Katrín segir stjórnmálaflokka ekki vera safn um menningararf Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2019 19:45 Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar. Sagan muni eiga síðasta orðið um núverandi stjórnarsamstarf. Þegar fjórir félagshyggjuflokkar sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar árið 1999 vildu ekki allir vera með og Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til hinn 6. febrúar það ár. Hún er því tvítug um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins fór yfir sögu hreyfingarinnar í setningarræðu flokksráðsfundar í dag. Hún segir ekki hægt að neita því að Vinstri græn hafi haft gríðarleg áhrif á íslensk stjórnmál og sett fjölmörg mál á dagskrá og verið frumkvölar í umhverfis- og kvenfrelsismálum. „Skoðanir okkar á upphafsárunum voru oft kallaðar öfgafullar jaðarskoðanir. Þetta eru mál sem núna eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna og njóta mikils fylgis.“ Hver er þá róttækni flokksins í dag? „Það er auðvitað spurningin sem við þurfum að glíma við. Við gengum í gegnum myndi ég segja mikla málefnalega endurnýjun á árunum eftir síðasta ríkisstjórnarsamstarf. Settum þá ákveðin mál á dagskrá. Ekki síst réttindamál, jöfnuð og tengsl hans við velsæld. Það sem við höfum verið að vinna með sérstaklega núna er hvernig við getum tengt efnahagslíf við velsæld án þess að einblína um of á hagvöxt. Vinstri græn hafa tvívegis setið í ríkisstjórn og reyndist samstarfið með Samfylkingunni strax eftir hrun flokkunum báðum erfitt og kom niður á fylgi þeirra í kosningunum 2013. Núverandi stjórnarsamstarf með helsta andstæðingi flokksins samkvæmt hans eigin skilgreiningu er sömuleiðis umdeilt. „Kannski er það svolítil róttækni að taka slíka ákvörðun. En við ákváðum að gera það því okkur fannst mikilvægt og við töldum okkur geta náð miklum árangri í þessu stjórnarsamstarfi.“ Heldur þú að sagan muni dæma þessa ákvörðun með jákvæðum augum þegar upp verður staðið? „Ég held að sagan muni dæma okkur þannig að við höfum tvímælalaust náð árangri í ýmsum málum. En auðvitað hef ég trú á þessari ákvörðun en engin getur sagt til um hvernig sagan dæmir sig fyrr en eftir á,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir stjórnmálaflokka ekki eiga að vera safn um menningararf heldur hreyfing um fólk. Áherslur Vinstri grænna hafi á fyrstu árum hreyfingarinnar verið úthrópaðar sem öfgastefna en séu nú almennar og lítt róttækar. Sagan muni eiga síðasta orðið um núverandi stjórnarsamstarf. Þegar fjórir félagshyggjuflokkar sameinuðust undir merkjum Samfylkingarinnar árið 1999 vildu ekki allir vera með og Vinstrihreyfingin grænt framboð varð til hinn 6. febrúar það ár. Hún er því tvítug um þessar mundir. Katrín Jakobsdóttir formaður flokksins fór yfir sögu hreyfingarinnar í setningarræðu flokksráðsfundar í dag. Hún segir ekki hægt að neita því að Vinstri græn hafi haft gríðarleg áhrif á íslensk stjórnmál og sett fjölmörg mál á dagskrá og verið frumkvölar í umhverfis- og kvenfrelsismálum. „Skoðanir okkar á upphafsárunum voru oft kallaðar öfgafullar jaðarskoðanir. Þetta eru mál sem núna eru orðin hluti af meginstraumi stjórnmálanna og njóta mikils fylgis.“ Hver er þá róttækni flokksins í dag? „Það er auðvitað spurningin sem við þurfum að glíma við. Við gengum í gegnum myndi ég segja mikla málefnalega endurnýjun á árunum eftir síðasta ríkisstjórnarsamstarf. Settum þá ákveðin mál á dagskrá. Ekki síst réttindamál, jöfnuð og tengsl hans við velsæld. Það sem við höfum verið að vinna með sérstaklega núna er hvernig við getum tengt efnahagslíf við velsæld án þess að einblína um of á hagvöxt. Vinstri græn hafa tvívegis setið í ríkisstjórn og reyndist samstarfið með Samfylkingunni strax eftir hrun flokkunum báðum erfitt og kom niður á fylgi þeirra í kosningunum 2013. Núverandi stjórnarsamstarf með helsta andstæðingi flokksins samkvæmt hans eigin skilgreiningu er sömuleiðis umdeilt. „Kannski er það svolítil róttækni að taka slíka ákvörðun. En við ákváðum að gera það því okkur fannst mikilvægt og við töldum okkur geta náð miklum árangri í þessu stjórnarsamstarfi.“ Heldur þú að sagan muni dæma þessa ákvörðun með jákvæðum augum þegar upp verður staðið? „Ég held að sagan muni dæma okkur þannig að við höfum tvímælalaust náð árangri í ýmsum málum. En auðvitað hef ég trú á þessari ákvörðun en engin getur sagt til um hvernig sagan dæmir sig fyrr en eftir á,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Tímamót Vinstri græn Tengdar fréttir Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30 Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Sjá meira
Vinstri græn eldast varla VG á tuttugu ára afmæli í vikunni og af því tilefni hefur flokkurinn safnað saman flashback Friday myndum af fólki úr flokknum frá 1999 með mynd frá 2019. 8. febrúar 2019 13:30
Katrín segir ekki gaman í pólitík nema tekin sé áhætta Formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra segir það hafa verið áhættu að ganga til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn en það sé ekki gaman í stjórnmálum nema tekin sé áhætta. 8. febrúar 2019 13:15