Fimmtíu ár frá síðustu tónleikum Bítlana Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2019 10:51 Bítlarnir á hinum frægu lokatónleikum sínum sem fram fóru fyrir fimmtíu árum. Getty Lokatónleikar merkustu rokkhljómsveitar allra tíma settu London á annan endann. En, í dag eru fimmtíu ár liðin frá því Bítlarnir komu fram hinsta sinni. Þetta voru hinir frægu óvæntu tónleikar sem þeir héldu á þaki hússins sem stendur við 3 Savile Row. Tónleikarnir voru liður í upptökum á heimildamyndinni Let it be og þar má sjá uppnámið sem verður á götum Lundúnarborgar eftir að vegfarendur áttuðu sig á því hvað er um að vera. er svo sýnt þegar lögreglan kemur og bindur enda á tónleikana. Bítlarnir léku fáein lög við þetta tækifæri: Get Back, Don't Let Me Down, I've Got a Feeling, One After 909, Dig a Pony, I've Got a Feeling, Don't Let Me Down og Get Back.Ásamt þeim George, Paul, John og Ringo lék Billy Preston á hljómborð. Tónleikarnir mörkuðu tímamót. Ýmsir aðdáendur bundu við það vonir að þetta væri til marks um að hljómsveitin hygðist ætla að taka upp þráðinn og fara að koma fram opinberlega á nýjan leik, en Bítlarnir hættu að spila á tónleikum eftir að þeir komu fram í San Francisco árið 1966. Þeir lýstu því að þetta væri tilgangslaust, þeir heyrðu ekkert í sjálfum sér svo mjög öskruðu og veinuðu tónleikagestir. En, svo fór þó ekki. Þetta reyndust síðustu tónleikarnir. Hljómsveitin lagði svo upp laupana árið 1970, fjölmörgum aðdáendum um heim allan til mikillar hrellingar. Má segja að margir tónlistarunnendur hafi aldrei almennilega jafnað sig á því og enn er verið að ræða í þaula alla hugsanlega fleti á sögu þessarar frægustu og bestu rokkhljómsveitar allra tíma. Tónlist Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Lokatónleikar merkustu rokkhljómsveitar allra tíma settu London á annan endann. En, í dag eru fimmtíu ár liðin frá því Bítlarnir komu fram hinsta sinni. Þetta voru hinir frægu óvæntu tónleikar sem þeir héldu á þaki hússins sem stendur við 3 Savile Row. Tónleikarnir voru liður í upptökum á heimildamyndinni Let it be og þar má sjá uppnámið sem verður á götum Lundúnarborgar eftir að vegfarendur áttuðu sig á því hvað er um að vera. er svo sýnt þegar lögreglan kemur og bindur enda á tónleikana. Bítlarnir léku fáein lög við þetta tækifæri: Get Back, Don't Let Me Down, I've Got a Feeling, One After 909, Dig a Pony, I've Got a Feeling, Don't Let Me Down og Get Back.Ásamt þeim George, Paul, John og Ringo lék Billy Preston á hljómborð. Tónleikarnir mörkuðu tímamót. Ýmsir aðdáendur bundu við það vonir að þetta væri til marks um að hljómsveitin hygðist ætla að taka upp þráðinn og fara að koma fram opinberlega á nýjan leik, en Bítlarnir hættu að spila á tónleikum eftir að þeir komu fram í San Francisco árið 1966. Þeir lýstu því að þetta væri tilgangslaust, þeir heyrðu ekkert í sjálfum sér svo mjög öskruðu og veinuðu tónleikagestir. En, svo fór þó ekki. Þetta reyndust síðustu tónleikarnir. Hljómsveitin lagði svo upp laupana árið 1970, fjölmörgum aðdáendum um heim allan til mikillar hrellingar. Má segja að margir tónlistarunnendur hafi aldrei almennilega jafnað sig á því og enn er verið að ræða í þaula alla hugsanlega fleti á sögu þessarar frægustu og bestu rokkhljómsveitar allra tíma.
Tónlist Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira