Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Kjartan Kjartansson skrifar 8. febrúar 2019 08:55 Salman krónprins er sagður hafa verið farinn að ergja sig yfir áhrifum Khashoggi þegar árið 2017. Vísir/EPA Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þar sem hann sagðist myndu setja „byssukúlu“ í Jamal Khashoggi um ári áður en blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segir Sáda hafa grafið undan rannsókn á morðinu í Tyrklandi. Hópur manna sat fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Stjórvöld í Ríad urðu margsaga um hvað hafi orðið af blaðamanninum en viðurkenndu á endanum að hann hefði látist á skrifstofunni. Þau hafa hafnað því að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi sem hafði gagnrýnt yfirvöld í heimalandinu.New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar að Salman krónprins hafi rætt um að drepa Khashoggi ef hann léti ekki af gagnrýni sinni og sneri aftur til Sádi-Arabíu löngu áður en honum var ráðinn bani. Leyniþjónustan hefur áður ályktað að Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað í september árið 2017, í sama mánuði og Khashoggi byrjaði að skrifa pistla fyrir Washington Post. Salman krónprins sagði þá Turki Aldakhil, aðstoðarmanni sínum, að ef ekki væri hægt að lokka Khashoggi heim frá Bandaríkjunum þá ætti að færa hann heim með valdi. Ef hvorugt gengi eftir ætti hann að fara á eftir Khashoggi „með byssukúlu“. Þetta er sagt koma fram í leyniþjónustuskýrslu frá því í desember. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sýnt lítinn áhuga á að komast til botns í morðinu á Khashoggi en hann hefur gert Sáda að einum nánustu bandamönnum sínum. Þá er samband Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa hans, við Salman krónprins talið afar náið.Stóðu í vegi rannsóknarinn í Tyrklandi Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna morðsins á Khashoggi, segir í bráðabirgðaskýrslu eftir heimsókn sína til Tyrklands um mánaðamótin að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi „verulega skert og grafið undan“ getu tyrkneskra yfirvalda til að rannsaka morðið. Þannig hafi tyrkneskir rannsakendur ekki fengið að fara inn á ræðisskrifstofuna fyrr en þrettán dögum eftir að Khashoggi hvarf 2. október. Bráðabirgðaniðurstaða Callamard er að Khashoggi hafi verið fórnarlamb „hrottalegs morðs að yfirlögðu ráði sem var skipulagt og framið af útsendurum stjórnvalda í Sádi-Arabíu“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morðið á Khashoggi olli miklum óhug og hneykslan í haust. Eftir að honum var ráðinn bani eru morðingjar hans taldir hafa bútað lík hans niður með beinsög og fært það af skrifstofunni í ferðatöskum. Lík hans hefur enn ekki fundist og segir Callamard það valda ástvinum hans frekari þjáningum. Sádiarabísk stjórnvöld hafa hafnað því að hópurinn sem myrti Khashoggi hafi verið á vegum þeirra heldur hafi hann tekið það upp hjá sjálfum sér. Þau hafa ákært ellefu manns í tengslum við morðið og krefjast dauðarefsing yfir fimm þeirra. Callamard segist hafa „meiriháttar áhyggjur“ um gegnsæi og réttlæti þeirrar saksóknar. Hún segist hafa óskað eftir því að fá að heimsækja Sádi-Arabíu til þess að fá að kynna sér sönnunargögn Sáda. Lokaskýrsla hennar á að liggja fyrir í júní. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, þar sem hann sagðist myndu setja „byssukúlu“ í Jamal Khashoggi um ári áður en blaðamaðurinn var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október. Rannsakandi Sameinuðu þjóðanna segir Sáda hafa grafið undan rannsókn á morðinu í Tyrklandi. Hópur manna sat fyrir Khashoggi á ræðisskrifstofunni í Istanbúl í byrjun október. Stjórvöld í Ríad urðu margsaga um hvað hafi orðið af blaðamanninum en viðurkenndu á endanum að hann hefði látist á skrifstofunni. Þau hafa hafnað því að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi sem hafði gagnrýnt yfirvöld í heimalandinu.New York Times hefur nú eftir heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar að Salman krónprins hafi rætt um að drepa Khashoggi ef hann léti ekki af gagnrýni sinni og sneri aftur til Sádi-Arabíu löngu áður en honum var ráðinn bani. Leyniþjónustan hefur áður ályktað að Salman hafi líklega skipað fyrir um morðið. Samskiptin sem um ræðir áttu sér stað í september árið 2017, í sama mánuði og Khashoggi byrjaði að skrifa pistla fyrir Washington Post. Salman krónprins sagði þá Turki Aldakhil, aðstoðarmanni sínum, að ef ekki væri hægt að lokka Khashoggi heim frá Bandaríkjunum þá ætti að færa hann heim með valdi. Ef hvorugt gengi eftir ætti hann að fara á eftir Khashoggi „með byssukúlu“. Þetta er sagt koma fram í leyniþjónustuskýrslu frá því í desember. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sýnt lítinn áhuga á að komast til botns í morðinu á Khashoggi en hann hefur gert Sáda að einum nánustu bandamönnum sínum. Þá er samband Jareds Kushner, tengdasonar Trump og eins helsta ráðgjafa hans, við Salman krónprins talið afar náið.Stóðu í vegi rannsóknarinn í Tyrklandi Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna vegna morðsins á Khashoggi, segir í bráðabirgðaskýrslu eftir heimsókn sína til Tyrklands um mánaðamótin að stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafi „verulega skert og grafið undan“ getu tyrkneskra yfirvalda til að rannsaka morðið. Þannig hafi tyrkneskir rannsakendur ekki fengið að fara inn á ræðisskrifstofuna fyrr en þrettán dögum eftir að Khashoggi hvarf 2. október. Bráðabirgðaniðurstaða Callamard er að Khashoggi hafi verið fórnarlamb „hrottalegs morðs að yfirlögðu ráði sem var skipulagt og framið af útsendurum stjórnvalda í Sádi-Arabíu“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Morðið á Khashoggi olli miklum óhug og hneykslan í haust. Eftir að honum var ráðinn bani eru morðingjar hans taldir hafa bútað lík hans niður með beinsög og fært það af skrifstofunni í ferðatöskum. Lík hans hefur enn ekki fundist og segir Callamard það valda ástvinum hans frekari þjáningum. Sádiarabísk stjórnvöld hafa hafnað því að hópurinn sem myrti Khashoggi hafi verið á vegum þeirra heldur hafi hann tekið það upp hjá sjálfum sér. Þau hafa ákært ellefu manns í tengslum við morðið og krefjast dauðarefsing yfir fimm þeirra. Callamard segist hafa „meiriháttar áhyggjur“ um gegnsæi og réttlæti þeirrar saksóknar. Hún segist hafa óskað eftir því að fá að heimsækja Sádi-Arabíu til þess að fá að kynna sér sönnunargögn Sáda. Lokaskýrsla hennar á að liggja fyrir í júní.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Sjá meira