Prinsessa vill verða forsætisráðherra Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2019 09:05 Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol. Vísir/AP Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. Löng hefð hefur verið fyrir því að konungsfjölskyldan haldi sig frá stjórnmálum í landinu og hefur þessi ákvörðun prinsessunnar sett kosningabaráttuna í ákveðið uppnám, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ubolratana er elsta systir konungs Taílands og fer hún nú gegn þeim frambjóðanda sem her landsins styður. Sá gengur undir nafninu Prayuth Chan-ocha og starfar hann nú sem forsætisráðherra eftir að hann leiddi valdarán gegn síðustu ríkisstjórn Taílands árið 2014. Hann leiðir Palang Pracharat flokkinn sem AP segir lengi hafa verið talinn ganga erinda hersins. Hingað til hefur Prayuth flokkurinn verið talinn líklegastur til að bera sigur úr bítum í kosningunum sem fram fara þann 24. mars og þá sérstaklega vegna stjórnarskrárbreytinga og breytinga á lögum um kosningar sem flokkurinn hefur gert í kjölfar valdaránsins. Þær breytingar hafa leitt til þess að öðrum flokkum reynist erfitt að ná völdum án stuðningar hersins. Ubolratana hefur þó gert bandalag við Thakshin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands sem herinn velti úr sessi, og hefur ákvörðun hennar breytt aðstæðum í landinu verulega. Prinsessan hefur þó lengi synt gegn straumnum, ef svo má að orði komast, varðandi hefðir konungsfjölskyldunnar. Hún giftist Bandaríkjamanninum Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Ubolratana kynntist Jensen þegar hún var við nám í Massachusetts Institute of Technology eða MIT og bjó hún í Bandaríkjunum í rúm 25 ár.Hún fór þó aftur til Taílands eftir skilnað hennar og Jensen þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Konungsfjölskyldan er talin heilög í Taílandi en hún hefur farið gegn ýmsum hefðum henni tengdri og þykir mjög vinsæl þar í landi. Hún hefur einnig sungið og leikið í kvikmyndum. Kóngafólk Taíland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Taílenska prinsessan Ubolratana Mahidol hefur boðið sig fram til embættis forsætisráðherra fyrir flokkinn Raksa Chart. Löng hefð hefur verið fyrir því að konungsfjölskyldan haldi sig frá stjórnmálum í landinu og hefur þessi ákvörðun prinsessunnar sett kosningabaráttuna í ákveðið uppnám, samkvæmt AP fréttaveitunni.Ubolratana er elsta systir konungs Taílands og fer hún nú gegn þeim frambjóðanda sem her landsins styður. Sá gengur undir nafninu Prayuth Chan-ocha og starfar hann nú sem forsætisráðherra eftir að hann leiddi valdarán gegn síðustu ríkisstjórn Taílands árið 2014. Hann leiðir Palang Pracharat flokkinn sem AP segir lengi hafa verið talinn ganga erinda hersins. Hingað til hefur Prayuth flokkurinn verið talinn líklegastur til að bera sigur úr bítum í kosningunum sem fram fara þann 24. mars og þá sérstaklega vegna stjórnarskrárbreytinga og breytinga á lögum um kosningar sem flokkurinn hefur gert í kjölfar valdaránsins. Þær breytingar hafa leitt til þess að öðrum flokkum reynist erfitt að ná völdum án stuðningar hersins. Ubolratana hefur þó gert bandalag við Thakshin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands sem herinn velti úr sessi, og hefur ákvörðun hennar breytt aðstæðum í landinu verulega. Prinsessan hefur þó lengi synt gegn straumnum, ef svo má að orði komast, varðandi hefðir konungsfjölskyldunnar. Hún giftist Bandaríkjamanninum Peter Jensen árið 1972 og afsalaði sér með því öllum konunglegum titlum. Ubolratana kynntist Jensen þegar hún var við nám í Massachusetts Institute of Technology eða MIT og bjó hún í Bandaríkjunum í rúm 25 ár.Hún fór þó aftur til Taílands eftir skilnað hennar og Jensen þar sem konungsfjölskyldan tók henni með opnum örmum á nýjan leik. Konungsfjölskyldan er talin heilög í Taílandi en hún hefur farið gegn ýmsum hefðum henni tengdri og þykir mjög vinsæl þar í landi. Hún hefur einnig sungið og leikið í kvikmyndum.
Kóngafólk Taíland Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira