Verð á kókaíni lækkað talsvert síðasta árið Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. janúar 2019 11:00 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, áætlar að um átta hundruð manns leiti hjálpar á Vogi vegna neyslu örvandi fíkniefna á ári hverju. Verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og engin merki eru um að dregið hafi úr neyslunni heldur hefur hún þvert á móti farið stöðugt vaxandi. Þessi þróun er gríðarlegt áhyggjuefni að sögn yfirlæknis á Vogi en þangað leita um átta hundruð manns hjálpar á ári vegna neyslu örvandi fíkniefna. Örvandi vímuefnaneysla er alvarlegasta vímuefnafíknin á Íslandi, en hún herjar mest á fólk milli tvítugs og þrítugs. „Þetta eru um átta hundruð sem hafa verið að koma á hverju ári til okkar með örvandi lyfjafíkn til okkar. Það hefur ekki orðið neitt lát á því. Engin merki um að það sé að draga neitt úr því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Eins og sést á grafinu hefur kókaínfíkn vaxið stöðugt síðustu ár. Valgerður segir að á árinu 2018 hafi ekkert lát verið þar á en áfram fjölgaði greiningunum.Aukin eftirspurn „Það sem við sjáum er að það sé aukin neysla. Það er það sem við sjáum og gerum þá ráð fyrir því að það sé aukin eftirspurn og kannski er það vegna þess að fólk hefur betur efni á því en áður, þetta er dýrara vímuefni og það hlýtur þá líka að vera nóg framboð,“ segir Valgerður. Valgerður segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Kókaín er mjög öflugt og fljótvirkt örvandi vímuefni og hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu einstaklings á meðan hann notar það og líka eftirköstin alvarleg.“ Þá hefur verð á kókaíni lækkað samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum á götunni. „Það hefur lækkað talsvert, örugglega svona um fjórðung á síðasta ári,“ segir Valgerður, en í október síðastliðnum kostaði grammið fjórtán þúsund krónur en árin þar á undan hefur verð fyrir grammið haldist nokkuð stöðugt í rúmum sautján þúsund krónum. Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Verð á kókaíni hefur lækkað talsvert síðasta árið og engin merki eru um að dregið hafi úr neyslunni heldur hefur hún þvert á móti farið stöðugt vaxandi. Þessi þróun er gríðarlegt áhyggjuefni að sögn yfirlæknis á Vogi en þangað leita um átta hundruð manns hjálpar á ári vegna neyslu örvandi fíkniefna. Örvandi vímuefnaneysla er alvarlegasta vímuefnafíknin á Íslandi, en hún herjar mest á fólk milli tvítugs og þrítugs. „Þetta eru um átta hundruð sem hafa verið að koma á hverju ári til okkar með örvandi lyfjafíkn til okkar. Það hefur ekki orðið neitt lát á því. Engin merki um að það sé að draga neitt úr því,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Eins og sést á grafinu hefur kókaínfíkn vaxið stöðugt síðustu ár. Valgerður segir að á árinu 2018 hafi ekkert lát verið þar á en áfram fjölgaði greiningunum.Aukin eftirspurn „Það sem við sjáum er að það sé aukin neysla. Það er það sem við sjáum og gerum þá ráð fyrir því að það sé aukin eftirspurn og kannski er það vegna þess að fólk hefur betur efni á því en áður, þetta er dýrara vímuefni og það hlýtur þá líka að vera nóg framboð,“ segir Valgerður. Valgerður segist hafa áhyggjur af þessari þróun. „Kókaín er mjög öflugt og fljótvirkt örvandi vímuefni og hefur gríðarlega mikil áhrif á geðheilsu einstaklings á meðan hann notar það og líka eftirköstin alvarleg.“ Þá hefur verð á kókaíni lækkað samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ á ólöglegum vímuefnum á götunni. „Það hefur lækkað talsvert, örugglega svona um fjórðung á síðasta ári,“ segir Valgerður, en í október síðastliðnum kostaði grammið fjórtán þúsund krónur en árin þar á undan hefur verð fyrir grammið haldist nokkuð stöðugt í rúmum sautján þúsund krónum.
Heilbrigðismál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira