Bergþór sest hugsanlega aftur í formannsstólinn í vor Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2019 19:00 Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu til liðs við stjórnarflokkana og einn stjórnarþingmaður gekk til liðs við stjórnarandstöðuna í kosningum um formann og varaformenn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Fráfarandi formaður gæti sest aftur í formannssætið í lok maí. Það hefur mikið verið makkað í reyklausum bakherbergjum Alþingis undanfarna rúma viku vegna ósættis í umhverfis- og samgöngunefnd um formennsku Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins. Ekki hefur verið fundarfært í nefndinni undanfarna rúma viku en í morgun höfðu myndast ákveðnar fylkingar um skipan mála. Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram tillögu fyrir hönd fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar, yrði formaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur um að hún gengdi annað hvort embætti fyrsta eða annars varaformanns. Í atkvæðagreiðslum riðluðust raðir stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmanna og greiddi Rósa Björk Brynjólfsdóttir annar fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni atkvæði með tillögum Samfylkingarinnar sem studdar voru af Viðreisn, Pírötum og Flokki fólksins.„Stjórnarandstaðan á þetta formannssæti. Um það hefur verið samið. Því studdi ég þessa tillögu minnihlutans. Og það er náttúrlega með ólíkindum að þessi framkoma Miðflokksmanna hafi verið stutt af Sjálfstæðisflokki og fleiri flokkum,” segir Rósa Björk. En Karl Gauti Hjaltason utan flokka og Bergþór greiddu atkvæði með öðrum stjórnarþingmönnum en Rósu.Meirihlutinn samþykkti tillögu frá Bergþóri Þá lagði Bergþór fram tillögu um að Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður nefndarinnar, yrði formaður, Ari Trausti Guðmundsson fulltrúi Vinstri grænna fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins annar varaformaður auk bókunar um að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað í maí.Hefur þú einhverja tryggingu fyrir því frá stjórnarflokkunum að þú getir aftur sest í stól formanns í vor?„Ekki aðra en þá að þetta verði bara skoðað í byrjun maí.”Þýðir þetta að þið eruð kannski orðinn fjórði stjórnarflokkurinn án ráðherrastóls?„Nei, menn þurfa að tengja sig ansi langt til að ætla sér að túlka það þannig,” segir Bergþór. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hann skrýtið ef aðrir flokkar ætluðu hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipaði þingmenn sína í nefndir. Karl Gauti Hjaltason þingmaður utan flokka og skipaður í nefndina af Flokki fólksins er sáttur við niðurstöðuna. „Mér leist bara vel á frambjóðandann Jón Gunnarsson. Ég held að hann sé vel að þessu kominn að vera formaður nefndarinnar. Hann hefur gengt þessu starfi í fjarveru Bergþórs og farist það vel úr hendi,” segir Karl Gauti.Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn formenn í fjórum nefndum, stjórnarandstaðan í tveimur, Framsókn í einni og Vinstri græn í einni. En eftir myndun ríkisstjórnarinnar var samið um að stjórnarandstaðan hefði þrjá af átta nefndarformönnum. „Þetta samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur nú verið rofið af meirihlutanum með aðstoð Klausturmanna í nefndinni,” segir Helga Vala Helgadóttir. Jón Gunnarsson segir að nauðsynlegt hafi verið að höggva á hnútinn eftir að stjórnarandstaðan hafi ekki komið sér saman um formann. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu til liðs við stjórnarflokkana og einn stjórnarþingmaður gekk til liðs við stjórnarandstöðuna í kosningum um formann og varaformenn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í morgun. Fráfarandi formaður gæti sest aftur í formannssætið í lok maí. Það hefur mikið verið makkað í reyklausum bakherbergjum Alþingis undanfarna rúma viku vegna ósættis í umhverfis- og samgöngunefnd um formennsku Bergþórs Ólasonar þingmanns Miðflokksins. Ekki hefur verið fundarfært í nefndinni undanfarna rúma viku en í morgun höfðu myndast ákveðnar fylkingar um skipan mála. Helga Vala Helgadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, lagði fram tillögu fyrir hönd fjögurra stjórnarandstöðuflokka um að Hanna Katrín Friðriksson, fulltrúi Viðreisnar, yrði formaður. Sú tillaga var felld sem og tillögur um að hún gengdi annað hvort embætti fyrsta eða annars varaformanns. Í atkvæðagreiðslum riðluðust raðir stjórnar- og stjórnarandstöðuþingmanna og greiddi Rósa Björk Brynjólfsdóttir annar fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni atkvæði með tillögum Samfylkingarinnar sem studdar voru af Viðreisn, Pírötum og Flokki fólksins.„Stjórnarandstaðan á þetta formannssæti. Um það hefur verið samið. Því studdi ég þessa tillögu minnihlutans. Og það er náttúrlega með ólíkindum að þessi framkoma Miðflokksmanna hafi verið stutt af Sjálfstæðisflokki og fleiri flokkum,” segir Rósa Björk. En Karl Gauti Hjaltason utan flokka og Bergþór greiddu atkvæði með öðrum stjórnarþingmönnum en Rósu.Meirihlutinn samþykkti tillögu frá Bergþóri Þá lagði Bergþór fram tillögu um að Jón Gunnarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fyrsti varaformaður nefndarinnar, yrði formaður, Ari Trausti Guðmundsson fulltrúi Vinstri grænna fyrsti varaformaður og Líneik Anna Sævarsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins annar varaformaður auk bókunar um að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað í maí.Hefur þú einhverja tryggingu fyrir því frá stjórnarflokkunum að þú getir aftur sest í stól formanns í vor?„Ekki aðra en þá að þetta verði bara skoðað í byrjun maí.”Þýðir þetta að þið eruð kannski orðinn fjórði stjórnarflokkurinn án ráðherrastóls?„Nei, menn þurfa að tengja sig ansi langt til að ætla sér að túlka það þannig,” segir Bergþór. En í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði hann skrýtið ef aðrir flokkar ætluðu hlutast til um hvernig Miðflokkurinn skipaði þingmenn sína í nefndir. Karl Gauti Hjaltason þingmaður utan flokka og skipaður í nefndina af Flokki fólksins er sáttur við niðurstöðuna. „Mér leist bara vel á frambjóðandann Jón Gunnarsson. Ég held að hann sé vel að þessu kominn að vera formaður nefndarinnar. Hann hefur gengt þessu starfi í fjarveru Bergþórs og farist það vel úr hendi,” segir Karl Gauti.Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn formenn í fjórum nefndum, stjórnarandstaðan í tveimur, Framsókn í einni og Vinstri græn í einni. En eftir myndun ríkisstjórnarinnar var samið um að stjórnarandstaðan hefði þrjá af átta nefndarformönnum. „Þetta samkomulag sem gert var milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur nú verið rofið af meirihlutanum með aðstoð Klausturmanna í nefndinni,” segir Helga Vala Helgadóttir. Jón Gunnarsson segir að nauðsynlegt hafi verið að höggva á hnútinn eftir að stjórnarandstaðan hafi ekki komið sér saman um formann.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur kominn með formennsku í helmingi fastanefnda Alþingis Sjálfstæðisflokkurinn er kominn með formennsku í helmingi fastanefnda þingsins eftir að stjórnarmeirihlutinn með stuðningi Miðflokks og þingmanns utan flokka kusu Jón Gunnarsson í embætti formanns umhverfis- og samgöngunefndar í stað Bergþórs Ólasonar á fundi í morgun. 7. febrúar 2019 11:54