Ríkasti maður heims sakar götublað um kúgun með vandræðalegum myndum Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 07:52 Bezos segir National Enquirer hafa hótað sér með birtingu nektarmynda. Vísir/EPA Jeff Bezos, ríkasti maður heims, sakaði eitt helsta götublað Bandaríkjanna í gær um að reyna að kúga sig til að hætta rannsókn á hvernig einkaskilaboðum hans og myndum var lekið til blaðsins með því hóta að birta kynferðislegar myndir af honum og hjákonu hans. Bezos er eigandi Amazon og Washington Post sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fundið flest til foráttu. Útgefandi blaðsins er náinn vinur forsetans. Í bloggfærslu sem Bezos birti í gær undir fyrirsögninni „Nei, takk, herra Pecker“ segir auðkýfingurinn frá samskiptum sínum við götublaðið National Enquirer. Blaðið er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated undir stjórn Davids J. Pecker. Bezos og eiginkona hans til tuttugu og fimm ára tilkynntu að þau ætluðu að skilja rétt áður en National Enquirer birti umfjöllun um framhjáhald hans í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur voru þá uppi um hvort að umfjöllun blaðsins ætti sér pólitískar rætur. Milljarðamæringurinn hefur verið skotspónn Trump forseta, ekki síst vegna umfjöllunar Washington Post, en Pecker hefur ítrekað beitt fjölmiðlum sínum í þágu forsetans, meðal annars með því að þagga niður vandræðaleg mál sem tengjast honum. Umfjöllun National Enquirer var ellefu blaðsíðna löng og skreytt fjölda mynda sem teknar voru í leyni af Bezos og fjölmiðlakonunni Lauren Sánchez. Blaðið vitnaði einnig í smáskilaboð sem Bezos hafði sent Sánchez og stærði sig af því að umfjöllunin væri afrakstur umfangsmestu rannsóknar í sögu þess. Í kjölfarið hóf Bezoz sína eigin rannsókn á hvernig smáskilaboð hans enduðu í höndum götublaðsins. Gavin de Becker, öryggisstjóri Bezos, stýrir þeirri rannsókn, að sögn New York Times.David Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump.AP/Marion CurtisHótað með sjálfsmynd „neðan beltis“ Nú heldur Bezos því fram að American Media hafi hótað honum því að birta vandræðalegar myndir af honum, þar á meðal sjálfsmynd „neðan beltis“, ef hann segði ekki opinberlega að umfjöllun National Enquirer um framhjáhaldið hefði ekki átt sér pólitískar orsakir. Því sagðist Bezos hafna algerlega og sakaði blaðið um „nauðung og kúgun“. „Ef ég í minni stöðu get ekki staðið gegn svona kúgun, hversu margir geta það?“ skrifaði Bezos. Deildi hann tölvupóstum frá American Media í bloggfærslu sinni. Í því krafði lögmaður fyrirtækisins Bezos um að hann lýsti því yfir opinberlega að hann hefði enga vitneskju eða grundvöll til að telja að umfjöllun þess hefði átt sér pólitískan uppruna. „Auðvitað vil ég ekki að persónulegar myndir verði birtar en ég vil heldur ekki taka þátt í vel þekktum aðferðum þeirra: kúgunum, pólitískum greiðum, pólitískum árásum og spillingu. Ég kýs frekar að standa upp, velta þessum steini við og sjá hvað skríður undan honum,“ skrifaði Bezos. De Becker hélt því fram við Washington Post, sem Bezos á, að kveikjan að umfjöllun National Enquirer hafi verið leki af „pólitískum hvötum“.Trump forseti hefur ítrekað ráðist að Bezos, Washington Post og Amazon. Hann uppnefndi Bezos meðal annars kjána (bozo) í tísti nýlega.Getty/Jeff J. MitchellGerðu sátt við saksóknara vegna greiðslu til meintrar hjákonu Trump Málið nú vekur ekki síst athygli í ljósi sáttar sem Pecker og American Media gerðu við alríkissaksóknara í New York í september. Saksóknararnir höfðu komist að því að greiðsla fyrirtækisins til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump forseta hefði verið ólöglegt kosningaframlag. American Media slapp við saksókn en þurfti í staðinn að viðurkenna að það hefði greitt konunni til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Lofaði það einnig að fremja engin brot í þrjú ár. Að öðrum kosti gætu saksóknararnir dregið málið gegn fyrirtækinu aftur. Reynist fyrirtækið hafa brotið af sér í máli Bezos gæti það þannig ógnað sáttinni sem það gerði við saksóknarana, að sögn New York Times. Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Jeff Bezos, ríkasti maður heims, sakaði eitt helsta götublað Bandaríkjanna í gær um að reyna að kúga sig til að hætta rannsókn á hvernig einkaskilaboðum hans og myndum var lekið til blaðsins með því hóta að birta kynferðislegar myndir af honum og hjákonu hans. Bezos er eigandi Amazon og Washington Post sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fundið flest til foráttu. Útgefandi blaðsins er náinn vinur forsetans. Í bloggfærslu sem Bezos birti í gær undir fyrirsögninni „Nei, takk, herra Pecker“ segir auðkýfingurinn frá samskiptum sínum við götublaðið National Enquirer. Blaðið er í eigu útgáfufyrirtækisins American Media Incorporated undir stjórn Davids J. Pecker. Bezos og eiginkona hans til tuttugu og fimm ára tilkynntu að þau ætluðu að skilja rétt áður en National Enquirer birti umfjöllun um framhjáhald hans í síðasta mánuði. Miklar vangaveltur voru þá uppi um hvort að umfjöllun blaðsins ætti sér pólitískar rætur. Milljarðamæringurinn hefur verið skotspónn Trump forseta, ekki síst vegna umfjöllunar Washington Post, en Pecker hefur ítrekað beitt fjölmiðlum sínum í þágu forsetans, meðal annars með því að þagga niður vandræðaleg mál sem tengjast honum. Umfjöllun National Enquirer var ellefu blaðsíðna löng og skreytt fjölda mynda sem teknar voru í leyni af Bezos og fjölmiðlakonunni Lauren Sánchez. Blaðið vitnaði einnig í smáskilaboð sem Bezos hafði sent Sánchez og stærði sig af því að umfjöllunin væri afrakstur umfangsmestu rannsóknar í sögu þess. Í kjölfarið hóf Bezoz sína eigin rannsókn á hvernig smáskilaboð hans enduðu í höndum götublaðsins. Gavin de Becker, öryggisstjóri Bezos, stýrir þeirri rannsókn, að sögn New York Times.David Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump.AP/Marion CurtisHótað með sjálfsmynd „neðan beltis“ Nú heldur Bezos því fram að American Media hafi hótað honum því að birta vandræðalegar myndir af honum, þar á meðal sjálfsmynd „neðan beltis“, ef hann segði ekki opinberlega að umfjöllun National Enquirer um framhjáhaldið hefði ekki átt sér pólitískar orsakir. Því sagðist Bezos hafna algerlega og sakaði blaðið um „nauðung og kúgun“. „Ef ég í minni stöðu get ekki staðið gegn svona kúgun, hversu margir geta það?“ skrifaði Bezos. Deildi hann tölvupóstum frá American Media í bloggfærslu sinni. Í því krafði lögmaður fyrirtækisins Bezos um að hann lýsti því yfir opinberlega að hann hefði enga vitneskju eða grundvöll til að telja að umfjöllun þess hefði átt sér pólitískan uppruna. „Auðvitað vil ég ekki að persónulegar myndir verði birtar en ég vil heldur ekki taka þátt í vel þekktum aðferðum þeirra: kúgunum, pólitískum greiðum, pólitískum árásum og spillingu. Ég kýs frekar að standa upp, velta þessum steini við og sjá hvað skríður undan honum,“ skrifaði Bezos. De Becker hélt því fram við Washington Post, sem Bezos á, að kveikjan að umfjöllun National Enquirer hafi verið leki af „pólitískum hvötum“.Trump forseti hefur ítrekað ráðist að Bezos, Washington Post og Amazon. Hann uppnefndi Bezos meðal annars kjána (bozo) í tísti nýlega.Getty/Jeff J. MitchellGerðu sátt við saksóknara vegna greiðslu til meintrar hjákonu Trump Málið nú vekur ekki síst athygli í ljósi sáttar sem Pecker og American Media gerðu við alríkissaksóknara í New York í september. Saksóknararnir höfðu komist að því að greiðsla fyrirtækisins til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump forseta hefði verið ólöglegt kosningaframlag. American Media slapp við saksókn en þurfti í staðinn að viðurkenna að það hefði greitt konunni til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Lofaði það einnig að fremja engin brot í þrjú ár. Að öðrum kosti gætu saksóknararnir dregið málið gegn fyrirtækinu aftur. Reynist fyrirtækið hafa brotið af sér í máli Bezos gæti það þannig ógnað sáttinni sem það gerði við saksóknarana, að sögn New York Times.
Amazon Bandaríkin Donald Trump Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32 Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Sjá meira
Ríkasti maður heims og eiginkona að skilja Jeff Bezos, forstjóri vefrisans Amazon og ríkasti maður heims, tilkynnti í dag að hann og McKensie Bezos, eiginkona hans til fjölda ára ætli sér að skilja. 9. janúar 2019 15:32
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Hinn samansaumaði Jeff Bezos varð ríkasti maður nútímasögunnar í dag Stofnandi Amazon sagður fremur nískur, annað en keppinautur hans á listanum Bill Gates. 16. júlí 2018 20:33