Kallaður barnamorðingi og missti allt Birgir Olgeirsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 30. janúar 2019 17:00 Sigurður Guðmundsson og sambýliskona hans Sigrún Jóna Guðmundsdóttir. Vísir/Vilhelm Sigurður Guðmundsson er afar svartsýnn að mál hans verði endurupptekið en hann var fundinn sekur árið 2003 um að hafa hrist níu mánaða gamlan dreng með þeim afleiðingum að drengurinn lést. Fallist var á endurupptöku málsins í árið 2015 en tekist var á um frávísunarkröfu málsins í Hæstarétti í morgun. Sigurður sagðist svartsýnn á að málið fengi efnislega meðferð vegna þess að frávísunarkrafan var tekin fyrir ein og sér í morgun og það sé merki um að fallist verði á hana. Sigurður ræddi við fréttastofu eftir að hafa verið í Hæstarétti í morgun en hann sagðist ekki sætta sig við þá niðurstöðu að hafa verið fundinn sekur í málinu. Málið hafi reynst honum afar erfitt.Ítarlegt viðtal við Sigurð og sambýliskonu hans, Sigrúnu Jónu Sigmarsdóttur, má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan.Börnin lögð í einelti „Þetta er búið að leggja líf mitt á hvolf. Hjónabandið leystist upp, við misstum allt sem við áttum. Allt í einu komin í leiguhúsnæði, vorum ekki með vinnuna, ég fór og keypti mér leigubíl, fór að reyna að byggja upp Nu Skin-viðskipti. Þegar dómur féll í héraði þá mátti ég ekki keyra leigubílinn og var kominn á atvinnuleysisbætur. Þannig að þetta hefur verið mjög erfitt og ég missti allt saman,“ segir Sigurður. Hann segir málið hafa reynt á fjölskylduna og börnin. „Sum hafa verið lögð í einelti en það hafa allir í minni fjölskyldu vitað að þetta er ekki rétt, þetta er eitthvað sem ég geri ekki. Ég hef alltaf haft stuðning allra í fjölskyldunni með mér og minna vina.“ Hann segir sama kvíða og stress hafa gripið um sig þegar málið hlaut vilyrði frá endurupptökunefnd árið 2015 og þegar það var í ferli árið 2002 og 2003.Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sigurðar. Sveinn Andri tjáði Sigurði að dagurinn í dag gæfi ekki góðar vonir um áframhald málsins.Vísir/VilhelmVill að þetta verði lagað „Þetta reynir á en þetta er ekki af ástæðulausu sem ég er að gera þetta. Mín réttlætiskennd er það sterk að ég vil að þetta verði lagað, þetta er rangt. Það sem gerist er að þegar þetta er samþykkt fer ríkissaksóknari í það að reyna fá endurupptökunefnd til að hætta við endurupptöku. Og gerði það nokkrum sinnum. Svo var skipt um nefnd í fyrra og þá byrjaði hún aftur þannig að nýja nefndin þurfti að fara aftur í gegnum málið og þeirra niðurstaða var sú sama, að þetta yrði endurupptekið. Svo byrjar hún (ríkissaksóknari) aftur á því í dag að koma með frávísunarkröfu og var þá eingöngu fjallað um hana.“ Hann segir það skrýtið að sínu mati að það sé hægt að vísa endurupptöku málsins frá án þess að hún sé tekin til efnislegrar meðferðar.Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknar, og Sveinn Andri í Hæstarétti í dag. Vísir/VilhelmEkkert í líkingu við það sem foreldrar barnsins hafa upplifað Sigurður segir að þótt málið hafi reynst sér erfitt sé það ekkert í líkingu við það sem foreldrar barnsins hafa þurft að ganga í gegnum. „Þetta er hræðilega erfitt fyrir þau og ábyggilega erfiðara en fyrir mig. Þau hljóta að vilja fá að vita hvað gerðist, þetta er ekki það sem gerðist og það þarf að finna niðurstöðu í það af hverju barnið deyr. Það gæti orðið erfitt því þetta er það gamalt mál en þau hljóta að vilja að fá að vita hvað er satt og rétt í þessu máli eins og ég. “ Spurður út í samfélagsálitið segir hann þá sem þekkja sig vita að þetta sé ekki satt og rétt. „Og þegar ég hef útskýrt málið fyrir fólki, þú hristir ekki barn án þess að það séu ummerki utan á barninu, marblettir, rifbeinsbrot jafnvel handleggsbrot og fótbrot, engir svoleiðis áverkar á barninu, þá skilur fólk að þetta gerist ekki svona. Það er í rauninni búið að dæma mig fyrir að skjóta persónu en það er ekkert far eftir byssukúlu á viðkomandi. Þetta lítur þannig út fyrir mér. Ég hef verið kallaður barnamorðingi af þeim sem ekki þekkja en ég hef alltaf haft stuðning frá mínu fólki og mínum vinum og þeim sem ég hef fengið að útskýra málið fyrir.“Sigurður og Sigrún Jóna í Hæstarétti í dag. Vísir/VilhelmVerði endurupptökunni vísað frá segir Sigurður það vera endapunkt málsins. Hann geti ekki gert meira og neyðist til að sitja uppi með þessi mistök dómstóla.Sagði henni strax frá eftir að hafa kynnst á Einkamál Sambýliskona Sigurðar heitir Sigrún Jóna Sigmarsdóttir en þau kynntust á öðrum degi jóla árið 2002 á vefnum Einkamál.is. Hún segir Sigurð hafa sagt sér frá þessu máli strax. „Og það kom bara löng þögn í símann hjá mér og ég stamaði fyrstu setninguna og hugsaði hvað er ég að koma mér út í. Ég bað hann um að gefa mér smá pláss til að hugsa þetta hvort ég vildi vera í sambandi við hann og ég gaf mér tíma og samþykkti að vera í sambandi við hann og hér erum við enn.“ Áfall að skutla honum í fangelsi Hún segist hafa staðið eins og stórklettur við hlið hans en henni fannst erfiðast þegar hann þurfti að afplána fangelsisdóm vegna málsins. „Ég skutlaði honum niður á Skólavörðustíg í Hegningarhúsið og mátti koma inn og kveðja hann en síðan var mér bara hent út og enginn tók á móti mér. Ég var í þvílíku taugaveiklunarsjokki að ég var hágrátandi og vissi ekkert hvert ég var að fara. Þetta var svolítið áfall fyrir mig að hafa engan til að taka á móti mér þegar ég labbaði út úr fangelsinu. Svo vissi ég ekki neitt meir fyrr en þremur vikum síðar þegar hann var fluttur á Kvíabryggju.“ Henni þykir verst hvað þetta hefur komið niður á börnum þeirra. Hún átti fjögur börn fyrir og hann sex börn og það tók á að sameina fjölskyldurnar. Þau voru ekki alltaf sammála um hvernig það ætti að vera en verst þótti henni að sjá börnin verða fyrir einelti vegna málsins.Segir Eyjamenn hafa smjattað á málinu Þau fluttust til Vestmannaeyja en Sigrún segir Eyjamenn hafa „smjattað“ um málið. „Fólk var svolítinn tíma að átta sig á að hann var að flytja í bæinn. Hann var kallaður barnamorðingi og fólk var tvístíga en sumt fólk kom til okkar og bankaði upp og sagði; velkomin á eyjuna! Og trúði ekki að hann hefði gert þetta en aðrir gerðu það.“Sigrún býst við að þau flytji af landi brott ef málinu verður vísað frá. Vísir/VilhelmAð hennar mati hefur Sigurður sett fram frábær rök fyrir því hvers vegna þetta mál er ekki eins og niðurstaða dómstóla segir. „Hann er sá eini sem veit hvað kom ekki fyrir og hefur lagt mjög mikla rannsóknarvinnu í þetta „shaken baby syndrome-mál“ og þetta stenst ekki og hann hefur sagt þetta við fólk sem hefur verið að koma með ályktun að hann hafi gert þetta.“ Hún segir þetta auðvitað ótrúlega erfitt fyrir foreldra barnsins. „Og miklu erfiðara fyrir þau heldur en okkur sem hjón. Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að missa barn og þetta hlýtur að taka vel á þau. En ef ég væri þau myndi ég vilja fá að vita hvað kom fyrir.“ Ef endurupptökunni verður vísað frá býst hún við að þau flytji úr landi. „Það er ekki hægt að búa á landi þar sem réttarfarskerfið er ónýtt.“ Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03 Aftur fyrir Hæstarétt með mál sitt Sigurður Guðmundsson sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fær annað tækifæri í Hæstarétti í dag þegar mál hans verður munnlega flutt þar í annað sinn. 30. janúar 2019 06:00 Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. 30. janúar 2019 11:36 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Sjá meira
Sigurður Guðmundsson er afar svartsýnn að mál hans verði endurupptekið en hann var fundinn sekur árið 2003 um að hafa hrist níu mánaða gamlan dreng með þeim afleiðingum að drengurinn lést. Fallist var á endurupptöku málsins í árið 2015 en tekist var á um frávísunarkröfu málsins í Hæstarétti í morgun. Sigurður sagðist svartsýnn á að málið fengi efnislega meðferð vegna þess að frávísunarkrafan var tekin fyrir ein og sér í morgun og það sé merki um að fallist verði á hana. Sigurður ræddi við fréttastofu eftir að hafa verið í Hæstarétti í morgun en hann sagðist ekki sætta sig við þá niðurstöðu að hafa verið fundinn sekur í málinu. Málið hafi reynst honum afar erfitt.Ítarlegt viðtal við Sigurð og sambýliskonu hans, Sigrúnu Jónu Sigmarsdóttur, má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan.Börnin lögð í einelti „Þetta er búið að leggja líf mitt á hvolf. Hjónabandið leystist upp, við misstum allt sem við áttum. Allt í einu komin í leiguhúsnæði, vorum ekki með vinnuna, ég fór og keypti mér leigubíl, fór að reyna að byggja upp Nu Skin-viðskipti. Þegar dómur féll í héraði þá mátti ég ekki keyra leigubílinn og var kominn á atvinnuleysisbætur. Þannig að þetta hefur verið mjög erfitt og ég missti allt saman,“ segir Sigurður. Hann segir málið hafa reynt á fjölskylduna og börnin. „Sum hafa verið lögð í einelti en það hafa allir í minni fjölskyldu vitað að þetta er ekki rétt, þetta er eitthvað sem ég geri ekki. Ég hef alltaf haft stuðning allra í fjölskyldunni með mér og minna vina.“ Hann segir sama kvíða og stress hafa gripið um sig þegar málið hlaut vilyrði frá endurupptökunefnd árið 2015 og þegar það var í ferli árið 2002 og 2003.Sveinn Andri Sveinsson er lögmaður Sigurðar. Sveinn Andri tjáði Sigurði að dagurinn í dag gæfi ekki góðar vonir um áframhald málsins.Vísir/VilhelmVill að þetta verði lagað „Þetta reynir á en þetta er ekki af ástæðulausu sem ég er að gera þetta. Mín réttlætiskennd er það sterk að ég vil að þetta verði lagað, þetta er rangt. Það sem gerist er að þegar þetta er samþykkt fer ríkissaksóknari í það að reyna fá endurupptökunefnd til að hætta við endurupptöku. Og gerði það nokkrum sinnum. Svo var skipt um nefnd í fyrra og þá byrjaði hún aftur þannig að nýja nefndin þurfti að fara aftur í gegnum málið og þeirra niðurstaða var sú sama, að þetta yrði endurupptekið. Svo byrjar hún (ríkissaksóknari) aftur á því í dag að koma með frávísunarkröfu og var þá eingöngu fjallað um hana.“ Hann segir það skrýtið að sínu mati að það sé hægt að vísa endurupptöku málsins frá án þess að hún sé tekin til efnislegrar meðferðar.Sigríður Friðjónsdóttir, ríkissaksóknar, og Sveinn Andri í Hæstarétti í dag. Vísir/VilhelmEkkert í líkingu við það sem foreldrar barnsins hafa upplifað Sigurður segir að þótt málið hafi reynst sér erfitt sé það ekkert í líkingu við það sem foreldrar barnsins hafa þurft að ganga í gegnum. „Þetta er hræðilega erfitt fyrir þau og ábyggilega erfiðara en fyrir mig. Þau hljóta að vilja fá að vita hvað gerðist, þetta er ekki það sem gerðist og það þarf að finna niðurstöðu í það af hverju barnið deyr. Það gæti orðið erfitt því þetta er það gamalt mál en þau hljóta að vilja að fá að vita hvað er satt og rétt í þessu máli eins og ég. “ Spurður út í samfélagsálitið segir hann þá sem þekkja sig vita að þetta sé ekki satt og rétt. „Og þegar ég hef útskýrt málið fyrir fólki, þú hristir ekki barn án þess að það séu ummerki utan á barninu, marblettir, rifbeinsbrot jafnvel handleggsbrot og fótbrot, engir svoleiðis áverkar á barninu, þá skilur fólk að þetta gerist ekki svona. Það er í rauninni búið að dæma mig fyrir að skjóta persónu en það er ekkert far eftir byssukúlu á viðkomandi. Þetta lítur þannig út fyrir mér. Ég hef verið kallaður barnamorðingi af þeim sem ekki þekkja en ég hef alltaf haft stuðning frá mínu fólki og mínum vinum og þeim sem ég hef fengið að útskýra málið fyrir.“Sigurður og Sigrún Jóna í Hæstarétti í dag. Vísir/VilhelmVerði endurupptökunni vísað frá segir Sigurður það vera endapunkt málsins. Hann geti ekki gert meira og neyðist til að sitja uppi með þessi mistök dómstóla.Sagði henni strax frá eftir að hafa kynnst á Einkamál Sambýliskona Sigurðar heitir Sigrún Jóna Sigmarsdóttir en þau kynntust á öðrum degi jóla árið 2002 á vefnum Einkamál.is. Hún segir Sigurð hafa sagt sér frá þessu máli strax. „Og það kom bara löng þögn í símann hjá mér og ég stamaði fyrstu setninguna og hugsaði hvað er ég að koma mér út í. Ég bað hann um að gefa mér smá pláss til að hugsa þetta hvort ég vildi vera í sambandi við hann og ég gaf mér tíma og samþykkti að vera í sambandi við hann og hér erum við enn.“ Áfall að skutla honum í fangelsi Hún segist hafa staðið eins og stórklettur við hlið hans en henni fannst erfiðast þegar hann þurfti að afplána fangelsisdóm vegna málsins. „Ég skutlaði honum niður á Skólavörðustíg í Hegningarhúsið og mátti koma inn og kveðja hann en síðan var mér bara hent út og enginn tók á móti mér. Ég var í þvílíku taugaveiklunarsjokki að ég var hágrátandi og vissi ekkert hvert ég var að fara. Þetta var svolítið áfall fyrir mig að hafa engan til að taka á móti mér þegar ég labbaði út úr fangelsinu. Svo vissi ég ekki neitt meir fyrr en þremur vikum síðar þegar hann var fluttur á Kvíabryggju.“ Henni þykir verst hvað þetta hefur komið niður á börnum þeirra. Hún átti fjögur börn fyrir og hann sex börn og það tók á að sameina fjölskyldurnar. Þau voru ekki alltaf sammála um hvernig það ætti að vera en verst þótti henni að sjá börnin verða fyrir einelti vegna málsins.Segir Eyjamenn hafa smjattað á málinu Þau fluttust til Vestmannaeyja en Sigrún segir Eyjamenn hafa „smjattað“ um málið. „Fólk var svolítinn tíma að átta sig á að hann var að flytja í bæinn. Hann var kallaður barnamorðingi og fólk var tvístíga en sumt fólk kom til okkar og bankaði upp og sagði; velkomin á eyjuna! Og trúði ekki að hann hefði gert þetta en aðrir gerðu það.“Sigrún býst við að þau flytji af landi brott ef málinu verður vísað frá. Vísir/VilhelmAð hennar mati hefur Sigurður sett fram frábær rök fyrir því hvers vegna þetta mál er ekki eins og niðurstaða dómstóla segir. „Hann er sá eini sem veit hvað kom ekki fyrir og hefur lagt mjög mikla rannsóknarvinnu í þetta „shaken baby syndrome-mál“ og þetta stenst ekki og hann hefur sagt þetta við fólk sem hefur verið að koma með ályktun að hann hafi gert þetta.“ Hún segir þetta auðvitað ótrúlega erfitt fyrir foreldra barnsins. „Og miklu erfiðara fyrir þau heldur en okkur sem hjón. Ég get ekki ímyndað mér hvernig er að missa barn og þetta hlýtur að taka vel á þau. En ef ég væri þau myndi ég vilja fá að vita hvað kom fyrir.“ Ef endurupptökunni verður vísað frá býst hún við að þau flytji úr landi. „Það er ekki hægt að búa á landi þar sem réttarfarskerfið er ónýtt.“
Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03 Aftur fyrir Hæstarétt með mál sitt Sigurður Guðmundsson sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fær annað tækifæri í Hæstarétti í dag þegar mál hans verður munnlega flutt þar í annað sinn. 30. janúar 2019 06:00 Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. 30. janúar 2019 11:36 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Sjá meira
Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03
Aftur fyrir Hæstarétt með mál sitt Sigurður Guðmundsson sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi árið 2003 fær annað tækifæri í Hæstarétti í dag þegar mál hans verður munnlega flutt þar í annað sinn. 30. janúar 2019 06:00
Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. 30. janúar 2019 11:36