Mun alltaf bera ör eftir árásina Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. janúar 2019 07:00 Árásin átti stað við hraðbanka Arionbanka í miðbæ Akureyrar. Héraðssaksóknari hefur ákært Sindra Brjánsson fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað lagt til Elmars Sveinarssonar með stunguvopni, stungið hann bæði í höfuð og búk, sparkað og slegið í hann, með þeim afleiðingum að Elmar hlaut samtals tíu stungusár í andlit og líkama og tvö aðskilin höfuðkúpubrot. Elmar hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er á hægum batavegi eftir hina hrottalegu árás. „Hann mun náttúrulega alltaf bera ör eftir þetta og það mun taka hann langan tíma að vinna úr því sálræna áfalli sem hann varð fyrir við árásina," segir Guðmundur St. Ragnarsson, réttargæslumaður Elmars, en hann hefur lagt fram kröfu um rúmar 5,2 milljónir í skaðabætur úr hendi hins ákærða. Meðal stungusáranna sem Elmar hlaut er 7 til 8 sentimetra langur djúpur skurður aftan við vinstra kjálkabarð sem skar í sundur munnvatnskirtil, kjálkavöðva að hluta og olli slagæðablæðingu; annar 7 til 8 sentimetra langur, beinn og djúpur skurður um vinstra gagnauga í hársverði sem náði alveg inn að beini; nokkrir skurðir yfir kinnar og kinnbein á bilinu eins til fjögurra sentimetra langir, auk stungusára víðar um líkamann. Þá hlaut hann tvö aðskilin höfuðkúpubrot við árásina, sem fyrr segir. Samkvæmt heimildum blaðsins bar árásina að með þeim hætti að Sindri átti í útistöðum við fyrrverandi kærustu sína við hraðbanka í miðbæ Akureyrar, er Elmar bar þar að og leitaðist við að stilla til friðar eða skakka leikinn. Það hafi Sindra ekki líkað og ráðist á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Sindri var horfinn af vettvangi þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði en hann var handtekinn nokkru síðar á heimili sínu og fannst blóðugur hnífur við húsleit hjá honum. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn vegna málsins og situr hann nú í gæsluvarðhaldi með vísan til almannahagsmuna á grundvelli úrskurðar sem rennur út 7. febrúar. Gera má ráð fyrir að konan sem varð vitni að árásinni verði á vitnalista ákæruvaldsins við aðalmeðferð málsins en auk þess hefur lögregla aflað gagna úr öryggismyndavélum sem sögð eru gefa glögga mynd af árásinni. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudag og mun ákærði þá taka afstöðu til ákærunnar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Sindra Brjánsson fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Honum er gefið að sök að hafa ítrekað lagt til Elmars Sveinarssonar með stunguvopni, stungið hann bæði í höfuð og búk, sparkað og slegið í hann, með þeim afleiðingum að Elmar hlaut samtals tíu stungusár í andlit og líkama og tvö aðskilin höfuðkúpubrot. Elmar hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er á hægum batavegi eftir hina hrottalegu árás. „Hann mun náttúrulega alltaf bera ör eftir þetta og það mun taka hann langan tíma að vinna úr því sálræna áfalli sem hann varð fyrir við árásina," segir Guðmundur St. Ragnarsson, réttargæslumaður Elmars, en hann hefur lagt fram kröfu um rúmar 5,2 milljónir í skaðabætur úr hendi hins ákærða. Meðal stungusáranna sem Elmar hlaut er 7 til 8 sentimetra langur djúpur skurður aftan við vinstra kjálkabarð sem skar í sundur munnvatnskirtil, kjálkavöðva að hluta og olli slagæðablæðingu; annar 7 til 8 sentimetra langur, beinn og djúpur skurður um vinstra gagnauga í hársverði sem náði alveg inn að beini; nokkrir skurðir yfir kinnar og kinnbein á bilinu eins til fjögurra sentimetra langir, auk stungusára víðar um líkamann. Þá hlaut hann tvö aðskilin höfuðkúpubrot við árásina, sem fyrr segir. Samkvæmt heimildum blaðsins bar árásina að með þeim hætti að Sindri átti í útistöðum við fyrrverandi kærustu sína við hraðbanka í miðbæ Akureyrar, er Elmar bar þar að og leitaðist við að stilla til friðar eða skakka leikinn. Það hafi Sindra ekki líkað og ráðist á hann með fyrrgreindum afleiðingum. Sindri var horfinn af vettvangi þegar lögreglu og sjúkralið bar að garði en hann var handtekinn nokkru síðar á heimili sínu og fannst blóðugur hnífur við húsleit hjá honum. Sindri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn vegna málsins og situr hann nú í gæsluvarðhaldi með vísan til almannahagsmuna á grundvelli úrskurðar sem rennur út 7. febrúar. Gera má ráð fyrir að konan sem varð vitni að árásinni verði á vitnalista ákæruvaldsins við aðalmeðferð málsins en auk þess hefur lögregla aflað gagna úr öryggismyndavélum sem sögð eru gefa glögga mynd af árásinni. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra á fimmtudag og mun ákærði þá taka afstöðu til ákærunnar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira