Erlent

Trump staðfestir fundarstað og fer fögrum orðum um Kim Jong-un

Andri Eysteinsson skrifar
Fundur Kim og Trump í júní síðastliðnum var sögulegur enda í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna og leiðtogi Norður-Kóreu hittust.
Fundur Kim og Trump í júní síðastliðnum var sögulegur enda í fyrsta skipti sem forseti Bandaríkjanna og leiðtogi Norður-Kóreu hittust. AP/Susan Walsh
Bandaríkjaforseti, Donald Trump staðfesti í dag að fyrirhugaður leiðtogafundur hans og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu muni fara fram í víetnömsku höfuðborginni Hanoi. Legið hafði fyrir að kollegarnir myndu funda í Víetnam en nákvæmar upplýsingar höfðu ekki legið fyrir.

Trump greindi frá því að sendimenn hans hefðu lokið fundahöldum í Norður-Kóreu og hefðu gert samkomulag um fundarstaðinn og nákvæma dagsetningu, 27.-28. febrúar næstkomandi. Bandaríkjaforseti sagðist hlakka til að sjá norðurkóreska leiðtogann. Forsetinn greindi frá dagsetningu fundarins í stefnuræðu sinni á dögunum.

Trump fór einnig fögrum orðum um framtíð Norður-Kóreu undir stjórn Kim. Bandaríkjaforseti sagði að kollegi sinn myndi gera ríkið að efnahagslegu stórveldi. Slíkt muni koma mörgum á óvart en ekki Trump sjálfum.

Að lokum gantaðist hann með kjarnorkuógnina sem Norður-Kórea er talin vera.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×