Kamala Harris býður sig fram til forseta Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. janúar 2019 13:02 Kamala Harris hefur vakið athygli fyrir harða andstöðu gegn Donald Trump. AP/Saul Loeb Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. Harris er öldungardeildarþingmaður fyrir Kaliforníu-ríki og hefur verið einn helsti gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því að hann tók við völdum árið 2017. Harris tilkynnti um framboðið í sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC samhliða tilkynningu á samfélagsmiðlum hennar. „Framtíð landsins okkar veltur á því að þú og milljónir annarra gefi okkur tækifæri til þess að berjast fyrir bandarískum gildum,“ sagði Harris. „Það er ástæðan fyrir því að ég býð mig fram til forseta Bandaríkjanna.“I'm running for president. Let's do this together. Join us: https://t.co/9KwgFlgZHApic.twitter.com/otf2ez7t1p — Kamala Harris (@KamalaHarris) January 21, 2019 Harris hefur á undanförnum mánuðum legið undir feldi og íhugað hvort hún ætti að taka slaginn en búist er við að margir verði um hituna í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar. Meðal þeirra sem þegar hafa tilkynnt um forsetaframboð eru Julian Castro, fyrrverandi borgarstjóri San Antonio og John Delaney, fulltrúadeildarþingmaður frá Maryland. Þá er fastlega gert ráð fyrir að öldungardeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Elizabeth Warren muni bjóða sig fram en þær hafa báðar tilkynnt að þær séu að skoða framboð. Líklegt þykir að Joe Biden, varaforseti Barack Obama á árunum 2009-2017 muni bjóða sig fram. Harris þykir fyrirfram eiga góða möguleika á því að hljóta útnefningu Demókrata en samkvæmt greiningu tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight er hún líklegust til þess að höfða mest til helstu lykilhópa stuðningsmanna Demókrata. Yrði Harris kjörinn forseti árið 2020 myndi það marka tímamót í Bandaríkjunum. Þá yrði hún fyrst kvenna kjörin forseti Bandaríkjanna auk þess sem hún yrði fyrsti forsetinn af asísku bergi brotin en foreldrar hennar eru innflytjendur frá Jamaíka og Indlandi.BREAKING: @KamalaHarris announces this morning on @GMA that she will officially be running for president in 2020. "I'm very excited about it." https://t.co/W1vUNMab63pic.twitter.com/Jhklmo3Oa9 — Good Morning America (@GMA) January 21, 2019 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Bandaríski öldungardeildarþingmaðurinn Kamala Harris tilkynnti í dag að hún bjóði sig fram til forseta Bandaríkjanna. Hinn 54 ára gamli demókrati hefur þótt ein helsta vonarstjarna demókrata undanfarin ár. Harris er öldungardeildarþingmaður fyrir Kaliforníu-ríki og hefur verið einn helsti gagnrýnandi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því að hann tók við völdum árið 2017. Harris tilkynnti um framboðið í sjónvarpsþættinum Good Morning America á ABC samhliða tilkynningu á samfélagsmiðlum hennar. „Framtíð landsins okkar veltur á því að þú og milljónir annarra gefi okkur tækifæri til þess að berjast fyrir bandarískum gildum,“ sagði Harris. „Það er ástæðan fyrir því að ég býð mig fram til forseta Bandaríkjanna.“I'm running for president. Let's do this together. Join us: https://t.co/9KwgFlgZHApic.twitter.com/otf2ez7t1p — Kamala Harris (@KamalaHarris) January 21, 2019 Harris hefur á undanförnum mánuðum legið undir feldi og íhugað hvort hún ætti að taka slaginn en búist er við að margir verði um hituna í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar. Meðal þeirra sem þegar hafa tilkynnt um forsetaframboð eru Julian Castro, fyrrverandi borgarstjóri San Antonio og John Delaney, fulltrúadeildarþingmaður frá Maryland. Þá er fastlega gert ráð fyrir að öldungardeildarþingmennirnir Kirsten Gillibrand og Elizabeth Warren muni bjóða sig fram en þær hafa báðar tilkynnt að þær séu að skoða framboð. Líklegt þykir að Joe Biden, varaforseti Barack Obama á árunum 2009-2017 muni bjóða sig fram. Harris þykir fyrirfram eiga góða möguleika á því að hljóta útnefningu Demókrata en samkvæmt greiningu tölfræðisíðunnar FiveThirtyEight er hún líklegust til þess að höfða mest til helstu lykilhópa stuðningsmanna Demókrata. Yrði Harris kjörinn forseti árið 2020 myndi það marka tímamót í Bandaríkjunum. Þá yrði hún fyrst kvenna kjörin forseti Bandaríkjanna auk þess sem hún yrði fyrsti forsetinn af asísku bergi brotin en foreldrar hennar eru innflytjendur frá Jamaíka og Indlandi.BREAKING: @KamalaHarris announces this morning on @GMA that she will officially be running for president in 2020. "I'm very excited about it." https://t.co/W1vUNMab63pic.twitter.com/Jhklmo3Oa9 — Good Morning America (@GMA) January 21, 2019
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Enn bætist í hóp forsetaframbjóðenda demókrata Fyrrverandi húsnæðismálaráðherra Obama og vonarstjarna í Demókrataflokknum hefur lýst yfir framboði í forvalinu. 12. janúar 2019 18:09