Verð á kókaíni lækkað talsvert síðasta árið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. janúar 2019 11:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, áætlar að um átta hundruð manns leiti hjálpar á Vogi vegna neyslu örvandi fíkniefna á ári hverju. Verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og engin merki eru um að dregið hafi úr neyslunni heldur hefur hún þvert á móti farið stöðugt vaxandi. Þessi þróun er gríðarlegt áhyggjuefni að sögn yfirlæknis á Vogi en þangað leita um átta hundruð manns hjálpar á ári vegna neyslu örvandi fíkniefna. Örvandi vímuefnaneysla er alvarlegasta vímuefnafíknin á Íslandi, en hún herjar mest á fólk milli tvítugs og þrítugs. „Þetta eru um átta hundruð sem hafa verið að koma á hverju ári til okkar með örvandi lyfjafíkn til okkar. Það hefur ekki orðið neitt lát á því. Engin merki um að það sé að draga neitt úr því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Eins og sést á grafinu hefur kókaínfíkn vaxið stöðugt síðustu ár. Valgerður segir að á árinu 2018 hafi ekkert lát verið þar á en áfram fjölgaði greiningunum.Aukin eftirspurn „Það sem við sjáum er að það sé aukin neysla. Það er það sem við sjáum og gerum þá ráð fyrir því að það sé aukin eftirspurn og kannski er það vegna þess að fólk hefur betur efni á því en áður, þetta er dýrara vímuefni og það hlýtur þá líka að vera nóg framboð,“ segir Valgerður. Valgerður segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Kókaín er mjög öflugt og fljótvirkt örvandi vímuefni og hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu einstaklings á meðan hann notar það og líka eftirköstin alvarleg.“ Þá hefur verð á kókaíni lækkað samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum á götunni. „Það hefur lækkað talsvert, örugglega svona um fjórðung á síðasta ári,“ segir Valgerður, en í október síðastliðnum kostaði grammið fjórtán þúsund krónur en árin þar á undan hefur verð fyrir grammið haldist nokkuð stöðugt í rúmum sautján þúsund krónum. Heilbrigðismál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og engin merki eru um að dregið hafi úr neyslunni heldur hefur hún þvert á móti farið stöðugt vaxandi. Þessi þróun er gríðarlegt áhyggjuefni að sögn yfirlæknis á Vogi en þangað leita um átta hundruð manns hjálpar á ári vegna neyslu örvandi fíkniefna. Örvandi vímuefnaneysla er alvarlegasta vímuefnafíknin á Íslandi, en hún herjar mest á fólk milli tvítugs og þrítugs. „Þetta eru um átta hundruð sem hafa verið að koma á hverju ári til okkar með örvandi lyfjafíkn til okkar. Það hefur ekki orðið neitt lát á því. Engin merki um að það sé að draga neitt úr því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Eins og sést á grafinu hefur kókaínfíkn vaxið stöðugt síðustu ár. Valgerður segir að á árinu 2018 hafi ekkert lát verið þar á en áfram fjölgaði greiningunum.Aukin eftirspurn „Það sem við sjáum er að það sé aukin neysla. Það er það sem við sjáum og gerum þá ráð fyrir því að það sé aukin eftirspurn og kannski er það vegna þess að fólk hefur betur efni á því en áður, þetta er dýrara vímuefni og það hlýtur þá líka að vera nóg framboð,“ segir Valgerður. Valgerður segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Kókaín er mjög öflugt og fljótvirkt örvandi vímuefni og hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu einstaklings á meðan hann notar það og líka eftirköstin alvarleg.“ Þá hefur verð á kókaíni lækkað samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum á götunni. „Það hefur lækkað talsvert, örugglega svona um fjórðung á síðasta ári,“ segir Valgerður, en í október síðastliðnum kostaði grammið fjórtán þúsund krónur en árin þar á undan hefur verð fyrir grammið haldist nokkuð stöðugt í rúmum sautján þúsund krónum.
Heilbrigðismál Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira