Umhverfismálin eru lykilmál Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Samkvæmt nýlegri könnun Gallup nefna helmingi fleiri en áður umhverfismál og loftslagsbreytingar sem helstu áskoranirnar sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Áhyggjur Íslendinga af loftslagsbreytingum hafa aukist milli ára og fleiri segjast jafnframt hugsa mikið um hvað þau geti gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið, nærri 60%. Þetta er þó ekki einungis spurning um að hugsa heldur líka gera. Þannig var gleðilegt að sjá að mikill meirihluti landsmanna kveðst hafa breytt hegðun sinni síðastliðið ár til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslag. Þá segist um helmingur hafa breytt neysluvenjum sínum í sama tilgangi. Það sem hafði mest áhrif á breytta hegðun var aukin umræða, fréttaumfjöllun og fræðsla. Samkvæmt gagnagrunni Fjölmiðlavaktarinnar hefur fréttum sem innibera orðið „umhverfismál“ fjölgað um tæp 80% á einungis fimm árum. Plast hefur aldeilis komist á dagskrá en 56% aukning varð á fréttum um plast seinustu þrjú ár. Nær tvöföldun hefur orðið á fréttum um friðlýsingar á sama tímabili og æ fleiri fréttir eru fluttar um matarsóun. Árið 2010 innihéldu 164 fréttir orðið „loftlagsbreytingar“ en í fyrra tæplega 1.000 eða hátt í þrjár á dag. Ég hef alltaf haft þá bjargföstu trú að það að auka sýnileika umhverfismála skipti máli og lagt áherslu á að við gerum í sameiningu allt sem við getum til að auka þennan sýnileika. Ég gladdist því að fá staðfest í könnuninni að þetta geti sannarlega verið afl til breytinga. Mun fleiri en áður telja stjórnvöld almennt ná miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samfélaginu. 19,6% voru á þeirri skoðun árið 2017 en 33,9% nú. Í könnuninni kemur líka fram að fólk vill að stjórnmálamenn geri enn meira til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það eru góðar fréttir. Fólk vill samkvæmt könnuninni að ríki, sveitarfélög og fyrirtæki taki umhverfismálin föstum tökum. Umhverfismálin eru orðin lykilmál.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Loftslagsmál Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri könnun Gallup nefna helmingi fleiri en áður umhverfismál og loftslagsbreytingar sem helstu áskoranirnar sem Ísland stendur frammi fyrir í dag. Áhyggjur Íslendinga af loftslagsbreytingum hafa aukist milli ára og fleiri segjast jafnframt hugsa mikið um hvað þau geti gert til að draga úr áhrifum sínum á loftslagið, nærri 60%. Þetta er þó ekki einungis spurning um að hugsa heldur líka gera. Þannig var gleðilegt að sjá að mikill meirihluti landsmanna kveðst hafa breytt hegðun sinni síðastliðið ár til að lágmarka áhrif sín á umhverfi og loftslag. Þá segist um helmingur hafa breytt neysluvenjum sínum í sama tilgangi. Það sem hafði mest áhrif á breytta hegðun var aukin umræða, fréttaumfjöllun og fræðsla. Samkvæmt gagnagrunni Fjölmiðlavaktarinnar hefur fréttum sem innibera orðið „umhverfismál“ fjölgað um tæp 80% á einungis fimm árum. Plast hefur aldeilis komist á dagskrá en 56% aukning varð á fréttum um plast seinustu þrjú ár. Nær tvöföldun hefur orðið á fréttum um friðlýsingar á sama tímabili og æ fleiri fréttir eru fluttar um matarsóun. Árið 2010 innihéldu 164 fréttir orðið „loftlagsbreytingar“ en í fyrra tæplega 1.000 eða hátt í þrjár á dag. Ég hef alltaf haft þá bjargföstu trú að það að auka sýnileika umhverfismála skipti máli og lagt áherslu á að við gerum í sameiningu allt sem við getum til að auka þennan sýnileika. Ég gladdist því að fá staðfest í könnuninni að þetta geti sannarlega verið afl til breytinga. Mun fleiri en áður telja stjórnvöld almennt ná miklum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samfélaginu. 19,6% voru á þeirri skoðun árið 2017 en 33,9% nú. Í könnuninni kemur líka fram að fólk vill að stjórnmálamenn geri enn meira til að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Það eru góðar fréttir. Fólk vill samkvæmt könnuninni að ríki, sveitarfélög og fyrirtæki taki umhverfismálin föstum tökum. Umhverfismálin eru orðin lykilmál.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun