Enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum Jakob Bjarnar skrifar 30. janúar 2019 15:41 Páll er afar ósáttur við flokkssystur sína, Sigríði Andersen dómsmálaráðherra, sem nú hefur gripið til þess að kalla sýslumanninn í Eyjum til annarra starfa. Til stendur að fjarlægja sýslumanninn úr Eyjum og að sýslumaðurinn á Suðurlandi gegni hlutverki hans. Þetta leggst vægast sagt illa í Eyjamenn og var afar þungt hljóðið í Eyjamanninum og þingmanninum Páli Magnússyni, sem kvaddi sér hljóðs á þinginu nú fyrir stundu. Hann gagnrýndi flokksystur sína, Sigríði Á. Andersen harðlega og sagði hana stunda það sem hann kallar óboðlega stjórnsýslu.Eyjamenn illa sviknir „Já, það vildi þannig til að fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, sem er frá Vestmannaeyjum, var staddur á flugvelli þar í bæ í gærmorgun. Þá var nýlent í bænum sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var þangað komin til að tilkynna heimamönnum að frá og með föstudeginum næsta, ekki á morgun heldur hinn, yrði enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum! Hvorki þingmenn kjördæmisins né bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, höfðu hugmynd um þetta. Raunar þvert á móti. Því síðasta haust, þá var þessum aðilum gefið til kynna og fengu þau svör að einmitt þetta stæði alls ekki til að gera,“ sagði Páll. Og það var þungi í hverju orði.Páll segir svo að í gærdag hafi komið fram það sem hann kallar svo illskiljanlega tilkynningu frá ráðuneytinu þess efnis að sýslumaðurinn, sem var í Vestmannaeyjum, hyrfi tímabundið til annarra starfa. Óboðleg stjórnsýsla „Hjá einhverju sem heitir sýslumannaráð,“ sagði Páll forviða. Og hélt áfram: „Og tímabundið yrði settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, án þess þó að vera í Vestmannaeyjum, sýslumaðurinn á Suðurlandi. Seinna í sömu tilkynningu er sagt að þessar breytingar séu í samræmi áform dómsmálaráðherra um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins. Og við frumvarp sem seinna yrði lagt fram á yfirstandandi þingi sem fæli meðal annars í sér að ráðherra yrði á hverjum tíma heimilt að skipa sýslumann yfir fleiri embætti en eitt til allt að fimm ára. Samkvæmt orðanna hljóðan væri þá ráðherra væntanlega heimilt að skipa bara einn sýslumann yfir Íslandi. Til fimm ára og sá yrði örugglega í Reykjavík.“ Páll klykkti svo út með orðunum: „Þetta er algerlega óboðleg stjórnsýsla.“ Alþingi Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Til stendur að fjarlægja sýslumanninn úr Eyjum og að sýslumaðurinn á Suðurlandi gegni hlutverki hans. Þetta leggst vægast sagt illa í Eyjamenn og var afar þungt hljóðið í Eyjamanninum og þingmanninum Páli Magnússyni, sem kvaddi sér hljóðs á þinginu nú fyrir stundu. Hann gagnrýndi flokksystur sína, Sigríði Á. Andersen harðlega og sagði hana stunda það sem hann kallar óboðlega stjórnsýslu.Eyjamenn illa sviknir „Já, það vildi þannig til að fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, sem er frá Vestmannaeyjum, var staddur á flugvelli þar í bæ í gærmorgun. Þá var nýlent í bænum sendinefnd frá dómsmálaráðuneytinu. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að hún var þangað komin til að tilkynna heimamönnum að frá og með föstudeginum næsta, ekki á morgun heldur hinn, yrði enginn sýslumaður í Vestmannaeyjum! Hvorki þingmenn kjördæmisins né bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum, höfðu hugmynd um þetta. Raunar þvert á móti. Því síðasta haust, þá var þessum aðilum gefið til kynna og fengu þau svör að einmitt þetta stæði alls ekki til að gera,“ sagði Páll. Og það var þungi í hverju orði.Páll segir svo að í gærdag hafi komið fram það sem hann kallar svo illskiljanlega tilkynningu frá ráðuneytinu þess efnis að sýslumaðurinn, sem var í Vestmannaeyjum, hyrfi tímabundið til annarra starfa. Óboðleg stjórnsýsla „Hjá einhverju sem heitir sýslumannaráð,“ sagði Páll forviða. Og hélt áfram: „Og tímabundið yrði settur sýslumaður í Vestmannaeyjum, án þess þó að vera í Vestmannaeyjum, sýslumaðurinn á Suðurlandi. Seinna í sömu tilkynningu er sagt að þessar breytingar séu í samræmi áform dómsmálaráðherra um stefnumörkun í stjórnsýslu ríkisins. Og við frumvarp sem seinna yrði lagt fram á yfirstandandi þingi sem fæli meðal annars í sér að ráðherra yrði á hverjum tíma heimilt að skipa sýslumann yfir fleiri embætti en eitt til allt að fimm ára. Samkvæmt orðanna hljóðan væri þá ráðherra væntanlega heimilt að skipa bara einn sýslumann yfir Íslandi. Til fimm ára og sá yrði örugglega í Reykjavík.“ Páll klykkti svo út með orðunum: „Þetta er algerlega óboðleg stjórnsýsla.“
Alþingi Stjórnsýsla Vestmannaeyjar Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira