Þjálfari Saints: Munum líklega aldrei jafna okkur á þessu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. janúar 2019 10:30 Payton er hér brjálaður út í dómarana. vísir/getty Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. Þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn, 20-20, og Saints með boltann. Það var svo klárlega brotið á sóknarmanni Saints á 13 jarda línu Rams. Enginn dómaranna sá hið mjög svo áberandi brot. Saints varð að sætta sig við vallarmark í staðinn fyrir að fá nýjar tilraunir. Rams jafnaði svo í næstu sókn og framlenging. Snertimark í þessari sókn hefði farið langt með að klára leikinn. Fáranlega svekkjandi fyrir Dýrlingana..@DeanBlandino gives his take on the defensive PI no-call. pic.twitter.com/umMYri5y35 — FOX Sports (@FOXSports) January 20, 2019 „Það er gríðarlega erfitt að kyngja því að það hafi ekkert verið dæmt. Svo fæ ég símtalið frá yfirmanni dómaramála sem viðurkennir að dómararnir hafi klúðrað þessu illilega,“ sagði Sean Payton, þjálfari Saints, en hann var gráti næst eftir leikinn. „Ég veit það er ekki auðvelt að vera dómari en þetta gat samt ekki verið meira áberandi. Það sáu allir í heiminum að þetta var brot og ekkert smá brot. Við getum ekki dvalið við þetta en við munum samt líklega aldrei jafna okkur á þessu.“"We lose a chance to go to the Super Bowl with a call like that... it's just disappointing."@Saints coach Sean Payton to @ErinAndrews after a heartbreaking NFC Championship loss pic.twitter.com/BMll95RR8G — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 21, 2019 Þetta er annað árið í röð sem Saints fellur á leik á dramatískan hátt í undanúrslitum. Í fyrra tapaði liðið gegn Minnesota Vikings er Víkingarnir skoruðu ótrúlegt snertimark undir lokin sem er kallað The Minneapolis Miracle. NFL Tengdar fréttir Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Í beinni: FH - Afturelding | Toppslagur í Kaplakrika Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Dómarar leiks New Orleans Saints og LA Rams voru í aðeins of stóru hlutverki í gær og yfirmaður dómaramála NFL-deildarinnar viðurkenndi að þeir hefðu gert mistök sem líklega kostaði Saints ferð í Super Bowl. Þegar innan við tvær mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn, 20-20, og Saints með boltann. Það var svo klárlega brotið á sóknarmanni Saints á 13 jarda línu Rams. Enginn dómaranna sá hið mjög svo áberandi brot. Saints varð að sætta sig við vallarmark í staðinn fyrir að fá nýjar tilraunir. Rams jafnaði svo í næstu sókn og framlenging. Snertimark í þessari sókn hefði farið langt með að klára leikinn. Fáranlega svekkjandi fyrir Dýrlingana..@DeanBlandino gives his take on the defensive PI no-call. pic.twitter.com/umMYri5y35 — FOX Sports (@FOXSports) January 20, 2019 „Það er gríðarlega erfitt að kyngja því að það hafi ekkert verið dæmt. Svo fæ ég símtalið frá yfirmanni dómaramála sem viðurkennir að dómararnir hafi klúðrað þessu illilega,“ sagði Sean Payton, þjálfari Saints, en hann var gráti næst eftir leikinn. „Ég veit það er ekki auðvelt að vera dómari en þetta gat samt ekki verið meira áberandi. Það sáu allir í heiminum að þetta var brot og ekkert smá brot. Við getum ekki dvalið við þetta en við munum samt líklega aldrei jafna okkur á þessu.“"We lose a chance to go to the Super Bowl with a call like that... it's just disappointing."@Saints coach Sean Payton to @ErinAndrews after a heartbreaking NFC Championship loss pic.twitter.com/BMll95RR8G — FOX Sports: NFL (@NFLonFOX) January 21, 2019 Þetta er annað árið í röð sem Saints fellur á leik á dramatískan hátt í undanúrslitum. Í fyrra tapaði liðið gegn Minnesota Vikings er Víkingarnir skoruðu ótrúlegt snertimark undir lokin sem er kallað The Minneapolis Miracle.
NFL Tengdar fréttir Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Í beinni: FH - Afturelding | Toppslagur í Kaplakrika Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Úrslitin ráðast í úrvalsdeildinni í keilu Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Danski dómarinn aftur á börum af velli „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Svindlaði á öllum lyfjaprófum Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Dagskráin í dag: Sunnudagssæla Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Ein af ungu stjörnum Chiefs handtekin Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Tom Brady kominn í níunda Super Bowl leikinn sinn á ferlinum New England Patriots og Los Angeles Rams spila til úrslita í Super Bowl í NFL-deildinni í Bandaríkjunum í ár en þetta varð ljóst eftir æsispennandi úrslitaleiki deildanna í nótt. 21. janúar 2019 08:30