Trump heldur sig á hliðarlínunni við góðar undirtektir þingmanna Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2019 13:07 Trump hefur ekki verið á opinberum viðburði í fimm daga og heldur sig til hlés. AP/Susan Walsh Frá því að alríkisstofnanir Bandaríkjanna voru opnaðar eftir 35 daga lokun hefur lítið sést til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann lokaði umræddum stofnunum upprunalega þegar hann neitaði að skrifa undir fjárlög sem tryggja áttu fjárveitingu til um þriðjungs stofnana alríkisins og krafðist þess að fá 5,7 milljarða dala til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Umræddar stofnanir yrðu ekki opnaðar fyrr en bygging múrsins væri hafin. Að endingu samþykkti hann málamiðlun um að fjármagna stofnanirnar til þriggja vikna og í millitíðinni væri hægt að semja um byggingu múrsins, eða girðingar.Sjá einnig: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gungaNú kemur Trump hins vegar lítið sem ekkert að viðræðunum sem eiga sér stað á milli Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild þingsins, og Repúblikana, sem stjórna öldungadeildinni. Trump hefur ekki verið á neinum opinberum viðburði síðustu fimm daga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þingmenn beggja flokka hafa líst því yfir að það sé jákvætt að Trump komi ekki að viðræðunum.Starfsmenn Trump segja hann þó fylgjast náið með viðræðunum og hann hefur sömuleiðis tjáð sig á Twitter. Þar sagði hann í gær að ef þingmennirnir sem koma að viðræðunum væru ekki að ræða um vegg eða girðingu af einhverju tagi, væru þeir að sóa tíma sínum. Hann hefur hótað því að ef nefnd þingmanna, sem kemur að viðræðunum, kemst að samkomulagi sem honum lýst ekki á, mun hann loka stofnununum aftur, lýsa yfir neyðarástandi og nota herinn til að byggja múrinn.If the committee of Republicans and Democrats now meeting on Border Security is not discussing or contemplating a Wall or Physical Barrier, they are Wasting their time! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019 Fyrsta boð Demókrata í viðræðunum, sem lagt var fram í gær í kjölfar tísts Trump, innihélt þó enga fjárveitingu til múrsins.Það er alls ekki ljóst að þingmenn Repúblikanaflokksins styðji hugmynd Trump um múr á landamærunum. Sérstaklega með tilliti til þess að Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár. Nú stjórna Demókratar fulltrúadeildinni og þar með buddu Bandaríkjanna. Því vill Trump lýsa yfir neyðarástandi, sem geri honum kleift að notast við neyðarsjóði hersins sem ætlaðir eru til viðbragða við hamförum og byggingu varnarvirkja.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguÍ stað þess að byggja múr vilja Demókratar veita auknu fé í almenna gæslu á landamærunum. Fleiri landamæraverði, nýja tækni til að leita að fíkniefnum í bílum, viðgerðir á landamærastöðvum og eftirlitsbúnað, svo eitthvað sé nefnt. Repúblikanar hafa tekið vel í það en vilja einnig reisa múr á tilteknum stöðum á landamærunum. Ekki þvert yfir öll landamærin sem eru um þrjú þúsund kílómetra löng. Samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum vilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki að alríkisstofnunum verði lokað á nýjan leik og sérstaklega þar sem umferð ólöglegra innflytjenda þykir sem mest. Þeir vita þó ekki hvað Trump mun samþykkja. Hvort hann vilji ekkert minna en 5,7 milljarða og múr við öll landamærin eða hvort hann muni sætta sig við eitthvað minna. Sjálfur hefur Trump verið margsaga um hvað hann vill og úr hverju múrinn eða girðingin á að vera og nú fyrir skömmu breytti hann aftur um stefnu og sagði að réttast væri að tala um múra en ekki múr, þar sem þegar væri búið að byggja múra eða girðingu víða á landamærunum.Large sections of WALL have already been built with much more either under construction or ready to go. Renovation of existing WALLS is also a very big part of the plan to finally, after many decades, properly Secure Our Border. The Wall is getting done one way or the other! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2019Lets just call them WALLS from now on and stop playing political games! A WALL is a WALL! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2019 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, hefur margsinnis lýst því yfir að honum sé illa við að stofnunum sé lokað vegna deilna stjórnmálamanna en hann gerði þó lítið til að reyna að koma í veg fyrir eða binda endi á lengstu slíku lokun stofnanna í sögu Bandaríkjanna. Nú er hann þó að vinna fullum fetum að því að koma í veg fyrir nýja lokun Hann sagði í vikunni að hann myndi samþykkja hvað sem til að ná því markmiði. Þá er hann að íhuga lagafrumvörp sem myndu binda enda á slíkar lokanir. Politico segir Repúblikana að mestu sammála um að koma þurfi í veg fyrir nýja lokun. Þeir séu hins vegar ósammála um hvernig og hvað annað sé best í stöðunni. Einhverjir þeirra myndu kjósa með frumvarpi til að fjármagna stofnanirnar áfram en aðrir vilja að Trump lýsi yfir neyðarástandi og þar með færa deilurnar yfir til dómstóla.Demókratar hafa lýst því yfir að þeir myndu höfða mál ef Trump myndi lýsa yfir neyðarástandi og þá gæti langt dómsferli tekið við. Það mun reynast Repúblikönum og Demókrötum erfitt að komast að samkomulagi ef þau vita ekki hvað verið er að semja um eða nánar tiltekið, hvað Trump vill. Hvort hann vilji múr eða girðingu yfir öll landamærin. Hvort hann vilji múr eða girðingu á völdum stöðum eða hvort allt tal um múrinn er bara samlíking eins og starfsmenn forsetans og Repúblikanar hafa reglulega haldið fram.Þó hefur Trump iðulega mótmælt öllu tali um að byggja eitthvað annað en „MÚR“.Republicans on the Homeland Security Committee are wasting their time. Democrats, despite all of the evidence, proof and Caravans coming, are not going to give money to build the DESPERATELY needed WALL. I've got you covered. Wall is already being built, I don't expect much help!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Frá því að alríkisstofnanir Bandaríkjanna voru opnaðar eftir 35 daga lokun hefur lítið sést til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann lokaði umræddum stofnunum upprunalega þegar hann neitaði að skrifa undir fjárlög sem tryggja áttu fjárveitingu til um þriðjungs stofnana alríkisins og krafðist þess að fá 5,7 milljarða dala til að byggja múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Umræddar stofnanir yrðu ekki opnaðar fyrr en bygging múrsins væri hafin. Að endingu samþykkti hann málamiðlun um að fjármagna stofnanirnar til þriggja vikna og í millitíðinni væri hægt að semja um byggingu múrsins, eða girðingar.Sjá einnig: Donald Trump sagður hafa lúffað og vera gungaNú kemur Trump hins vegar lítið sem ekkert að viðræðunum sem eiga sér stað á milli Demókrata, sem stjórna fulltrúadeild þingsins, og Repúblikana, sem stjórna öldungadeildinni. Trump hefur ekki verið á neinum opinberum viðburði síðustu fimm daga, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þingmenn beggja flokka hafa líst því yfir að það sé jákvætt að Trump komi ekki að viðræðunum.Starfsmenn Trump segja hann þó fylgjast náið með viðræðunum og hann hefur sömuleiðis tjáð sig á Twitter. Þar sagði hann í gær að ef þingmennirnir sem koma að viðræðunum væru ekki að ræða um vegg eða girðingu af einhverju tagi, væru þeir að sóa tíma sínum. Hann hefur hótað því að ef nefnd þingmanna, sem kemur að viðræðunum, kemst að samkomulagi sem honum lýst ekki á, mun hann loka stofnununum aftur, lýsa yfir neyðarástandi og nota herinn til að byggja múrinn.If the committee of Republicans and Democrats now meeting on Border Security is not discussing or contemplating a Wall or Physical Barrier, they are Wasting their time! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 30, 2019 Fyrsta boð Demókrata í viðræðunum, sem lagt var fram í gær í kjölfar tísts Trump, innihélt þó enga fjárveitingu til múrsins.Það er alls ekki ljóst að þingmenn Repúblikanaflokksins styðji hugmynd Trump um múr á landamærunum. Sérstaklega með tilliti til þess að Trump fékk ekki fjárveitingu frá þinginu þegar Repúblikanar stjórnuðu báðum deildum þess síðustu tvö ár. Nú stjórna Demókratar fulltrúadeildinni og þar með buddu Bandaríkjanna. Því vill Trump lýsa yfir neyðarástandi, sem geri honum kleift að notast við neyðarsjóði hersins sem ætlaðir eru til viðbragða við hamförum og byggingu varnarvirkja.Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðinguÍ stað þess að byggja múr vilja Demókratar veita auknu fé í almenna gæslu á landamærunum. Fleiri landamæraverði, nýja tækni til að leita að fíkniefnum í bílum, viðgerðir á landamærastöðvum og eftirlitsbúnað, svo eitthvað sé nefnt. Repúblikanar hafa tekið vel í það en vilja einnig reisa múr á tilteknum stöðum á landamærunum. Ekki þvert yfir öll landamærin sem eru um þrjú þúsund kílómetra löng. Samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum vilja þingmenn Repúblikanaflokksins ekki að alríkisstofnunum verði lokað á nýjan leik og sérstaklega þar sem umferð ólöglegra innflytjenda þykir sem mest. Þeir vita þó ekki hvað Trump mun samþykkja. Hvort hann vilji ekkert minna en 5,7 milljarða og múr við öll landamærin eða hvort hann muni sætta sig við eitthvað minna. Sjálfur hefur Trump verið margsaga um hvað hann vill og úr hverju múrinn eða girðingin á að vera og nú fyrir skömmu breytti hann aftur um stefnu og sagði að réttast væri að tala um múra en ekki múr, þar sem þegar væri búið að byggja múra eða girðingu víða á landamærunum.Large sections of WALL have already been built with much more either under construction or ready to go. Renovation of existing WALLS is also a very big part of the plan to finally, after many decades, properly Secure Our Border. The Wall is getting done one way or the other! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2019Lets just call them WALLS from now on and stop playing political games! A WALL is a WALL! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2019 Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, hefur margsinnis lýst því yfir að honum sé illa við að stofnunum sé lokað vegna deilna stjórnmálamanna en hann gerði þó lítið til að reyna að koma í veg fyrir eða binda endi á lengstu slíku lokun stofnanna í sögu Bandaríkjanna. Nú er hann þó að vinna fullum fetum að því að koma í veg fyrir nýja lokun Hann sagði í vikunni að hann myndi samþykkja hvað sem til að ná því markmiði. Þá er hann að íhuga lagafrumvörp sem myndu binda enda á slíkar lokanir. Politico segir Repúblikana að mestu sammála um að koma þurfi í veg fyrir nýja lokun. Þeir séu hins vegar ósammála um hvernig og hvað annað sé best í stöðunni. Einhverjir þeirra myndu kjósa með frumvarpi til að fjármagna stofnanirnar áfram en aðrir vilja að Trump lýsi yfir neyðarástandi og þar með færa deilurnar yfir til dómstóla.Demókratar hafa lýst því yfir að þeir myndu höfða mál ef Trump myndi lýsa yfir neyðarástandi og þá gæti langt dómsferli tekið við. Það mun reynast Repúblikönum og Demókrötum erfitt að komast að samkomulagi ef þau vita ekki hvað verið er að semja um eða nánar tiltekið, hvað Trump vill. Hvort hann vilji múr eða girðingu yfir öll landamærin. Hvort hann vilji múr eða girðingu á völdum stöðum eða hvort allt tal um múrinn er bara samlíking eins og starfsmenn forsetans og Repúblikanar hafa reglulega haldið fram.Þó hefur Trump iðulega mótmælt öllu tali um að byggja eitthvað annað en „MÚR“.Republicans on the Homeland Security Committee are wasting their time. Democrats, despite all of the evidence, proof and Caravans coming, are not going to give money to build the DESPERATELY needed WALL. I've got you covered. Wall is already being built, I don't expect much help!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 31, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira