Meiri harka í gríska boltanum Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. janúar 2019 08:30 Ögmundur í síðasta leik sínum fyrir íslenska landsliðið gegn Katar í árslok 2017 en hann var kallaður inn í landsliðið á ný í haust eftir að hafa misst af Heimsmeistaramótinu í Rússlandi í sumar sem leið. Fréttablaðið/Afp Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson varð síðasta sumar áttundi íslenski leikmaðurinn sem samdi við grískt félag þegar hann skrifaði undir hjá Larissa til tveggja ára og hefur hann komið sér vel fyrir í Grikklandi þar sem hann byrjar alla leiki. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu hefur Larissa aðeins tapað tveimur af síðustu tíu leikjum og er komið um miðja deild þegar tímabilið er hálfnað. Fram undan er leikur gegn stórveldinu Olympiakos síðar í dag eftir að Larissa tókst að næla í stig gegn Panathinaikos á dögunum þrátt fyrir að leika manni færri frá þriðju mínútu leiksins. „Við erum búnir að vera í Aþenu síðustu daga og það er komin spenna fyrir leiknum gegn Olympiakos. Maður er spenntur fyrir því að spila þessa stærstu leiki. Við náðum í gott stig gegn Panathinaikos þrátt fyrir að vera manni færri frá upphafsmínútunum,“ sagði Ögmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Larissa er kunnugt íslenskum knattspyrnuaðdáendum eftir að hafa mætt KR í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2010. „Það eru nokkur sögufræg félög í Grikklandi, PAOK, Panathinaikos, Olympiakos og AEK Aþena sem eru stærstu félögin. Þau eru með mestu peningana og bestu leikmannahópana og hafa sýnt það í Evrópu að þetta eru frábær lið. Larissa hefur unnið titla en er í hópnum á eftir þessum stórliðum. Fólkið hér man vel eftir leikjunum gegn KR hérna um árið.“ Grískir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir. „Það er mjög skemmtilegt, það er mikill hiti í mönnum og það eru oft mikil læti á leikjum og í kringum leikina. Það hefur komið fyrir að lögreglan þurfi að nota táragas til að ná stjórn á stuðningsmönnum en það er frábært að spila í svona stemmingu,“ sagði Ögmundur sem þekkir það vel að spila í leikjum þar sem stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Hann lék um árabil með Hammarby þar sem nágrannaslagurinn gegn AIK er ekkert grín. „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir svona stemmingu. Það er algjörlega einstakt að spila svona leiki eins og borgarslaginn um Stokkhólm. Það er erfitt að finna betri stemmingu en í þessum leikjum.“ Eftir stutt stopp í Hollandi samdi Ögmundur við Larissa í sumar. Hann segir meiri hörku einkenna gríska knattspyrnu. „Þetta er öðruvísi knattspyrna, hollenski boltinn er teknískari og lögð áhersla á að spila út. Meiri áhersla á tæknina í stað baráttunnar. Í Grikklandi er meiri hiti í leikjunum, tekist meira á og meiri harka,“ sagði Ögmundur sem hafði úr nokkrum tilboðum að velja. „Ein af lykilástæðum þess að ég kem hingað er að þjálfarateymið lagði mikla áherslu á að fá mig þegar ég var að skoða möguleikana í sumar. Ég var með nokkur tilboð á borðinu en eftir viðræður við Larissa var ég ákveðinn. Þeir töluðu um að ég myndi spila alla leiki sem var mjög jákvætt. Ég var held ég búinn að fá eina æfingu þegar ég byrjaði fyrsta leikinn,“ sagði hann léttur og hélt áfram: „Það þrífast allir leikmenn á því að finna fyrir trausti, ekki bara markmenn heldur leikmenn í öllum stöðum. Manni líður vel og fær sjálfstraust ef maður finnur fyrir trausti þjálfarateymisins og þá spilar maður betur.