Loka fiskimjölsverksmiðju í Helguvík og segja upp starfsfólki Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 14:56 Síldarvinnslan í Helguvík hefur verið starfrækt frá árinu 1997. Vísir/vilhelm Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Frá þessu greinir Síldarvinnslan sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni. Ákvörðunin er sögð fela í sér uppsögn sex starfsmanna fyrirtækisins, auk þess sem hún mun hafa áhrif á afleidd störf verktaka og þjónustufyrirtækja. Í færslu Síldarvinnslunnar segir að áform um lokun verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt starfsfólki í dag. Auk þess hafi þau verið kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Ástæðan lokunarinnar er jafnframt sögð einföld, rekstur verksmiðjunnar hafi hreinlega ekki staðið undir sér. „Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár. Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ segir í útskýringu Síldarvinnslunnar og vísað í mynd sem fylgir færslunni. Þar megi sjá verðþróun hráefnis til fiskimjölsverksmiðja á Íslandi undanfarna áratugi.Síldarvinnslan hættir starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta... Posted by Síldarvinnslan hf. on Thursday, February 7, 2019 „Eins og myndin ber með sér hefur orðið mikill samdráttur í hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Gera má ráð fyrir frekari samdrætti í fiskimjölsiðnaðinum hér á landi. Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi en til dæmis í Danmörku eru þær þrjár og taka þær á móti 800 þúsund tonnum á ári til vinnslu,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt tekið fram að hafist verði handa við að handa við að ganga frá verksmiðjunni og svæðinu í Helguvík í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld. Unnið verði að því að koma búnaði og fasteignum í sölu og notkun. „Fasteignir verksmiðjunnar í Helguvík geta nýst með ýmsum hætti og ekkert því til fyrirstöðu að þær gagnist samfélaginu vel,“ segir að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. Reykjanesbær Sjávarútvegur Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Frá þessu greinir Síldarvinnslan sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni. Ákvörðunin er sögð fela í sér uppsögn sex starfsmanna fyrirtækisins, auk þess sem hún mun hafa áhrif á afleidd störf verktaka og þjónustufyrirtækja. Í færslu Síldarvinnslunnar segir að áform um lokun verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt starfsfólki í dag. Auk þess hafi þau verið kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Ástæðan lokunarinnar er jafnframt sögð einföld, rekstur verksmiðjunnar hafi hreinlega ekki staðið undir sér. „Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár. Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ segir í útskýringu Síldarvinnslunnar og vísað í mynd sem fylgir færslunni. Þar megi sjá verðþróun hráefnis til fiskimjölsverksmiðja á Íslandi undanfarna áratugi.Síldarvinnslan hættir starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta... Posted by Síldarvinnslan hf. on Thursday, February 7, 2019 „Eins og myndin ber með sér hefur orðið mikill samdráttur í hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Gera má ráð fyrir frekari samdrætti í fiskimjölsiðnaðinum hér á landi. Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi en til dæmis í Danmörku eru þær þrjár og taka þær á móti 800 þúsund tonnum á ári til vinnslu,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt tekið fram að hafist verði handa við að handa við að ganga frá verksmiðjunni og svæðinu í Helguvík í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld. Unnið verði að því að koma búnaði og fasteignum í sölu og notkun. „Fasteignir verksmiðjunnar í Helguvík geta nýst með ýmsum hætti og ekkert því til fyrirstöðu að þær gagnist samfélaginu vel,“ segir að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan.
Reykjanesbær Sjávarútvegur Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira