Loka fiskimjölsverksmiðju í Helguvík og segja upp starfsfólki Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 14:56 Síldarvinnslan í Helguvík hefur verið starfrækt frá árinu 1997. Vísir/vilhelm Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Frá þessu greinir Síldarvinnslan sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni. Ákvörðunin er sögð fela í sér uppsögn sex starfsmanna fyrirtækisins, auk þess sem hún mun hafa áhrif á afleidd störf verktaka og þjónustufyrirtækja. Í færslu Síldarvinnslunnar segir að áform um lokun verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt starfsfólki í dag. Auk þess hafi þau verið kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Ástæðan lokunarinnar er jafnframt sögð einföld, rekstur verksmiðjunnar hafi hreinlega ekki staðið undir sér. „Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár. Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ segir í útskýringu Síldarvinnslunnar og vísað í mynd sem fylgir færslunni. Þar megi sjá verðþróun hráefnis til fiskimjölsverksmiðja á Íslandi undanfarna áratugi.Síldarvinnslan hættir starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta... Posted by Síldarvinnslan hf. on Thursday, February 7, 2019 „Eins og myndin ber með sér hefur orðið mikill samdráttur í hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Gera má ráð fyrir frekari samdrætti í fiskimjölsiðnaðinum hér á landi. Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi en til dæmis í Danmörku eru þær þrjár og taka þær á móti 800 þúsund tonnum á ári til vinnslu,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt tekið fram að hafist verði handa við að handa við að ganga frá verksmiðjunni og svæðinu í Helguvík í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld. Unnið verði að því að koma búnaði og fasteignum í sölu og notkun. „Fasteignir verksmiðjunnar í Helguvík geta nýst með ýmsum hætti og ekkert því til fyrirstöðu að þær gagnist samfélaginu vel,“ segir að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan. Reykjanesbær Sjávarútvegur Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta starfsemi fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Frá þessu greinir Síldarvinnslan sjálf í færslu á Facebook-síðu sinni. Ákvörðunin er sögð fela í sér uppsögn sex starfsmanna fyrirtækisins, auk þess sem hún mun hafa áhrif á afleidd störf verktaka og þjónustufyrirtækja. Í færslu Síldarvinnslunnar segir að áform um lokun verksmiðjunnar hafi verið tilkynnt starfsfólki í dag. Auk þess hafi þau verið kynnt fulltrúum Reykjanesbæjar og öðrum hlutaðeigandi. Ástæðan lokunarinnar er jafnframt sögð einföld, rekstur verksmiðjunnar hafi hreinlega ekki staðið undir sér. „Helsta ástæðan er síminnkandi hráefni til fiskimjölsverksmiðja, hækkandi kostnaður og auknar kröfur sem kalla á öflugar einingar og aukna hagræðingu. Uppistaða þess hráefnis sem borist hefur til verksmiðjunnar í Helguvík er loðna og hefur nýting verksmiðjunnar farið síminnkandi undanfarin ár. Óvissa um reksturinn hefur farið vaxandi vegna minnkandi loðnukvóta og mikillar óvissu um loðnuveiðar,“ segir í útskýringu Síldarvinnslunnar og vísað í mynd sem fylgir færslunni. Þar megi sjá verðþróun hráefnis til fiskimjölsverksmiðja á Íslandi undanfarna áratugi.Síldarvinnslan hættir starfsemi fiskimjölsverksmiðjunnar í Helguvík Síldarvinnslan hf. hefur ákveðið að hætta... Posted by Síldarvinnslan hf. on Thursday, February 7, 2019 „Eins og myndin ber með sér hefur orðið mikill samdráttur í hráefni til mjöl- og lýsisframleiðslu. Gera má ráð fyrir frekari samdrætti í fiskimjölsiðnaðinum hér á landi. Nú eru starfræktar 11 fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi en til dæmis í Danmörku eru þær þrjár og taka þær á móti 800 þúsund tonnum á ári til vinnslu,“ segir í færslunni. Þar er jafnframt tekið fram að hafist verði handa við að handa við að ganga frá verksmiðjunni og svæðinu í Helguvík í samráði við hlutaðeigandi yfirvöld. Unnið verði að því að koma búnaði og fasteignum í sölu og notkun. „Fasteignir verksmiðjunnar í Helguvík geta nýst með ýmsum hætti og ekkert því til fyrirstöðu að þær gagnist samfélaginu vel,“ segir að endingu í færslunni sem sjá má hér að ofan.
Reykjanesbær Sjávarútvegur Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira