstöðuflokkanna um málið. „Þannig að það kannski blasir við hvar ágreiningurinn liggur hér. Hann liggur innan minnihlutaflokkanna og það verður auðvitað ekki unað við það að hálfu meirihlutans að það sé ekki starfsfriður. Að nefndir þingsins og þingmenn geti ekki sinnt hér skyldum sínum,“ segir Jón Gunnarsson.Við fjöllum nánar um þetta mál í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00 Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19 Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Útlit fyrir að stjórnarandstaðan missi einn af þremur formönnum nefnda Þingflokksformaður Vinstri grænna segir mikilvægt að leysa úr formannsmálum nefndarinnar fyrir reglulegan fund hennar á morgun. 6. febrúar 2019 12:00
Umhverfis- og samgöngunefnd óstarfhæf vegna ósamkomulags um formann Rósa Björk styður meirihluta stjórnarandstöðuflokkanna 6. febrúar 2019 19:19
Bergþór stígur til hliðar sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins mun taka við formennsku í nefndinni tímabundið. 7. febrúar 2019 09:55