Hafa óskað eftir því að týndu tölvupóstarnir verði endurheimtir Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. febrúar 2019 08:41 Dóra Björt Guðjónsdóttir fyrir framan braggann umdeilda að Nauthólsvegi 100. Vísir/vilhelm Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti borgarstjórnar, segir að meirihlutinn í borgarstjórn hafi beðið innri endurskoðun borgarinnar um að reyna að endurheimta tölvupósta á milli aðila tengdum braggamálinu en innri endurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að póstunum hefði verið eytt. Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. Komið hefur fram að tölvupóstum á fimm ára tímabili á milli aðila sem tengjast braggamálinu, verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar, hafi verið eytt. Ekki hefur þó verið hægt að staðfesta að á meðal hinna eyddu tölvupósta hafi verið tölvupóstar varðandi framkvæmdir að Nauthólsvegi 100, að því er segir í minnisblaði innri endurskoðanda um málið. Tölvupóstarnir hafa verið nokkuð til umræðu en í síðasta mánuði óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til að mynda eftir svörum um það hver samskipti Hrólfs Jónssonar fyrrverandi skrifstofustjóra Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og Dags B. Borgarstjóra hefðu verið í tengslum við framkvæmdir við braggann.Gæti verið tæknilega erfitt Dóra Björt áréttaði að ákveðnar reglur gildi um tölvupósta sem sendir eru af starfsmönnum borgarinnar. Þannig eigi að „skjala“ mikilvæg gögn úr tölvupóstunum en einnig séu reglur í gildi um að eyða þurfi reglulega póstum til að forða því að pósthólfið fyllist. Þá hafi ekki komið fram í skýrslu innri endurskoðunar að marga tölvupósta vanti. Þar sem póstum hafi verið eytt yfir lengra tímabil en áður var haldið sé slíkt þó öllu líklegra en ella. „Þá fór ég strax í það, og við allir oddvitar meirihlutans í það, að við sendum tölvupóst til innri endurskoðunar og báðum þá hreinlega um að halda utan um það að reyna að endurheimta þessa tölvupósta þannig að það er verið að skoða möguleikann til þess,“ sagði Dóra Björt. „Það gæti auðvitað verið tæknilega erfitt en það er verið að skoða það. Og okkar vilji er alveg hundrað prósent í því að það gæti verið gott að gera það, til þess að hafa þetta alveg á hreinu.“ Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04 Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59 Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík og forseti borgarstjórnar, segir að meirihlutinn í borgarstjórn hafi beðið innri endurskoðun borgarinnar um að reyna að endurheimta tölvupósta á milli aðila tengdum braggamálinu en innri endurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að póstunum hefði verið eytt. Þetta kom fram í máli Dóru Bjartar í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun, þar sem hún ræddi Braggamálið og skýrslu Innri endurskoðunar. Komið hefur fram að tölvupóstum á fimm ára tímabili á milli aðila sem tengjast braggamálinu, verkefnastjóra hjá Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofunnar, hafi verið eytt. Ekki hefur þó verið hægt að staðfesta að á meðal hinna eyddu tölvupósta hafi verið tölvupóstar varðandi framkvæmdir að Nauthólsvegi 100, að því er segir í minnisblaði innri endurskoðanda um málið. Tölvupóstarnir hafa verið nokkuð til umræðu en í síðasta mánuði óskuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði til að mynda eftir svörum um það hver samskipti Hrólfs Jónssonar fyrrverandi skrifstofustjóra Skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar og Dags B. Borgarstjóra hefðu verið í tengslum við framkvæmdir við braggann.Gæti verið tæknilega erfitt Dóra Björt áréttaði að ákveðnar reglur gildi um tölvupósta sem sendir eru af starfsmönnum borgarinnar. Þannig eigi að „skjala“ mikilvæg gögn úr tölvupóstunum en einnig séu reglur í gildi um að eyða þurfi reglulega póstum til að forða því að pósthólfið fyllist. Þá hafi ekki komið fram í skýrslu innri endurskoðunar að marga tölvupósta vanti. Þar sem póstum hafi verið eytt yfir lengra tímabil en áður var haldið sé slíkt þó öllu líklegra en ella. „Þá fór ég strax í það, og við allir oddvitar meirihlutans í það, að við sendum tölvupóst til innri endurskoðunar og báðum þá hreinlega um að halda utan um það að reyna að endurheimta þessa tölvupósta þannig að það er verið að skoða möguleikann til þess,“ sagði Dóra Björt. „Það gæti auðvitað verið tæknilega erfitt en það er verið að skoða það. Og okkar vilji er alveg hundrað prósent í því að það gæti verið gott að gera það, til þess að hafa þetta alveg á hreinu.“
Borgarstjórn Braggamálið Reykjavík Tengdar fréttir Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04 Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59 Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Vilja fá upplýsingar um samskipti Dags og Hrólfs Segja Hrólf hafa átt fjölda funda með borgarstjóra. 25. janúar 2019 09:04
Staðfestir að tölvupóstum hafi verið eytt Þetta kemur fram í nýju minnisblaði frá innri endurskoðanda. 17. janúar 2019 14:59
Fagnar því að braggamálið tefji fyrir meirihlutanum Minnihlutinn í borginni ætlar að halda gagnrýni sinni á braggamálið til streitu. Óskað er eftir skýringum á greiðslum vegna framkvæmdanna sem hafi verið án heimilda. Þá er farið er fram á að bannað verði að eyða tölvupóstum hjá borginni þar til skjalavörslumál séu komin í lag. Oddviti Miðflokksins fagnar því að málið tefur fyrir meirihlutanum. 3. febrúar 2019 20:00