Um samflot og brúarsmíði Andri Steinn Hilmarsson skrifar 30. janúar 2019 07:36 Fossvogsbrú verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Önnur umferð, s.s. hópferðabifreiða eða fólksbíla verður ekki leyfð. Ástæða er til þess að skerpa á staðreyndum vegna umræðu á kaffistofum og samfélagsmiðlum í kjölfar bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar nýverið. Þar hvöttu þeir til þess að skoðaðir yrðu kostir þess að hleypa þétt setnum bílum, þ.e. samfloti, yfir brúna. Engin áform eru hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi um að hleypa almennri bílaumferð yfir brúna. Til að mynda sagði í afgreiðslu skipulagsráðs Kópavogsbæjar í október sl., sem var staðfest af bæjarstjórn, þegar samþykkt var að auglýsa tillögu að deiliskipulagi „Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.“ Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var við gildistöku gert ráð fyrir að brúin yrði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða gerð deiliskipulags við brúna var hins vegar gerð sú breyting á aðalskipulaginu í mars 2018 sem heimilar umferð almenningsvagna yfir brúna. Þá verður neyðarakstur leyfður í undantekningartilfellum sem kemur sér vel fyrir íbúa á Kársnesi. Kópavogur tók þátt í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni Nordic Built Cities Challenge árið 2016 og var þá Kársnes valið til þátttöku ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á Norðurlöndunum. Tillagan „Spot On Kársnes“ vann sigur úr býtum og gerði tillagan ráð fyrir að lagðar yrðu brýr fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur yfir Fossvog til Reykjavíkur annars vegar og hins vegar yfir Skerjafjörð á Álftanes. Þótt ekki sé unnið að breytingum í skipulagi í samræmi við tillöguna hefur hún orðið Kópavogi mikill innblástur við skipulagsvinnu. Ekki þarf að deila um jákvæð áhrif samflots í umferðinni og hvetur undirritaður til þess að horft verði til sérstakra hvata fyrir samflot þar sem því verður komið við í umferðinni. Þegar fleiri eru um hverja bílferð fækkar bílum í umferðinni og ferðatími fólks styttist. Samflot leiðir til sparnaðar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið og dregur úr mengun. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Kárnsesi á næstu árum. Þétting byggðar og fjölgun íbúa kallar á nýjar áherslur og áskoranir í samgöngumálum. Ekki er á það bætandi að auka á umferð á Kársnesi með tengingu fyrir almenna umferð yfir Fossvogsbrú. Þvert á móti hefur Kópavogsbær hefur sett sér metnaðarfullt markmið um að þrefalda ferðir sem farnar eru með almenningssamgöngum í bænum árið 2040 og fjölga verulega ferðum hjólandi og gangandi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fossvogsbrú Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Fossvogsbrú verður fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna. Önnur umferð, s.s. hópferðabifreiða eða fólksbíla verður ekki leyfð. Ástæða er til þess að skerpa á staðreyndum vegna umræðu á kaffistofum og samfélagsmiðlum í kjölfar bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar nýverið. Þar hvöttu þeir til þess að skoðaðir yrðu kostir þess að hleypa þétt setnum bílum, þ.e. samfloti, yfir brúna. Engin áform eru hjá bæjaryfirvöldum í Kópavogi um að hleypa almennri bílaumferð yfir brúna. Til að mynda sagði í afgreiðslu skipulagsráðs Kópavogsbæjar í október sl., sem var staðfest af bæjarstjórn, þegar samþykkt var að auglýsa tillögu að deiliskipulagi „Skipulagsráð vill ítreka að brúin er hugsuð fyrir eina akrein fyrir almenningssamgöngur auk umferð gangandi og hjólandi.“ Í aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 var við gildistöku gert ráð fyrir að brúin yrði fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Samhliða gerð deiliskipulags við brúna var hins vegar gerð sú breyting á aðalskipulaginu í mars 2018 sem heimilar umferð almenningsvagna yfir brúna. Þá verður neyðarakstur leyfður í undantekningartilfellum sem kemur sér vel fyrir íbúa á Kársnesi. Kópavogur tók þátt í alþjóðlegu hugmyndasamkeppninni Nordic Built Cities Challenge árið 2016 og var þá Kársnes valið til þátttöku ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á Norðurlöndunum. Tillagan „Spot On Kársnes“ vann sigur úr býtum og gerði tillagan ráð fyrir að lagðar yrðu brýr fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur yfir Fossvog til Reykjavíkur annars vegar og hins vegar yfir Skerjafjörð á Álftanes. Þótt ekki sé unnið að breytingum í skipulagi í samræmi við tillöguna hefur hún orðið Kópavogi mikill innblástur við skipulagsvinnu. Ekki þarf að deila um jákvæð áhrif samflots í umferðinni og hvetur undirritaður til þess að horft verði til sérstakra hvata fyrir samflot þar sem því verður komið við í umferðinni. Þegar fleiri eru um hverja bílferð fækkar bílum í umferðinni og ferðatími fólks styttist. Samflot leiðir til sparnaðar bæði fyrir einstaklinga og samfélagið og dregur úr mengun. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á Kárnsesi á næstu árum. Þétting byggðar og fjölgun íbúa kallar á nýjar áherslur og áskoranir í samgöngumálum. Ekki er á það bætandi að auka á umferð á Kársnesi með tengingu fyrir almenna umferð yfir Fossvogsbrú. Þvert á móti hefur Kópavogsbær hefur sett sér metnaðarfullt markmið um að þrefalda ferðir sem farnar eru með almenningssamgöngum í bænum árið 2040 og fjölga verulega ferðum hjólandi og gangandi. Höfundur er formaður umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogsbæjar.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar