Lífið

Full­trúi Frakka í Euro­vision til­kynnir morð­hótanir og hatursum­mæli til lög­reglu

Atli Ísleifsson skrifar
Bilal Hassani mun flytja lagið Roi í Eurovision-keppninni.
Bilal Hassani mun flytja lagið Roi í Eurovision-keppninni. Eurovision.tv
Fulltrúi Frakka í Eurovision hefur tilkynnt morðhótanir og hatursummæli sem honum hafa borist til lögreglu. Franskir fjölmiðlar segja að söngvaranum, Bilal Hassani, hafi verið hótað vegna samkynhneigðar sinnar.

Hinn nítján ára Bilal Hassani, sem mun flytja lagið Roi í keppninni í Ísrael í maí. Lögmaður hans, Etienne Deshoulières, segir í samtali við Le Monde að þeir hafi tilkynnt fjölda fólks fyrir meiðyrði, hatursummæli og hótanir um líkamsmeiðingar.

Hassani þakkaði fyrir þann stuðning, sem hann hafi fengið eftir að hann tilkynnti málin til lögreglu, á Twitter í gær. Segir hann skilaboðahólf sín full af hlýjum orðum frá stuðningsmönnum.

Hassani kemur frá París og er af marokkóskum uppruna. Hann sló í gegn í Frakklandi eftir þátttöku sína í The Voice árið 2015 þar sem hann söng meðal annars lagið Rise Like a Phoenix sem Conchita Wurst söng í Eurovision árið 2014 og skilaði Austurríkismönnum sigri.

Lagið Roi, sem útleggst á íslensku sem Kóngur, ku fjalla um það að vera trúr sjálfum sér.

Lokakeppni Eurovision fer fram dagana 14., 16. og 18. maí í Tel Avív í Ísrael. Þar sem Frakkland er eitt „hinna fimm stóru“ mun Hassani ekki þurfa að taka þátt á öðru undanúrslitakvöldinu, heldur stígur fyrst á stokk á úrslitakvöldinu sjálfu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.