“ Ögmundur á að baki fimmtán leiki með A-landsliðinu og var í leikmannahópnum í síðustu tveimur landsleikjahléum. „Stefnan er að vera í íslenska landsliðinu áfram. Þjálfarateymið leggst vel í mig, við áttum gott spjall í síðustu landsliðsverkefnum. Nú er það undir manni komið að spila vel með félagsliðinu og þá koma tækifæri með landsliðinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson varð síðasta sumar áttundi íslenski leikmaðurinn sem samdi við grískt félag þegar hann skrifaði undir hjá Larissa til tveggja ára og hefur hann komið sér vel fyrir í Grikklandi þar sem hann byrjar alla leiki. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu hefur Larissa aðeins tapað tveimur af síðustu tíu leikjum og er komið um miðja deild þegar tímabilið er hálfnað. Fram undan er leikur gegn stórveldinu Olympiakos síðar í dag eftir að Larissa tókst að næla í stig gegn Panathinaikos á dögunum þrátt fyrir að leika manni færri frá þriðju mínútu leiksins. „Við erum búnir að vera í Aþenu síðustu daga og það er komin spenna fyrir leiknum gegn Olympiakos. Maður er spenntur fyrir því að spila þessa stærstu leiki. Við náðum í gott stig gegn Panathinaikos þrátt fyrir að vera manni færri frá upphafsmínútunum,“ sagði Ögmundur þegar Fréttablaðið heyrði í honum í gær. Larissa er kunnugt íslenskum knattspyrnuaðdáendum eftir að hafa mætt KR í undankeppni Evrópudeildarinnar árið 2010. „Það eru nokkur sögufræg félög í Grikklandi, PAOK, Panathinaikos, Olympiakos og AEK Aþena sem eru stærstu félögin. Þau eru með mestu peningana og bestu leikmannahópana og hafa sýnt það í Evrópu að þetta eru frábær lið. Larissa hefur unnið titla en er í hópnum á eftir þessum stórliðum. Fólkið hér man vel eftir leikjunum gegn KR hérna um árið.“ Grískir stuðningsmenn eru þekktir fyrir að vera blóðheitir. „Það er mjög skemmtilegt, það er mikill hiti í mönnum og það eru oft mikil læti á leikjum og í kringum leikina. Það hefur komið fyrir að lögreglan þurfi að nota táragas til að ná stjórn á stuðningsmönnum en það er frábært að spila í svona stemmingu,“ sagði Ögmundur sem þekkir það vel að spila í leikjum þar sem stuðningsmenn láta vel í sér heyra. Hann lék um árabil með Hammarby þar sem nágrannaslagurinn gegn AIK er ekkert grín. „Maður þarf að vera undirbúinn fyrir svona stemmingu. Það er algjörlega einstakt að spila svona leiki eins og borgarslaginn um Stokkhólm. Það er erfitt að finna betri stemmingu en í þessum leikjum.“ Eftir stutt stopp í Hollandi samdi Ögmundur við Larissa í sumar. Hann segir meiri hörku einkenna gríska knattspyrnu. „Þetta er öðruvísi knattspyrna, hollenski boltinn er teknískari og lögð áhersla á að spila út. Meiri áhersla á tæknina í stað baráttunnar. Í Grikklandi er meiri hiti í leikjunum, tekist meira á og meiri harka,“ sagði Ögmundur sem hafði úr nokkrum tilboðum að velja. „Ein af lykilástæðum þess að ég kem hingað er að þjálfarateymið lagði mikla áherslu á að fá mig þegar ég var að skoða möguleikana í sumar. Ég var með nokkur tilboð á borðinu en eftir viðræður við Larissa var ég ákveðinn. Þeir töluðu um að ég myndi spila alla leiki sem var mjög jákvætt. Ég var held ég búinn að fá eina æfingu þegar ég byrjaði fyrsta leikinn,“ sagði hann léttur og hélt áfram: „Það þrífast allir leikmenn á því að finna fyrir trausti, ekki bara markmenn heldur leikmenn í öllum stöðum. Manni líður vel og fær sjálfstraust ef maður finnur fyrir trausti þjálfarateymisins og þá spilar maður betur.“ Ögmundur á að baki fimmtán leiki með A-landsliðinu og var í leikmannahópnum í síðustu tveimur landsleikjahléum. „Stefnan er að vera í íslenska landsliðinu áfram. Þjálfarateymið leggst vel í mig, við áttum gott spjall í síðustu landsliðsverkefnum. Nú er það undir manni komið að spila vel með félagsliðinu og þá koma tækifæri með landsliðinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira